Fótbolti

Arnór Ingvi skoraði eitt og annað dæmt af

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnór Ingvi skorað mikilvægt mark í kvöld.
Arnór Ingvi skorað mikilvægt mark í kvöld. @ifknorrkoping

Arnór Ingvi Traustason átti virkilega góðan leik þegar Norrköping gerði 1-1 jafntefli við Brommapojkarna í efstu deild sænsku knattspyrnunnar í kvöld. Arnór Ingvi skoraði mark sinna manna og bætti öðru við sem var því miður dæmt af vegna rangstöðu.

Það voru gestirnir í Brommapojkarna sem komust yfir á 19. mínútu leiksins en í uppbótartíma fyrri hálfleiks jafnaði Arnór Ingvi metin með góðum skalla af stuttu færi og staðan 1-1 í hálfleik.

Snemma í síðari hálfleik hélt Arnór Ingvi að hann hefði komið heimamönnum yfir en markið dæmt af vegna naumrar rangstöðu og lokatölur leiksins því 1-1 jafntefli. Arnór Ingvi spilaði allan leikinn á miðju Norrköping.

Norrköping er nú í 12. sæti með 28 stig þegar þrjár umferðir eru til loka tímabilsins. Arnór Ingvi og félagar eru aðeins fimm stigum frá fallsæti og aðeins einu stigi frá umspilssæti en þriðja neðsta lið efstu deildar mætir þriðja efsta liði B-deildar í leik um sæti í efstu deild að ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×