Íslenski boltinn

Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út

Valur Páll Eiríksson skrifar
Daníel í bikarúrslitaleik sumarsins.
Daníel í bikarúrslitaleik sumarsins. Vísir

Fótboltamaðurinn Daníel Hafsteinsson er sagður hafa slitið samningi sínum við KA á Akureyri. Hugurinn leiti út fyrir landssteinana.

Fótbolti.net greinir frá. Daníel hafi nýtt sér riftunarákvæði í samningi sínum við uppeldisfélagið og freisti þess að komast að í atvinnumennsku. Daníel lék með Helsingborg í Svíþjóð árið 2019 en sú dvöl var skammvinn.

Hann sneri heim til Íslands og lék með FH, áður en hann fór heim, norður til KA. Hann varð bikarmeistari með liðinu í sumar.

Í frétt Fótbolti.net er það sagt mögulegt að Daníel semji aftur við KA en hann hafi ákveðið að fara þessa leið til að ýta undir möguleikana á að komast að erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×