Boxstjórnandi sem hleypti upp Ólympíuleikum nátengdur Kreml Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2024 07:02 Ásakanir Alþjóðahnefaleikasambands Umars Kremlev (t.v.) um Imane Khelif (t.v.) hleypti öllu í bál og brand á Ólympíuleikunum í sumar. Vísir Siðafár sem var búið til í kringum tvær hnefaleikakonur á Ólympíuleikunum í sumar var runnið undan rifjum sambands sem lýtur stjórn rússnesks glæpamanns með náin tengsl við stjórnvöld í Kreml. Rússland var meinuð þátttaka á leikunum og er sagt hafa viljað hleypa þeim upp af þeim sökum. Deilur og svívirðingar vegna kynferðis hnefaleikakvennanna tveggja skyggðu á keppnina í París í sumar. Fjarhægristjórnmálamenn eins og Donald Trump og menningarstríðfólk eins og rithöfundurinn J.K. Rowling fullyrtu að konurnar væru í raun karlar sem berðu konur. Fullyrðingar þeirra byggðust á loðnum yfirlýsingum Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) um að þær Imane Khelif frá Alsír og Lin Yu-ting frá Taívan hefðu fallið á einhvers konar kynjaprófi á heimsmeistaramóti sem það hélt í fyrra. Ásakanirnar virðast hafa verið leið rússnesks forseta IBA til þess að ná sér niður á Ólympíuleiknum sem Rússland fékk ekki að keppa á vegna lyfjasvindls og innrásarstríðs. Forsetinn er með langa sakaskrá og er nátengdur stjórnvöldum í Kreml. Hann hafði einnig horn í síðu Ólympíuleikana vegna þess að samband hans hafði verið sett út af sakramentinu. Flaug niður lyftugöng í forsetakjörinu IBA hefur verið gegnsýrt spillingu um árabil. Hún leiddi til atgervisflótta aðildarríkja og að Alþjóðaólympíunefndin bannaði sambandinu að skipuleggja hnefaleikakeppnina á Ólympíuleikunum í Tókyó 2021 og í París í sumar. Í ítarlegri umfjöllun Washington Post er rakið hvernig mútuþægni grasseraði innan sambandsins í tengslum við kosningar til trúnaðarstarfa og úrslitum bardaga var hagrætt. Mest sláandi dæmið var þegar fulltrúi Malí fannst látinn í lyftugöngum á hóteli í Dóminíska lýðveldinu þegar forsetakjör IBA fór fram árið 2006. Þúsundir dollara af óræðum uppruna fundust á líki mannsins. Fjöldi fulltrúa á þingi sambandsins taldi að Malímaðurinn hefði falast eftir mútum frá báðum fylkingum í forsetakjörinu og að annar þeirra hafi ekki kunnað að meta það. Enginn var þó ákærður vegna dauða mannsins. Einn forseti IBA sagði af sér í skugga dómarahneyksla á Ólympíuleiknum í Ríó árið 2016 en ekki tók skárra við því eftirmaðurinn, Úsbekinn Gafur Rakhimov, var talinn einn helsti glæpamaður heimalands síns og umsvafamikill í heróinviðskiptum af bandarískum stjórnvöldum. Lin Yu-ting (í rauðu) eftir sigur í fyrri umferðum á Ólympíuleikunum í París í sumar.Vísir/Getty Í náðinni í Kreml Þegar Umar Kremlev bauð sig fram til forseta IBA árið 2020 hét hann því að hreinsa til innan sambandsins þrátt fyrir að hann væri sjálfur á sakaskrá í Rússlandi. Kremlev hafði verið hnefaleikamótshaldari í Rússlandi og virðist vel tengdur ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta. Fyrirtæki í eigu Kremlev var falið að stýra landslottói Rússlands og fyrr í þessum mánuði fékk hann upp í hendurnar stærsta bílaumboð landsins í eigu auðkýfings í útlegð sem rússnesk stjórnvöld lögðu hald á í fyrra. Eftir að Kremlev tók við stjórnartaumunum í IBA fékk hann rússneska ríkisorkufyrirtækið Gazprom sem styrktaraðila sambandsins. Umar Kremlev (t.v.). forseti Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) er vel tengdur við rússnesku yfirstéttina. Fyrirtæki hans hafa fengið feita bitlinga og ríkisorkufyrirtækið Gazprom styrkti IBa eftir að Kremlev tók við því.Vísir/EPA Liður í því að hvítþvo ímynd IBA var að ráða Richard McLaren, manninn sem rannsakaði stórfellt og skipulagt lyfjamisferli rússneskra íþróttamanna sem leiddi til þess að Rússland var bannað á Ólympíuleikum, til þess að fara ofan í saumana á því sem hafði gengið á innan veggja sambandsins. Rannsókn McLaren afhjúpaði alls kyns spillingu sem hafði viðgengist hjá IBA. Hún snerti hins vegar ekki á sakaferli Kremlevs sjálfs sem var þar að auki lofaður fyrir framtakssemi sína í að uppræta spillingu. Allt kom þó fyrir ekki. Alþjóðaólympíunefndin hélt IBA áfram úti í kuldanum vegna spillingar og óstjórnar. Kremlev brást við með því að níða skóinn af Thomas Bach, forseta Ólympíunefndarinnar, sem hann kallaði meðal annars „yfirhommann“. Þá hvatti hann íþróttamenn til þess að sniðganga leikana og taka frekar þátt í Heimsvináttuleikunum sem Rússar efndu til á sínum tíma til höfuðs Ólympíuleiknum. Á allra vörum eftir að andstæðingurinn gafst upp Ákvörðun IBA um að dæma þær Khelif og Lin úr leik á heimsmeistaramótinu vakti litla athygli á sínum tíma. Þegar Ólympíuleikarnir hófust fóru lítt þekktir vefmiðlar að fjalla um íþróttakonurnar, þar á meðal bresk vefsíða sem Kremlev hafði keypt. Þegar ítalska hnefaleikakonana Angela Carini gafst upp innan við mínútu eftir að bardagi hennar við Khelif hófst og bar því við að hún hefði aldrei orðið fyrir eins þungum höggum varð nafn Khelif á allra vörum. Hún mátti þola að hálf heimsbyggðin velti vöngum yfir því hvort hún væri raunverulega kona. Kremlev gekk á lagið og hét Carini og úsbeskri hnefaleikakonu sem tapaði fyrir Lin verðlaunafé frá IBA eins og þær hefðu unnið til gullverðlauna. Andstæðingar kvennanna tveggja úthúðuðu Ólympíuleikunum fyrir að leyfa þeim að keppa og þannig setja aðra keppendur í meinta hættu. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna og þekktur andstæðingur trans fólks, sakaði skipuleggjendur leikanna um að „njóta þjáningar“ konu sem „hann“, með vísun til Khelif, hefði kýlt í höfuðið. Engar sannanir eða vanalegt ferli Fullyrðingar Kremlev og IBA um kynferði Khelif og Lin hafa engu að síður aldrei verið rökstuddar frekar og virðast hafa átt sér aðrar hvatir en faglegar. Rétt áður en Khelif var dæmd úr leik á heimsmeistaramótinu hafði hún nefnilega borið sigurorð af Azaliu Amineva, helstu boxstjörnu Rússlands. Fulltrúar ólympíunefndarinnar og fjölda landssambanda telja það raunverulega ástæðu þess að Khelif var vikið úr keppni. IBA hélt því fram að Khelif og Lin hefði fallið á „kynjaprófi“ sem sýndi að þær hefðu „afbrigðilega litninga“. Andstæðingar kvennanna hafa túlkað það sem svo að þær væru karlmenn eða transkonur þótt að það bendi frekar til að þær væru intersex, með blöndu af kyneinkennum karla og kvenna sem gæti gefið þeim einhvers konar forskot í keppni. Engar sannanir voru lagðar fram fyrir fullyrðingunum og þá virðist ákvörðunin um að víkja þeim úr keppni ekki hafa verið í samræmi við neinar reglur eða verklag IBA. Þá virðist sambandið ekki hafa sett hnefaleikakonurnar í bann því þær unnu síðan til gullverðlauna á mótum í sínum heimshlutum síðar sama ár. Fulltrúar IBA héldu blaðamannafund þar sem þeir sögðust ætla að gera betur grein fyrir því hvers vegna Khelif og Lin voru dæmdar úr leik í fyrra. Fréttaritari Sky-sjónvarpsstöðvarinnar lýsti þeim fundi sem þeim furðulegasta sem hann hefði verið viðstaddur. Engar nýjar upplýsingar sem gátu varpað ljósi á málflutning IBA komu fram á fundinum. Áróðurinn jafnverðmætur og kjarnavopnin Kremlev tókst engu að síður að skapa illt umtal um Ólympíuleikana og Alþjóðaólympíunefndina með ásökunum sínum um hnefaleikakonurnar. Sömu ólympíunefnd og úthýsti Rússlandi, fyrst fyrir lyfjamisferlið og síðar fyrir innrásina í Úkraínu. Þekkt er að undirróður gegn hinsegin fólki er hluti af þeim upplýsingahernaði sem rússnesk stjórnvöld hafa háð gegn vestrænum ríkjum með duldum áhrifaherferðum á samfélagsmiðlum sem eiga að magna upp sundrung þar undanfarin ár. „Áróðurslína (e. counternarrative) Rússlands er jafnmikilvæg þeim og kjarnavopnabúrið þeirra,“ segir David Tinsley, fyrrverandi fíkniefnalögreglumaður sem vann að rannsókninni á lyfjamisferli Rússa. Áróðurinn kom þó ekki í veg fyrir að bæði Khelif og Lin ynnu til gullverðlauna, hvor í sínum flokki. Rússland Hinsegin Ólympíuleikar 2024 í París Box Lyfjamisferli Rússa Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Deilur og svívirðingar vegna kynferðis hnefaleikakvennanna tveggja skyggðu á keppnina í París í sumar. Fjarhægristjórnmálamenn eins og Donald Trump og menningarstríðfólk eins og rithöfundurinn J.K. Rowling fullyrtu að konurnar væru í raun karlar sem berðu konur. Fullyrðingar þeirra byggðust á loðnum yfirlýsingum Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) um að þær Imane Khelif frá Alsír og Lin Yu-ting frá Taívan hefðu fallið á einhvers konar kynjaprófi á heimsmeistaramóti sem það hélt í fyrra. Ásakanirnar virðast hafa verið leið rússnesks forseta IBA til þess að ná sér niður á Ólympíuleiknum sem Rússland fékk ekki að keppa á vegna lyfjasvindls og innrásarstríðs. Forsetinn er með langa sakaskrá og er nátengdur stjórnvöldum í Kreml. Hann hafði einnig horn í síðu Ólympíuleikana vegna þess að samband hans hafði verið sett út af sakramentinu. Flaug niður lyftugöng í forsetakjörinu IBA hefur verið gegnsýrt spillingu um árabil. Hún leiddi til atgervisflótta aðildarríkja og að Alþjóðaólympíunefndin bannaði sambandinu að skipuleggja hnefaleikakeppnina á Ólympíuleikunum í Tókyó 2021 og í París í sumar. Í ítarlegri umfjöllun Washington Post er rakið hvernig mútuþægni grasseraði innan sambandsins í tengslum við kosningar til trúnaðarstarfa og úrslitum bardaga var hagrætt. Mest sláandi dæmið var þegar fulltrúi Malí fannst látinn í lyftugöngum á hóteli í Dóminíska lýðveldinu þegar forsetakjör IBA fór fram árið 2006. Þúsundir dollara af óræðum uppruna fundust á líki mannsins. Fjöldi fulltrúa á þingi sambandsins taldi að Malímaðurinn hefði falast eftir mútum frá báðum fylkingum í forsetakjörinu og að annar þeirra hafi ekki kunnað að meta það. Enginn var þó ákærður vegna dauða mannsins. Einn forseti IBA sagði af sér í skugga dómarahneyksla á Ólympíuleiknum í Ríó árið 2016 en ekki tók skárra við því eftirmaðurinn, Úsbekinn Gafur Rakhimov, var talinn einn helsti glæpamaður heimalands síns og umsvafamikill í heróinviðskiptum af bandarískum stjórnvöldum. Lin Yu-ting (í rauðu) eftir sigur í fyrri umferðum á Ólympíuleikunum í París í sumar.Vísir/Getty Í náðinni í Kreml Þegar Umar Kremlev bauð sig fram til forseta IBA árið 2020 hét hann því að hreinsa til innan sambandsins þrátt fyrir að hann væri sjálfur á sakaskrá í Rússlandi. Kremlev hafði verið hnefaleikamótshaldari í Rússlandi og virðist vel tengdur ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta. Fyrirtæki í eigu Kremlev var falið að stýra landslottói Rússlands og fyrr í þessum mánuði fékk hann upp í hendurnar stærsta bílaumboð landsins í eigu auðkýfings í útlegð sem rússnesk stjórnvöld lögðu hald á í fyrra. Eftir að Kremlev tók við stjórnartaumunum í IBA fékk hann rússneska ríkisorkufyrirtækið Gazprom sem styrktaraðila sambandsins. Umar Kremlev (t.v.). forseti Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) er vel tengdur við rússnesku yfirstéttina. Fyrirtæki hans hafa fengið feita bitlinga og ríkisorkufyrirtækið Gazprom styrkti IBa eftir að Kremlev tók við því.Vísir/EPA Liður í því að hvítþvo ímynd IBA var að ráða Richard McLaren, manninn sem rannsakaði stórfellt og skipulagt lyfjamisferli rússneskra íþróttamanna sem leiddi til þess að Rússland var bannað á Ólympíuleikum, til þess að fara ofan í saumana á því sem hafði gengið á innan veggja sambandsins. Rannsókn McLaren afhjúpaði alls kyns spillingu sem hafði viðgengist hjá IBA. Hún snerti hins vegar ekki á sakaferli Kremlevs sjálfs sem var þar að auki lofaður fyrir framtakssemi sína í að uppræta spillingu. Allt kom þó fyrir ekki. Alþjóðaólympíunefndin hélt IBA áfram úti í kuldanum vegna spillingar og óstjórnar. Kremlev brást við með því að níða skóinn af Thomas Bach, forseta Ólympíunefndarinnar, sem hann kallaði meðal annars „yfirhommann“. Þá hvatti hann íþróttamenn til þess að sniðganga leikana og taka frekar þátt í Heimsvináttuleikunum sem Rússar efndu til á sínum tíma til höfuðs Ólympíuleiknum. Á allra vörum eftir að andstæðingurinn gafst upp Ákvörðun IBA um að dæma þær Khelif og Lin úr leik á heimsmeistaramótinu vakti litla athygli á sínum tíma. Þegar Ólympíuleikarnir hófust fóru lítt þekktir vefmiðlar að fjalla um íþróttakonurnar, þar á meðal bresk vefsíða sem Kremlev hafði keypt. Þegar ítalska hnefaleikakonana Angela Carini gafst upp innan við mínútu eftir að bardagi hennar við Khelif hófst og bar því við að hún hefði aldrei orðið fyrir eins þungum höggum varð nafn Khelif á allra vörum. Hún mátti þola að hálf heimsbyggðin velti vöngum yfir því hvort hún væri raunverulega kona. Kremlev gekk á lagið og hét Carini og úsbeskri hnefaleikakonu sem tapaði fyrir Lin verðlaunafé frá IBA eins og þær hefðu unnið til gullverðlauna. Andstæðingar kvennanna tveggja úthúðuðu Ólympíuleikunum fyrir að leyfa þeim að keppa og þannig setja aðra keppendur í meinta hættu. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna og þekktur andstæðingur trans fólks, sakaði skipuleggjendur leikanna um að „njóta þjáningar“ konu sem „hann“, með vísun til Khelif, hefði kýlt í höfuðið. Engar sannanir eða vanalegt ferli Fullyrðingar Kremlev og IBA um kynferði Khelif og Lin hafa engu að síður aldrei verið rökstuddar frekar og virðast hafa átt sér aðrar hvatir en faglegar. Rétt áður en Khelif var dæmd úr leik á heimsmeistaramótinu hafði hún nefnilega borið sigurorð af Azaliu Amineva, helstu boxstjörnu Rússlands. Fulltrúar ólympíunefndarinnar og fjölda landssambanda telja það raunverulega ástæðu þess að Khelif var vikið úr keppni. IBA hélt því fram að Khelif og Lin hefði fallið á „kynjaprófi“ sem sýndi að þær hefðu „afbrigðilega litninga“. Andstæðingar kvennanna hafa túlkað það sem svo að þær væru karlmenn eða transkonur þótt að það bendi frekar til að þær væru intersex, með blöndu af kyneinkennum karla og kvenna sem gæti gefið þeim einhvers konar forskot í keppni. Engar sannanir voru lagðar fram fyrir fullyrðingunum og þá virðist ákvörðunin um að víkja þeim úr keppni ekki hafa verið í samræmi við neinar reglur eða verklag IBA. Þá virðist sambandið ekki hafa sett hnefaleikakonurnar í bann því þær unnu síðan til gullverðlauna á mótum í sínum heimshlutum síðar sama ár. Fulltrúar IBA héldu blaðamannafund þar sem þeir sögðust ætla að gera betur grein fyrir því hvers vegna Khelif og Lin voru dæmdar úr leik í fyrra. Fréttaritari Sky-sjónvarpsstöðvarinnar lýsti þeim fundi sem þeim furðulegasta sem hann hefði verið viðstaddur. Engar nýjar upplýsingar sem gátu varpað ljósi á málflutning IBA komu fram á fundinum. Áróðurinn jafnverðmætur og kjarnavopnin Kremlev tókst engu að síður að skapa illt umtal um Ólympíuleikana og Alþjóðaólympíunefndina með ásökunum sínum um hnefaleikakonurnar. Sömu ólympíunefnd og úthýsti Rússlandi, fyrst fyrir lyfjamisferlið og síðar fyrir innrásina í Úkraínu. Þekkt er að undirróður gegn hinsegin fólki er hluti af þeim upplýsingahernaði sem rússnesk stjórnvöld hafa háð gegn vestrænum ríkjum með duldum áhrifaherferðum á samfélagsmiðlum sem eiga að magna upp sundrung þar undanfarin ár. „Áróðurslína (e. counternarrative) Rússlands er jafnmikilvæg þeim og kjarnavopnabúrið þeirra,“ segir David Tinsley, fyrrverandi fíkniefnalögreglumaður sem vann að rannsókninni á lyfjamisferli Rússa. Áróðurinn kom þó ekki í veg fyrir að bæði Khelif og Lin ynnu til gullverðlauna, hvor í sínum flokki.
Rússland Hinsegin Ólympíuleikar 2024 í París Box Lyfjamisferli Rússa Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira