Handbolti

Melsungen endur­heimti topp­sætið án Arnars

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Elvar Örn Jónsson spilaði og skoraði þrjú mörk í dag. Samlandi hans og liðsfélagi, Arnar Freyr Arnarsson, var ekki með. 
Elvar Örn Jónsson spilaði og skoraði þrjú mörk í dag. Samlandi hans og liðsfélagi, Arnar Freyr Arnarsson, var ekki með.  Getty/Swen Pförtner

Melsungen endurheimti efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með 32-27 sigri gegn Erlangen. Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk úr jafnmörgum skotum fyrir Melsungen.

Melsungen var með yfirhöndina frá upphafi og hleypti gestaliðinu aldrei nálægt sér. Fimm marka munur í hálfleik og fimm marka sigur varð niðurstaðan, afar öruggt gegn Erlangen sem situr í 16. sæti deildarinnar með aðeins tvö stig.

Melsungen er sem áður segir í efsta sæti, með 16 stig eftir 9 leiki. Burgdorf kemur þar á eftir með 15 stig. Ríkjandi meistarar Magdeburg eru þar á eftir með 12 stig en hafa aðeins spilað 7 leiki og gætu því komist í efsta sætið með sigrum þar.

Arnar Freyr Arnarsson var ekki í leikmannahópi Melsungen í dag. Þeir Elvar voru báðir með í leiknum gegn Val síðasta þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×