Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Bjarki Sigurðsson skrifar 29. október 2024 21:01 Bryndís Ýr Pétursdóttir er formaður foreldrafélags Laugalækjarskóla. Vísir/Einar Verkföll kennara í níu skólum hófust í dag. Kennarasambandið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagið Skagafjörð um tilraun til verkfallsbrota. Stefnt var að því að hafa leikskólann Ársali á Sauðárkróki opinn í dag þrátt fyrir verkfallsboð og átti að taka á móti þriðjungi barnahópsins. Kennarasambandið stóð að verkfallsvörslu við leikskólann og varð því ekkert af opnun, þó Samband íslenskra sveitarfélaga telji hana löglega. „Þeir ætluðu bara að vinna sín störf. Það var búið að skipuleggja starfið í leikskólanum þannig að það var búið að fækka börnum og aðlaga starfsemina að því að það væri hægt að hafa einhverja starfsemi í gangi,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Ívar Fannar Í viðmiðunarreglum KÍ segir að ekki sé heimilt að taka börn inn á deildir þar sem deildarstjórinn er í verkfalli. Á Ársölum eru tíu af ellefu deildarstjórum í verkfalli en að mati sveitarfélaganna eru fordæmi fyrir því að almennir starfsmenn vinni þó deildarstjóri sé ekki á svæðinu. „Leikskólastjórarnir eru allir við störf. Og þeir hafa heimild til að ganga í störf sinna undirmanna. Þannig já, það er hægt að halda uppi ákveðinni starfsemi sem miðast við þann mannskap sem ekki er í verkfalli,“ segir Inga. Kennarar Laugalækjarskóla eru í verkfalli næstu þrjár vikurnar og engin kennsla þar í dag. Bryndís Ýr Pétursdóttir, formaður foreldrafélags Laugarlækjarskóla og móðir barns í tíunda bekk, hefur miklar áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað er þetta ósanngjarnt fyrir þau. Þegar þar að kemur munu framhaldsskólar ekkert taka tillit til þessa hóps sem lenti í þessu verkfalli,“ segir Bryndís. Krakkar á þessum aldri séu ólíklegir til þess að reyna að fylgja námskrá og halda sig við efnið á meðan verkföllin standa yfir. „Mér þykir ekkert ólíklegt að þetta verði svolítið litað af þessu, hanga og horfa á einhverja þætti. Vaka frameftir og sofa lengur inn í daginn,“ segir Bryndís. Deiluaðilar funda næst hjá Ríkissáttasemjara á morgun en þeir eiga langt í land. Viðræður mjakast afar hægt áfram. Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Leikskólar Skagafjörður Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Framhaldsskólar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Stefnt var að því að hafa leikskólann Ársali á Sauðárkróki opinn í dag þrátt fyrir verkfallsboð og átti að taka á móti þriðjungi barnahópsins. Kennarasambandið stóð að verkfallsvörslu við leikskólann og varð því ekkert af opnun, þó Samband íslenskra sveitarfélaga telji hana löglega. „Þeir ætluðu bara að vinna sín störf. Það var búið að skipuleggja starfið í leikskólanum þannig að það var búið að fækka börnum og aðlaga starfsemina að því að það væri hægt að hafa einhverja starfsemi í gangi,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Ívar Fannar Í viðmiðunarreglum KÍ segir að ekki sé heimilt að taka börn inn á deildir þar sem deildarstjórinn er í verkfalli. Á Ársölum eru tíu af ellefu deildarstjórum í verkfalli en að mati sveitarfélaganna eru fordæmi fyrir því að almennir starfsmenn vinni þó deildarstjóri sé ekki á svæðinu. „Leikskólastjórarnir eru allir við störf. Og þeir hafa heimild til að ganga í störf sinna undirmanna. Þannig já, það er hægt að halda uppi ákveðinni starfsemi sem miðast við þann mannskap sem ekki er í verkfalli,“ segir Inga. Kennarar Laugalækjarskóla eru í verkfalli næstu þrjár vikurnar og engin kennsla þar í dag. Bryndís Ýr Pétursdóttir, formaður foreldrafélags Laugarlækjarskóla og móðir barns í tíunda bekk, hefur miklar áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað er þetta ósanngjarnt fyrir þau. Þegar þar að kemur munu framhaldsskólar ekkert taka tillit til þessa hóps sem lenti í þessu verkfalli,“ segir Bryndís. Krakkar á þessum aldri séu ólíklegir til þess að reyna að fylgja námskrá og halda sig við efnið á meðan verkföllin standa yfir. „Mér þykir ekkert ólíklegt að þetta verði svolítið litað af þessu, hanga og horfa á einhverja þætti. Vaka frameftir og sofa lengur inn í daginn,“ segir Bryndís. Deiluaðilar funda næst hjá Ríkissáttasemjara á morgun en þeir eiga langt í land. Viðræður mjakast afar hægt áfram.
Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Leikskólar Skagafjörður Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Framhaldsskólar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira