Erlent

Maðurinn á bak við Tripp Trapp-stólinn látinn

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Mynd úr safni. Tripp Trapp-stóllinn hefur verið á fjölmörgum heimilum á Íslandi í gegnum tíðina.
Mynd úr safni. Tripp Trapp-stóllinn hefur verið á fjölmörgum heimilum á Íslandi í gegnum tíðina. getty

Peter Opsvik, norskur hönnuður, lést á mánudaginn 85 ára að aldri. Hann var þekktastur fyrir hönnun sína á Tripp Trapp-stólnum fyrir börn sem hefur lengi vel verið gífurlega vinsæll á Íslandi og víðar.

Norska fréttastofan VG greinir frá. Opsvik hannaði einnig skrifstofustólinn Capisco. Hann er sagður hafa lagt mikla áherslu á vinnuvistfræði og möguleika til að hreyfa sig við notkun á vörum hans.

Opsvik fékk innblástur frá tveggja ára syni sínum árið 1972 sem sat við eldhúsborðið en náði ekki að athafna sig því að stuttir handleggirnir náðu ekki upp að disknum. Fékk Opsvik þá hugmyndina að Tripp Trapp-stólnum sem hefur nú selst í meira en fimmtán milljón eintökum á alþjóðavísu. 

Stóllinn hefur jafnframt verið keyptur af fjölmörgum hönnunarsöfnum. 

Skrifstofustóllinn Capisco. Mynd úr safni.getty/ullstein bild



Fleiri fréttir

Sjá meira


×