Ætluðu að hringsóla yfir Eyjar þegar flugvélarnar skullu saman Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. október 2024 11:07 Á flugleið vélanna á Flightradar má sjá hvar og hvernig þær rekast saman í loftinu. Hægra meginn sjást skemmdir á stéli vélarinnar sem var fyrir framan. Vísir Flugmenn tveggja flugvéla sem rákust saman í samflugi yfir Vestmannaeyjum ætluðu að fljúga í hring yfir Vestmannaeyjar þegar vélarnar rákust saman. Þeir létu flugumferðarstjórn ekki vita af árekstrinum fyrr en skemmdir á vélunum komu í ljós á Keflavíkuflugvelli. Tvær einkaflugvélar rákust saman á flugi við Vestmannaeyjar í febrúar síðastliðnum. Flugmaður og farþegi voru í annarri vélinni en aðeins flugmaður í hinni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið rannsókn á atvikinu. Í skýrslu RNSA segir að vélarnar hafi verið í svokölluðu ferjuflugi frá Belfast til Keflavíkur. Báðar vélarnar hafi verið af sömu gerð, King Air B200. Lagt hafi verið af stað frá Belfast klukkan 14:00. Fram kemur að báðir flugmenn hafi fengið leyfi um 16:27 til þess að færa sig neðar í lofthelginni, úr blindflugi yfir í svokallað sjónflug. Klukkan 16:31 hafi annar flugmaðurinn tilkynnt flugumferðarstjórn að vélarnar væru í samflugi, og aðeins 2000 fet væru á milli vélanna. Þá voru þeir suðaustan við Vík. Veðurskilyrði með besta móti Klukkan 16:33 var bilið milli vélanna orðið 0.01 NM (18 metrar) og næstu níu mínúturnar var það á bilinu 0.01 NM til 0.03 NM (18 - 56 metrar). Þá flugu þeir yfir Vík og Skóga og beygðu svo suður í átt að Vestmannaeyjum. Samkvæmt flugmönnunum voru veðurskilyrði með allra besta móti við Vestmannaeyjar. Klukkan 16:42:06 voru vélarnarnar rétt norðan við Heimaey, en ákvörðun hafði verið tekin um að fljúga hring yfir Vestmannaeyjar. Fremri vélin, sem var vinstra megin við aftari vélina og örlítið ofar, beygði þá til vinstri. Flugmaður aftari vélarinnar beygði þá einnig til vinstri, gaf aðeins í og ætlaði að lyfta vélinni örlítið. Skemmdir urðu á vinstri hreyfli aftari vélarinnar.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Þá fann hann fyrir vindhviðu frá fremri flugvélinni, sem olli því að að flugvél hans sveigði meira til vinstri en áætlað var, og nálgaðist hina vélina óðfluga. Flugmaðurinn segist hafa brugðist við með því að reyna beygja til hægri og bremsa. Það hafi hins vegar ekki tekist, en vinstri hreyfill aftari vélarinnar skall svo í stél fremri vélarinnar hægra meginn. Samkvæmt gögnum frá flugumferðarstjórn er talið líklegt að slysið hafi orðið klukkan 16:42:13. Skemmdir urðu á bæði hreyflinum og stélinu. Tilkynntu ekki um slysið Eftir áreksturinn dró flugmaður aftari vélarinnar úr hraðanum og fjarlægðist hinni vélinni. Þá hafi hann dregið úr kraftinum í vinstri hreyfli, þar sem hann hafði orðið fyrir skemmdum. Flugmennirnir voru svo í samskiptum og reyndu að meta skemmdirnar, en héldu fluginu svo áfram. Stélið á fremri vélinni.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Klukkan 16:44 hafði flugumferðarstjórn samband við báða flugmennina og sagði þeim hvert þeir ættu að fljúga. Hvorugur flugmaðurinn minntist á áreksturinn. Þeir segjast hafa verið uppteknir við að fylgjast með ástandi vélanna og að lenda þeim örugglega. Báðir flugmenn höfðu öll tilskylin leyfi og reynslu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar að flugmenn skuli alltaf láta flugumferðarstjórn vita af öllum árekstrum og óhöppum sem verða, meðal annars svo að viðbragðsaðilar geti verið í viðbragðsstöðu. Vestmannaeyjar Samgönguslys Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rannsókn á árekstri flugvélanna á frumstigi Rannsókn á árekstri tveggja flugvéla við Vestmannaeyjar á sunnudag er á frumstigi. Ekki er ljóst hvenær skýrsla um málið verður gefin út af Rannsóknarnefnd samgönguslysa. 15. febrúar 2024 15:45 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Tvær einkaflugvélar rákust saman á flugi við Vestmannaeyjar í febrúar síðastliðnum. Flugmaður og farþegi voru í annarri vélinni en aðeins flugmaður í hinni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur lokið rannsókn á atvikinu. Í skýrslu RNSA segir að vélarnar hafi verið í svokölluðu ferjuflugi frá Belfast til Keflavíkur. Báðar vélarnar hafi verið af sömu gerð, King Air B200. Lagt hafi verið af stað frá Belfast klukkan 14:00. Fram kemur að báðir flugmenn hafi fengið leyfi um 16:27 til þess að færa sig neðar í lofthelginni, úr blindflugi yfir í svokallað sjónflug. Klukkan 16:31 hafi annar flugmaðurinn tilkynnt flugumferðarstjórn að vélarnar væru í samflugi, og aðeins 2000 fet væru á milli vélanna. Þá voru þeir suðaustan við Vík. Veðurskilyrði með besta móti Klukkan 16:33 var bilið milli vélanna orðið 0.01 NM (18 metrar) og næstu níu mínúturnar var það á bilinu 0.01 NM til 0.03 NM (18 - 56 metrar). Þá flugu þeir yfir Vík og Skóga og beygðu svo suður í átt að Vestmannaeyjum. Samkvæmt flugmönnunum voru veðurskilyrði með allra besta móti við Vestmannaeyjar. Klukkan 16:42:06 voru vélarnarnar rétt norðan við Heimaey, en ákvörðun hafði verið tekin um að fljúga hring yfir Vestmannaeyjar. Fremri vélin, sem var vinstra megin við aftari vélina og örlítið ofar, beygði þá til vinstri. Flugmaður aftari vélarinnar beygði þá einnig til vinstri, gaf aðeins í og ætlaði að lyfta vélinni örlítið. Skemmdir urðu á vinstri hreyfli aftari vélarinnar.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Þá fann hann fyrir vindhviðu frá fremri flugvélinni, sem olli því að að flugvél hans sveigði meira til vinstri en áætlað var, og nálgaðist hina vélina óðfluga. Flugmaðurinn segist hafa brugðist við með því að reyna beygja til hægri og bremsa. Það hafi hins vegar ekki tekist, en vinstri hreyfill aftari vélarinnar skall svo í stél fremri vélarinnar hægra meginn. Samkvæmt gögnum frá flugumferðarstjórn er talið líklegt að slysið hafi orðið klukkan 16:42:13. Skemmdir urðu á bæði hreyflinum og stélinu. Tilkynntu ekki um slysið Eftir áreksturinn dró flugmaður aftari vélarinnar úr hraðanum og fjarlægðist hinni vélinni. Þá hafi hann dregið úr kraftinum í vinstri hreyfli, þar sem hann hafði orðið fyrir skemmdum. Flugmennirnir voru svo í samskiptum og reyndu að meta skemmdirnar, en héldu fluginu svo áfram. Stélið á fremri vélinni.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Klukkan 16:44 hafði flugumferðarstjórn samband við báða flugmennina og sagði þeim hvert þeir ættu að fljúga. Hvorugur flugmaðurinn minntist á áreksturinn. Þeir segjast hafa verið uppteknir við að fylgjast með ástandi vélanna og að lenda þeim örugglega. Báðir flugmenn höfðu öll tilskylin leyfi og reynslu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar að flugmenn skuli alltaf láta flugumferðarstjórn vita af öllum árekstrum og óhöppum sem verða, meðal annars svo að viðbragðsaðilar geti verið í viðbragðsstöðu.
Vestmannaeyjar Samgönguslys Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rannsókn á árekstri flugvélanna á frumstigi Rannsókn á árekstri tveggja flugvéla við Vestmannaeyjar á sunnudag er á frumstigi. Ekki er ljóst hvenær skýrsla um málið verður gefin út af Rannsóknarnefnd samgönguslysa. 15. febrúar 2024 15:45 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Rannsókn á árekstri flugvélanna á frumstigi Rannsókn á árekstri tveggja flugvéla við Vestmannaeyjar á sunnudag er á frumstigi. Ekki er ljóst hvenær skýrsla um málið verður gefin út af Rannsóknarnefnd samgönguslysa. 15. febrúar 2024 15:45