Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2025 12:20 Í gærkvöldi féllu tvö snjóflóð við Ólafsvíkurenni, meðal annars yfir veg. aðsend Fjórtán íbúar á Patreksfirði, sem þurftu að yfirgefa heimili sín í gær vegna snjóflóðahættu, hafa nú mátt snúa heim eftir á hættustigi var aflétt. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn víða í gildi en Veðurstofunni er kunnugt um nokkur krapaflóð sem hafa fallið frá því í gær, meðal annars yfir vegi á Vesturlandi og á Austfjörðum. Varðskip Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu fyrir vestan og almenningur er hvattur til að fylgjast vel með færð enda geti vegir lokast vegna ofanflóða. Í kjölfar hlýinda og rigninga hafa krapaflóð fallið á Austfjörðum í nótt, meðal annars í Berufirði, við Stöðvarfjörð og í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Óvissustig vegna ofanflóða er enn í gildi á Sunnan verðum Vestfjörðum, Vesturlandi og á Austfjörðum. Heiður Þórisdóttir, sérfræðingur á snjóflóðavakt veðurstofunnar, segir Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um nokkur krapaflóð sem fallið hafa frá því í gær. „Það hafa nokkur krapaflóð á sunnanverðum Austfjörðum yfir vegi. Í sunnan verðum Fáskrúðsfirði, og sunnar en það, Stöðvarfirði, Berufirði og fleira. Svo í gærkvöldi féllu tvö snjóflóð í Ólafsvíkurenni fyrir vestan. Það eru helstu tilkynningarnar um flóð sem við höfum fengið,” segir Heiður. Vegfarendur og ferðamenn eru sem fyrr hvattir til að sýna aðgæslu á stöðum þar sem grjót getur fallið og nærri vatnsfarvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður. Engar formlegar rýmingar eru lengur í gildi en þó mikilvægt að gera varúðarráðstafanir á ákveðnum svæðum að sögn Heiðar. „Bæði í húsum á Patreksfirði og á Stöðvarfirði næst krapaflóðafarvegum, og í Ólafsvík þá er atvinnuhúsareitur undir Ólafsvíkurenni og þau hús eru öll mannlaus,“ segir Heiður. „Nú er þessi varúð sem tekur við sem felst í því að íbúar sem búa næst þessum farvegum fari varlega í kringum farvegina og séu ekki að dvelja í herbergjum sem eru með glugga sem vísa í átt að fjallshlíðinni,“ segir Heiður. Áfram er mælst til þess að vegfarendur og aðrir fari varlega í grennd við vatnsfarvegi þar sem aukin hætta er á krapaflóðum og eins undir bröttum hlíðum þar sem aur- og grjótskriður gætu fallið. Rýming gekk vel á Patreksfirði Í gærkvöldi voru sex hús rýmd á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu og gekk rýming vel að sögn Hlyns Hafberg Snorrasonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vestfjörðum. „Það var ákveðið að rýma sex hús plús bæjarskrifstofu Vesturbyggðar og það þurftu fjórtán manns að yfirgefa heimili sín. Níu af þeim fóru í gistingu á vegum sveitarfélagsins en hinir fóru til vina og vandamanna. Þetta gekk allt mjög vel fyrir sig,“ segir Hlynur. Hættustigi var aflýst skömmu fyrir hádegi í dag og hefur fólkið því færi á að snúa aftur heim. „Það mátti alveg búast við því að það yrði rof á samgöngum í þessum aðstæðum. Landhelgisgæslan, sem fyrr, bregst alltaf vel við og sendi varðskipið Þór til okkar í gærkvöldi og það skip er nú úti á flóanum okkur til halds og trausts ef einhver veikindi eða slys eða eitthvað annað kæmi uppá og fjallvegir eða vegir á milli byggðalaga eru lokaðir. Annað hvort vegna óveðurs eða ofanflóðahættu,“ segir Hlynur. Hlynur og Heiður hvetja bæði alla sem eru á ferð milli byggðalaga til að fylgjast vel með færð á vef Vegagerðarinnar enda geta vegir lokast ef flóð falla yfir vegi eða hætta talin mikil á ofanflóðum. Vesturbyggð Fjallabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Almannavarnir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Í kjölfar hlýinda og rigninga hafa krapaflóð fallið á Austfjörðum í nótt, meðal annars í Berufirði, við Stöðvarfjörð og í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Óvissustig vegna ofanflóða er enn í gildi á Sunnan verðum Vestfjörðum, Vesturlandi og á Austfjörðum. Heiður Þórisdóttir, sérfræðingur á snjóflóðavakt veðurstofunnar, segir Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um nokkur krapaflóð sem fallið hafa frá því í gær. „Það hafa nokkur krapaflóð á sunnanverðum Austfjörðum yfir vegi. Í sunnan verðum Fáskrúðsfirði, og sunnar en það, Stöðvarfirði, Berufirði og fleira. Svo í gærkvöldi féllu tvö snjóflóð í Ólafsvíkurenni fyrir vestan. Það eru helstu tilkynningarnar um flóð sem við höfum fengið,” segir Heiður. Vegfarendur og ferðamenn eru sem fyrr hvattir til að sýna aðgæslu á stöðum þar sem grjót getur fallið og nærri vatnsfarvegum þar sem krapaspýjur geta borist niður. Engar formlegar rýmingar eru lengur í gildi en þó mikilvægt að gera varúðarráðstafanir á ákveðnum svæðum að sögn Heiðar. „Bæði í húsum á Patreksfirði og á Stöðvarfirði næst krapaflóðafarvegum, og í Ólafsvík þá er atvinnuhúsareitur undir Ólafsvíkurenni og þau hús eru öll mannlaus,“ segir Heiður. „Nú er þessi varúð sem tekur við sem felst í því að íbúar sem búa næst þessum farvegum fari varlega í kringum farvegina og séu ekki að dvelja í herbergjum sem eru með glugga sem vísa í átt að fjallshlíðinni,“ segir Heiður. Áfram er mælst til þess að vegfarendur og aðrir fari varlega í grennd við vatnsfarvegi þar sem aukin hætta er á krapaflóðum og eins undir bröttum hlíðum þar sem aur- og grjótskriður gætu fallið. Rýming gekk vel á Patreksfirði Í gærkvöldi voru sex hús rýmd á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu og gekk rýming vel að sögn Hlyns Hafberg Snorrasonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vestfjörðum. „Það var ákveðið að rýma sex hús plús bæjarskrifstofu Vesturbyggðar og það þurftu fjórtán manns að yfirgefa heimili sín. Níu af þeim fóru í gistingu á vegum sveitarfélagsins en hinir fóru til vina og vandamanna. Þetta gekk allt mjög vel fyrir sig,“ segir Hlynur. Hættustigi var aflýst skömmu fyrir hádegi í dag og hefur fólkið því færi á að snúa aftur heim. „Það mátti alveg búast við því að það yrði rof á samgöngum í þessum aðstæðum. Landhelgisgæslan, sem fyrr, bregst alltaf vel við og sendi varðskipið Þór til okkar í gærkvöldi og það skip er nú úti á flóanum okkur til halds og trausts ef einhver veikindi eða slys eða eitthvað annað kæmi uppá og fjallvegir eða vegir á milli byggðalaga eru lokaðir. Annað hvort vegna óveðurs eða ofanflóðahættu,“ segir Hlynur. Hlynur og Heiður hvetja bæði alla sem eru á ferð milli byggðalaga til að fylgjast vel með færð á vef Vegagerðarinnar enda geta vegir lokast ef flóð falla yfir vegi eða hætta talin mikil á ofanflóðum.
Vesturbyggð Fjallabyggð Snjóflóð á Íslandi Veður Almannavarnir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira