„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir, Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir og Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifa 14. nóvember 2024 12:15 Slæm samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum Þrátt fyrir marga augljósa kosti internetsins þá fylgja því því miður margar hættur. Með komu samfélagsmiðla hafa samskipti barna og ungmenna versnað og undanfarin ár hefur umræða á milli þeirra orðið fremur andstyggileg og neteinelti aukist. Það hefur haft í för með sér langvarandi áhrif á líðan og sjálfsmynd barna. Þó svo að mörg samfélagsmiðlaforrit hafa aldurstakmörk er mjög auðvelt að komast hjá þeim. Sömuleiðis er mjög auðvelt fyrir börn og ungmenna að búa til falskan aðgang og fram kemur í rannsókn sem Fjölmiðlanefnd gerði árið 2022 að 24% barna í 6-10 bekk og 45% unglinga í framhaldsskóla eru með eða hafa búið til falskan eða nafnlausan aðgang á samfélagsmiðlum. Nafnleynd getur gert það að verkum að börn og unglingar þora að segja það sem þau myndu aldrei segja við einstaklinga nema með því að fela sig bak við skjá. Mikið af því sem börn og unglingar segja undir nafnleynd er niðrandi, þau baktala aðra og leggja í einelti. Ekki þarf að leita lengi á samfélagsmiðlum til þess að finna skaðlega og niðrandi orðræðu sem börn og ungmenni skrifa og sjá. Inn á samfélagsmiðlinum TikTok, sem er nú einn vinsælasti miðillinn í dag, má sjá í ummælum undir myndböndum gríðarlegt hatur og ljót orð. „Öllum er fkn drull haltu kjafti“ er aðeins eitt dæmi af mörgum sem finna má á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlar tilvalinn vettvangur fyrir einelti Slæm samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum eru alvarleg og geta haft langvarandi áhrif á andlega heilsu og félagslega líðan. Neteinelti og slæm orðræða hefur aukist með árunum og er mikilvægt að brýna á hversu alvarlegt það getur orðið og hvaða langvarandi áhrif þau geta haft. Samfélagsmiðlar er tilvalinn vettvangur fyrir einelti þar sem auðvelt er að dreifa ljótum skilaboðum og hræðsluáróðri og bjóða þeir upp á auðveldan aðgang að fólki. Ungmenni geta verið gerendur eða þolendur þegar þeir trúa eða deila þessum upplýsingum, sem getur haft áhrif á viðhorf þeirra til annarra, sjálfsmynd eða almenna félagslega líðan. Börn og ungmenni gleypa mjög auðveldlega upplýsingar sem þau sjá á netinu og það er auðvelt að hafa áhrif og/eða breyta skoðun þeirra. Samkvæmt rannsókn Fjölmiðlanefndar (2022) eiga næstum öll börn í grunnskólum landsins síma og öll börn í framhaldsskólum landsins eiga síma. Þau hafa sinn eigin aðgang að miðlum og flest öll með greiðan aðgang. Meirihluti foreldra fylgjast ekki með hvað börnin þeirra eru að gera á netinu og leyfa aðgang að forritum þó svo að börn þeirra hafi ekki náð aldri né þroska til þess að vera á þessum forritum. Hópþrýstingur til þess að tilheyra Börn og ungmenni vilja vera hluti af hópnum. Það þýðir að ef hópurinn er að leggja í einelti, útiloka eða baktala aðra þá fylgja þau hópnum því þá verða þau síður útilokuð. Svona eru börn og ungmenni að beygja mörkin sín til þess að þóknast hópnum og passa að hópnum sé ekki misboðið. Að auki reyna börn og ungmenni að beygja mörk jafningja sinna og reyna að fá þá til að segja eða gera eitthvað sem þeir vilja ekki. Mörg börn og ungmenni fylgja ofbeldissíðum þá aðallega á Instagram þar sem er sýnt er ofbeldishegðun og þá halda þau að það sé eina rétta leiðin til þess að leysa ágreining. Hvað getum við gert? Foreldrar þurfa fyrst og fremst fræðslu um samfélagsmiðla barna og gera sér grein fyrir alvarleikanum sem getur átt sér stað. Allskyns úrræði og leiðbeiningar eru til fyrir foreldra í neyð. Mikilvægt er fyrir börn og ungmenni að þora leitað til foreldra sinna eða einhvern sem þau treysta þegar upp koma vandamál á netinu. Við fullorðna fólkið verðum að geta veitt börnunum aðstoð og fræðslu þegar kemur að því að fóta sig á netinu í stað skammar. SAFT er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og ungmenna á Íslandi. Inn á heimasíðu SAFT má finna allskonar fróðleik fyrir foreldra til að aðstoða börn sín. Góð samskipti eru jafn mikilvæg á netinu og annars staðar. Höfundar eru nemendur á öðru ári í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Slæm samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum Þrátt fyrir marga augljósa kosti internetsins þá fylgja því því miður margar hættur. Með komu samfélagsmiðla hafa samskipti barna og ungmenna versnað og undanfarin ár hefur umræða á milli þeirra orðið fremur andstyggileg og neteinelti aukist. Það hefur haft í för með sér langvarandi áhrif á líðan og sjálfsmynd barna. Þó svo að mörg samfélagsmiðlaforrit hafa aldurstakmörk er mjög auðvelt að komast hjá þeim. Sömuleiðis er mjög auðvelt fyrir börn og ungmenna að búa til falskan aðgang og fram kemur í rannsókn sem Fjölmiðlanefnd gerði árið 2022 að 24% barna í 6-10 bekk og 45% unglinga í framhaldsskóla eru með eða hafa búið til falskan eða nafnlausan aðgang á samfélagsmiðlum. Nafnleynd getur gert það að verkum að börn og unglingar þora að segja það sem þau myndu aldrei segja við einstaklinga nema með því að fela sig bak við skjá. Mikið af því sem börn og unglingar segja undir nafnleynd er niðrandi, þau baktala aðra og leggja í einelti. Ekki þarf að leita lengi á samfélagsmiðlum til þess að finna skaðlega og niðrandi orðræðu sem börn og ungmenni skrifa og sjá. Inn á samfélagsmiðlinum TikTok, sem er nú einn vinsælasti miðillinn í dag, má sjá í ummælum undir myndböndum gríðarlegt hatur og ljót orð. „Öllum er fkn drull haltu kjafti“ er aðeins eitt dæmi af mörgum sem finna má á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlar tilvalinn vettvangur fyrir einelti Slæm samskipti barna og ungmenna á samfélagsmiðlum eru alvarleg og geta haft langvarandi áhrif á andlega heilsu og félagslega líðan. Neteinelti og slæm orðræða hefur aukist með árunum og er mikilvægt að brýna á hversu alvarlegt það getur orðið og hvaða langvarandi áhrif þau geta haft. Samfélagsmiðlar er tilvalinn vettvangur fyrir einelti þar sem auðvelt er að dreifa ljótum skilaboðum og hræðsluáróðri og bjóða þeir upp á auðveldan aðgang að fólki. Ungmenni geta verið gerendur eða þolendur þegar þeir trúa eða deila þessum upplýsingum, sem getur haft áhrif á viðhorf þeirra til annarra, sjálfsmynd eða almenna félagslega líðan. Börn og ungmenni gleypa mjög auðveldlega upplýsingar sem þau sjá á netinu og það er auðvelt að hafa áhrif og/eða breyta skoðun þeirra. Samkvæmt rannsókn Fjölmiðlanefndar (2022) eiga næstum öll börn í grunnskólum landsins síma og öll börn í framhaldsskólum landsins eiga síma. Þau hafa sinn eigin aðgang að miðlum og flest öll með greiðan aðgang. Meirihluti foreldra fylgjast ekki með hvað börnin þeirra eru að gera á netinu og leyfa aðgang að forritum þó svo að börn þeirra hafi ekki náð aldri né þroska til þess að vera á þessum forritum. Hópþrýstingur til þess að tilheyra Börn og ungmenni vilja vera hluti af hópnum. Það þýðir að ef hópurinn er að leggja í einelti, útiloka eða baktala aðra þá fylgja þau hópnum því þá verða þau síður útilokuð. Svona eru börn og ungmenni að beygja mörkin sín til þess að þóknast hópnum og passa að hópnum sé ekki misboðið. Að auki reyna börn og ungmenni að beygja mörk jafningja sinna og reyna að fá þá til að segja eða gera eitthvað sem þeir vilja ekki. Mörg börn og ungmenni fylgja ofbeldissíðum þá aðallega á Instagram þar sem er sýnt er ofbeldishegðun og þá halda þau að það sé eina rétta leiðin til þess að leysa ágreining. Hvað getum við gert? Foreldrar þurfa fyrst og fremst fræðslu um samfélagsmiðla barna og gera sér grein fyrir alvarleikanum sem getur átt sér stað. Allskyns úrræði og leiðbeiningar eru til fyrir foreldra í neyð. Mikilvægt er fyrir börn og ungmenni að þora leitað til foreldra sinna eða einhvern sem þau treysta þegar upp koma vandamál á netinu. Við fullorðna fólkið verðum að geta veitt börnunum aðstoð og fræðslu þegar kemur að því að fóta sig á netinu í stað skammar. SAFT er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og ungmenna á Íslandi. Inn á heimasíðu SAFT má finna allskonar fróðleik fyrir foreldra til að aðstoða börn sín. Góð samskipti eru jafn mikilvæg á netinu og annars staðar. Höfundar eru nemendur á öðru ári í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun