Skagafjörður

Fréttamynd

Mættu í flugbúningi á sveitaböllin og áttu séns

Síldarleit frá Miklavatni í Fljótum lagði grunninn að Loftleiðaævintýrinu. Þrír ungir menn höfðu eftir flugnám í Kanada flutt einshreyfils flugvél heim með sér til Íslands í von um samstarf við Flugfélag Íslands. Þegar sú von brást stofnuðu þeir Loftleiðir árið 1944 og hófu eigin flugrekstur.

Innlent
Fréttamynd

Bjóða bændum þyrluflug í smala­mennsku fyrir slikk

Þyrluflugfélagið HeliAir Iceland hefur boðist til að létta bændum við Eyjafjörð smalamennskuna þetta haustið. Bændum býðst þyrluflug upp á fjöll og lengst inn í dali Tröllaskaga fyrir tvöþúsund krónur túrinn á mann.

Innlent
Fréttamynd

Staða vegarins „graf­al­var­­leg“ og boðar til nefndar­fundar

Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, hefur boðað til sérstaks fundar í nefndinni til að ræða bágt ástand Siglufjarðarvegar. Hann segir stöðuna grafalvarlega og vill sjá boruð jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta sem fyrst. 

Innlent
Fréttamynd

Fjögurra daga hraustur drengur hætti skyndi­lega að anda

Elías Andri Óskarsson, íbúi á Sauðárkróki, segir margar tilviljanir hafa orðið til þess að ekki fór verr síðastliðinn sunnudag þegar fjögurra daga gamall sonur hans hætti skyndilega að anda. Um tíma var óttast að hann væri að deyja, en sem betur fer heilsast honum vel í dag.

Innlent
Fréttamynd

Refasveitarvegur

Vegagerðin fær miklar þakkir fyrir að leggja sléttan, breiðan og góðan veg um Refasveitina miðja frá þjóðvegi 1 að tveimur brúm yfir Laxá á Refasveit, nýja brú út á Skagaströnd en hina á veginum upp í Norðurárdal og þaðan yfir Biskupsleiti austur í Skagafjörð.

Skoðun
Fréttamynd

Hjól­hýsið fuðraði upp

Hjólhýsi í Löngumýri í Skagafirði brann til kaldra kola í dag. Slökkviliðsstjóri segir milid að ekki hafi farið verr enda enginn í hýsinu þegar eldur kviknaði og engin önnur tjöld eða hjólhýsi í hættu. 

Innlent
Fréttamynd

Búið að af­vopna neyt­endur

Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda. 

Neytendur
Fréttamynd

Þaul­skipu­lagt af hags­muna­aðilum og þeirra full­trúum á þingi

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis á hlut í félagi sem Kaupfélag Skagfirðinga er að kaupa. Kaupin ganga í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna breytinga á búvörulögum sem atvinnuveganefnd gerði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir um skipulagða aðgerða hagsmunaaðila og fulltrúa þeirra á þingi að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Dýr­mætu vasaúri og silfurfesti stolið af byggða­safni

Vasaúri og úrfesti úr silfri var stolið af Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ á Langholti í Skagafirði. Úrið og úrfestin voru í eigu Björns Pálssonar á Miðsitju en hann fékk festina frá móður sinni í tvítugsafmælisgjöf árið 1926. Starfsfólk safnsins tók eftir því að gripinn vantaði í gærkvöldi. 

Innlent
Fréttamynd

Opna í há­deginu vegna skorts á sumarstarfsfólki

Ráðningar í sumarstörf í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð hafa ekki gengið sem skyldi og þarf að grípa til breytinga á opnunartíma þar sem ekki hefur tekist að manna allar stöður. Á virkum dögum verður sundlaugin ekki opnuð fyrr en klukkan tólf.

Innlent
Fréttamynd

Sungið og sungið á Sauð­ár­króki

Það er mikið sungið á Sauðárkróki þessa dagana en ástæðan er sú að leikfélag staðarins er að sýna Litlu hryllingsbúðina. Þrettán leikarar taka þátt í sýningunni en alls koma um fjörutíu manns að sýningunni á einn eða annan hátt.

Lífið
Fréttamynd

Hríðar­veður og erfitt yfir­ferðar á Norður­landi í dag

Varað er við hríðarveðri og allhvössum vindi yfir miðjan daginn á Norðurlandi. Búast má því að það verði víða blint og erfitt yfirferðar norðanlands. Einkum í Húnaþingi og Skagafirði, en einnig við utanverðan Eyjafjörð og austur með ströndinni.

Veður
Fréttamynd

Snjó­flóðið reyndist vera stór skafl

Björgunarsveitir á Tröllaskaga voru kallaðar út í dag um klukkan hálf tvö vegna snjóflóðs á Siglufjarðarvegi. Ofanflóðasérfræðingur á Veðurstofunni segir að öllum líkindum hafi ekki verið snjóflóð. Það sé afar slæm færð á veginum og óvissustig en tilkynningin hafi borist um hættu utan þess svæðis. 

Innlent
Fréttamynd

Öxnadalsheiðin á­fram lokuð en Fjarðarheiðin opnaði í kvöld

Ekki náðist að opna Öxnadalsheiði í dag en reiknað er með að hún verði opnuð í fyrramálið þegar veður skánar. Vegurinn um Fjarðarheiði opnaði í kvöld eftir að hafa verið lokaður í fjóra daga. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir von á hvelli í kvöld en það veður verði mun skárra á morgun.

Innlent