Innlent

Allt til­tækt lið kallað út vegna elds í Fells­múla

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Að störfum í nótt.
Að störfum í nótt. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Eldur kom upp í skrifstofuhúsnæði í Fellsmúla í Reykjavík í nótt. Varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að allt tiltækt lið hafi verið kallað út en að vel hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins.

Engan sakaði en nokkuð tjón hlaust þó af og einnig töluverðar vatnsskemmdir vegna rörs sem fór í sundur í húsinu. 

Slökkviliðsmenn voru að störfum í um tvo tíma á vettvangi og fóru síðustu menn aftur upp á stöð um klukkan hálffimm í morgun. 

Varðstjóri segir að nú verði tjónið metið af tryggingarfélögum og að lögregla rannsaki upptök eldsvoðans.

Frá vettvangi skömmu fyrir klukkan tvö í nótt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×