Fótbolti

Byrjunarliðið gegn Tyrkjum: Hetjan Logi kemur inn og þrjár aðrar breytingar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Byrjunarlið kvöldsins.
Byrjunarlið kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét

Åge Hareide gerir fjórar breytingar á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Tyrklandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Hetja leiksins gegn Wales, Logi Tómasson, er meðal þeirra sem kemur inn í byrjunarliðið.

Stefán Teitur Þórðarson og Jón Dagur Þorsteinsson taka út leikbann í kvöld. Auk þeirra detta Kolbeinn Birgir Finnsson og Willum Þór Willumsson út úr byrjunarliðinu frá leiknum gegn Wales á föstudaginn.

Logi kom inn á í hálfleik gegn Wales, í stöðunni 0-2 fyrir gestina. Logi minnkaði muninn í 1-2 með sínu fyrsta landsliðsmarki á 69. mínútu og átti svo stóran þátt í sjálfsmarki Dannys Ward þremur mínútum síðar. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.

Logi er í byrjunarliðinu í kvöld eins Åge hafði greint frá í aðdraganda hans. Auk hans koma nafnarnir Mikael Neville Anderson og Mikael Egill Ellertsson og Arnór Ingvi Traustason inn í byrjunarliðið.

Líkt og gegn Wales byrja þeir Orri Steinn Óskarsson og Andri Lucas Guðjohnsen saman í framlínu Íslands. Gylfi Þór Sigurðsson byrjar á bekknum en hann kom inn á sem varamaður undir lokin gegn Wales.

  • Byrjunarliðið á móti Tyrklandi:

  • Hákon Rafn Valdimarsson
  • --
  • Valgeir Lunddal Friðriksson
  • Sverrir Ingi Ingason
  • Daníel Leó Grétarsson
  • Logi Tómasson
  • --
  • Mikael Egill Ellertsson
  • Arnór Ingvi Trautason
  • Jóhann Berg Guðmundsson (fyrirliði)
  • Mikael Neville Anderson
  • --
  • Orri Steinn Óskarsson
  • Andri Lucas Guðjohnsen

Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×