Íslenski boltinn

Þor­lákur tekinn við ÍBV

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mættur til Eyja.
Mættur til Eyja. ÍBV

Þorlákur Árnason mun stýra ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Hann er reynslumikill þjálfari sem hefur undanfarið þjálfað í efstu deild kvenna í Portúgal.

Hermann Hreiðarsson sagði starfi sínu lausu eftir að hafa stýrt Eyjamönnum upp úr Lengjudeildinni í ár. Nú hefur hinn 55 ára gamli Þorlákur verið ráðinn í hans stað.

Láki eins og Þorlákur er nær alltaf kallaður hér hefur þjálfað Val og Fylki í karlaflokki hér á landi ásamt því að þjálfa yngri landslið og gera Stjörnuna að einu besta kvennaliði landsins þar sem hann vann tvo Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla.

Þá hefur hann starfað í Svíþjóð, Hong Kong og nú síðast Portúgal. Áður en hann tók við Damaiense í Portúgal á síðasta ári þá þjálfaði hann Þór Akureyri í Lengjudeild karla.

Þorlákur skrifar undir þriggja ára samning í Eyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×