Erlent

Flug­stjórinn lést í miðri flug­ferð

Bjarki Sigurðsson skrifar
Vélin var á leið frá Seattle til Istanbúl.
Vélin var á leið frá Seattle til Istanbúl. Getty/Massimo Insabato

Flugvél Turkish Airlines á leið til Istanbúl í Tyrklandi frá Seattle lenti í New York eftir að flugstjórinn lést í háloftunum. 

CNN greinir frá þessu en flugstjórinn, İlçehin Pehlivan, var 59 ára þegar hann lést. Hann missti meðvitund á meðan flogið var yfir Norður-Ameríku og þegar endurlífgunartilraunir báru ekki árangur um borð ákvað flugmaður vélarinnar að lenda henni í New York. 

Í tilkynningu frá Turkish Airlines sendir flugfélagið samúðarkveðjur á fjölskyldu, samstarfsmenn og aðra aðstandendur Pehlivan. 

Pehlivan fór síðast í heilsufarsskoðun í mars og benti þá ekkert til þess að hann glímdi við nein vandamál sem hindruðu hann frá því að geta flogið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×