Uppgjörið: Keflavík - Afturelding 0-1 | Mosfellingar í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn Hinrik Wöhler skrifar 28. september 2024 17:00 Langþráður draumur Mosfellinga varð að veruleika á Laugardalsvelli í dag. Vísir/Anton Brink Það var söguleg stund á Laugardalsvelli í dag þegar Afturelding tryggði sér sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili. Liðið sigraði Keflavík með einu marki gegn engu en sigurmarkið kom á 78. mínútu. Félagið hefur leikið samfleytt í neðri deildum síðan 1973 og brutust út mikil fagnaðarlæti við leikslok. Þetta var úrslitaleikur í umspili Lengjudeildar karla en ÍBV hafði tryggt sér sæti í efstu deild á næsta tímabili með því að sigra Lengjudeildina. Leikurinn fór rólega af stað á Laugarsdalsvellinum. Það var ljóst að það var mikið undir og liðin skiptust á að halda boltanum. Sami Kamel tók aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig á 18. mínútu. Skotið fór í varnarvegg Mosfellinga og breytti um stefnu. Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var farinn í hitt hornið og boltinn fór rétt fram hjá markinu. Það mátti ekki miklu muna en Mosfellingar sluppu með skrekkinn. Litlu mátti muna á 18. mínútu þegar Sami Kamel tók aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig.Vísir/Anton Brink Það var lítið um hættuleg færi framan af en á 36. mínútu tók Ásgeir Helgi Orrason gott hlaup inn í vítateiginn. Jökull Andrésson var snöggur að átta sig og kom askvaðandi á móti Ásgeiri og lokaði markinu. Laglegt samspil hjá Keflavík en náðu ekki boltanum fram hjá Jökli. Kári Sigfússon, leikmaður Keflavíkur, komst í álitlega stöðu undir lok fyrri hálfleiks en Gunnar Bergmann Sigmarsson var fljótur að átta sig og stöðvaði skyndisókn Keflavíkur. Kári Sigfússon (t.v.) komst í álitlega stöðu á vallarhelmingi Aftureldingar undir lok fyrri hálfleiks.Vísir/Anton Brink Eftir pressu Keflavíkur undir lok fyrri hálfleiks blés Sigurður Hjörtur Þrastarson til hálfleiks og var staðan markalaus í hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri. Liðin skiptust á að halda boltanum en Keflvíkingar voru hættulegri aðilinn en náðu ekki að ógna marki Aftureldingar almennilega. Það var lítið að frétta í sóknarleik Mosfellinga til að byrja með í síðari hálfleik. Eina mark leiksins kom síðan á 78. mínútu leiksins. Boltinn datt fyrir Arnór Gauta Ragnarsson inn í vítateignum og hann átti fast viðstöðulaust skot sem Ásgeir Orri Magnússon varði út í vítateiginn. Sigurpáll Melberg Pálsson var fyrstur að átta sig og náði frákastinu. Hann náði að pota boltanum inn í markið við gríðarlegan fögnuð Mosfellinga. Sigurpáll Melberg Pálsson og Elmar Kári Enesson Cogic hlaupa í átt að stuðingsmönnum Aftureldingar.Vísir/Anton Brink Keflavík ýtti liðinu upp völlinn síðustu tíu mínútur leiksins en allt kom fyrir ekki. Leikmenn Aftureldingar stóðust pressuna og sigruðu leikinn með einu marki gegn engu og leika í Bestu deildinni að ári. Atvik leiksins Leikurinn minnti talsvert á úrslitaleik Lengjudeildarinnar í fyrra þar sem Vestri og Afturelding mættust. Leikurinn var í járnum og hvorugt lið náði að skapa sér nægileg hættuleg færi. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, gerði skiptingu á 76. mínútu til að hleypa lífi í sóknarleikinn. Það útspil tókst hjá Magnúsi en Arnór Gauti Ragnarsson kom inn á og tveimur mínútum síðar skoraði Sigurpáll þegar hann náði frákasti eftir skot Arnórs Gauta. Stjörnur og skúrkar Bjartur Bjarmi Barkarson var gríðarlega öflugur á miðjunni hjá Aftureldingu í dag og sömuleiðis kórónaði Sigurpáll Melberg Pálsson góðan leik sinn með sigurmarkinu. Gunnar Bergmann Sigmarsson var öruggur í vörn Aftureldingar og gerði vel þegar hann stöðvaði hættulega skyndisókn Keflavíkur undir lok fyrri hálfleiks. Sóknarmenn liðanna fengu úr litlu að moða framan af. Keflvíkingar náðu ekki að brjóta vörn Aftureldingar á bak aftur. Kári Sigfússon var mikið í boltanum á hægri vængnum en náði ekki að reka smiðshöggið á snarpar sóknir Keflavíkur. Mihael Mladen var undir í baráttunni í aðdraganda marks Aftureldingar en hins vega má setja spurningarmerki hvort það hafi verið brotið á honum. Dómarar Mosfellingar sluppu með skrekkinn á 27. mínútu þegar Kári Sigfússon átti skot í Gunnar Bergmann Sigmarsson inn í vítateignum. Skotið fór í hendina á Gunnari en Sigurður Hjörtur var ekki á sama máli og Keflvíkingar. Keflvíkingar vildu fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Sigurður Hjörtur Þrastarson var ekki sammála.Vísir/Anton Brink Keflvíkingar báðu um brot í aðdraganda marks Aftureldingar þegar Bjartur Bjarmi Barkarson vann boltann af Mihael Mladen á vallarhelmingi Keflavíkur. Það voru nokkur vafaatriði í leiknum og má segja að það hafi verið lukkan hafi verið hliðhollari Mosfellingum í dag. Stemning og umgjörð Stuðningsmenn beggja liða byrjuðu daginn snemma og hituðu upp raddböndin. Það heyrðist vel í stuðningsmönnum beggja liða en tæplega 3000 manns mættu á völlinn í dag. Það var góð stemning í stúkunni og líklegast enn meira fjör í Mosfellsbæ í kvöld.Vísir/Anton Brink Mosfellingar fá hrós fyrir frumlega texta og taktfastan trommuslátt í stúkunni en rauði hluti stúkunnar lét vel í sér heyra allar 90 mínúturnar. Það má búast við enn meiri gleði fram á nótt í Mosfellsbæ. Viðtöl Haraldur Freyr: „Þetta var bara fyrsta markið vinnur“ Haraldur Freyr Guðmundsson (t.v.) ásamt þjálfarateymi Keflavíkur.Vísir/Anton Brink Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við tap á Laugardalsvelli í dag og er staðráðinn í því að gera betur að ári. „Hrikalega svekkjandi að tapa þessum leik í dag. Við erum súrir og svekktir en við þurfum að koma til baka á næsta ári og gera betur,“ sagði þjálfarinn skömmu eftir leik. Leikurinn var í járnum framan af en Haraldur segir að lið hans hafi verið með yfirhöndina meginþorra leiksins. „Það vantaði ekki mikið upp á og þetta var jafn leikur. Mögulega vorum við ofan á í leiknum, við fáum tvö fín færi í fyrri hálfleik og mögulega áttum við að fá víti. Þetta var stál í stál og gat dottið báðum megin.“ Haraldur bætti við að mögulega hefði Keflavík átt að fá aukaspyrnu nokkrum andartökum áður en Afturelding skoraði á 78. mínútu. „Þetta var bara fyrsta markið vinnur. Mér leið eins og þetta væri mögulega á leið í framlengingu. Við áttum að fá aukaspyrnu í aðdraganda marksins hjá þeim en svona er þetta. Til hamingju Afturelding.“ Það er ljóst að Keflavík leikur í Lengjudeildinni á næsta tímabili sem hefst að öllum líkindum í byrjun maí á næsta ári. Fyrst ætlar liðið þó í frí eftir átök sumarsins. „Það er langur vetur framundan. Byrjum á því að taka frí og mætum á æfingar aftur um miðjan nóvember og byggjum upp grunn fyrir næsta tímabil,“ sagði þjálfarinn að endingu. Lengjudeild karla Besta deild karla Afturelding Keflavík ÍF
Það var söguleg stund á Laugardalsvelli í dag þegar Afturelding tryggði sér sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili. Liðið sigraði Keflavík með einu marki gegn engu en sigurmarkið kom á 78. mínútu. Félagið hefur leikið samfleytt í neðri deildum síðan 1973 og brutust út mikil fagnaðarlæti við leikslok. Þetta var úrslitaleikur í umspili Lengjudeildar karla en ÍBV hafði tryggt sér sæti í efstu deild á næsta tímabili með því að sigra Lengjudeildina. Leikurinn fór rólega af stað á Laugarsdalsvellinum. Það var ljóst að það var mikið undir og liðin skiptust á að halda boltanum. Sami Kamel tók aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig á 18. mínútu. Skotið fór í varnarvegg Mosfellinga og breytti um stefnu. Jökull Andrésson, markvörður Aftureldingar, var farinn í hitt hornið og boltinn fór rétt fram hjá markinu. Það mátti ekki miklu muna en Mosfellingar sluppu með skrekkinn. Litlu mátti muna á 18. mínútu þegar Sami Kamel tók aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig.Vísir/Anton Brink Það var lítið um hættuleg færi framan af en á 36. mínútu tók Ásgeir Helgi Orrason gott hlaup inn í vítateiginn. Jökull Andrésson var snöggur að átta sig og kom askvaðandi á móti Ásgeiri og lokaði markinu. Laglegt samspil hjá Keflavík en náðu ekki boltanum fram hjá Jökli. Kári Sigfússon, leikmaður Keflavíkur, komst í álitlega stöðu undir lok fyrri hálfleiks en Gunnar Bergmann Sigmarsson var fljótur að átta sig og stöðvaði skyndisókn Keflavíkur. Kári Sigfússon (t.v.) komst í álitlega stöðu á vallarhelmingi Aftureldingar undir lok fyrri hálfleiks.Vísir/Anton Brink Eftir pressu Keflavíkur undir lok fyrri hálfleiks blés Sigurður Hjörtur Þrastarson til hálfleiks og var staðan markalaus í hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri. Liðin skiptust á að halda boltanum en Keflvíkingar voru hættulegri aðilinn en náðu ekki að ógna marki Aftureldingar almennilega. Það var lítið að frétta í sóknarleik Mosfellinga til að byrja með í síðari hálfleik. Eina mark leiksins kom síðan á 78. mínútu leiksins. Boltinn datt fyrir Arnór Gauta Ragnarsson inn í vítateignum og hann átti fast viðstöðulaust skot sem Ásgeir Orri Magnússon varði út í vítateiginn. Sigurpáll Melberg Pálsson var fyrstur að átta sig og náði frákastinu. Hann náði að pota boltanum inn í markið við gríðarlegan fögnuð Mosfellinga. Sigurpáll Melberg Pálsson og Elmar Kári Enesson Cogic hlaupa í átt að stuðingsmönnum Aftureldingar.Vísir/Anton Brink Keflavík ýtti liðinu upp völlinn síðustu tíu mínútur leiksins en allt kom fyrir ekki. Leikmenn Aftureldingar stóðust pressuna og sigruðu leikinn með einu marki gegn engu og leika í Bestu deildinni að ári. Atvik leiksins Leikurinn minnti talsvert á úrslitaleik Lengjudeildarinnar í fyrra þar sem Vestri og Afturelding mættust. Leikurinn var í járnum og hvorugt lið náði að skapa sér nægileg hættuleg færi. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, gerði skiptingu á 76. mínútu til að hleypa lífi í sóknarleikinn. Það útspil tókst hjá Magnúsi en Arnór Gauti Ragnarsson kom inn á og tveimur mínútum síðar skoraði Sigurpáll þegar hann náði frákasti eftir skot Arnórs Gauta. Stjörnur og skúrkar Bjartur Bjarmi Barkarson var gríðarlega öflugur á miðjunni hjá Aftureldingu í dag og sömuleiðis kórónaði Sigurpáll Melberg Pálsson góðan leik sinn með sigurmarkinu. Gunnar Bergmann Sigmarsson var öruggur í vörn Aftureldingar og gerði vel þegar hann stöðvaði hættulega skyndisókn Keflavíkur undir lok fyrri hálfleiks. Sóknarmenn liðanna fengu úr litlu að moða framan af. Keflvíkingar náðu ekki að brjóta vörn Aftureldingar á bak aftur. Kári Sigfússon var mikið í boltanum á hægri vængnum en náði ekki að reka smiðshöggið á snarpar sóknir Keflavíkur. Mihael Mladen var undir í baráttunni í aðdraganda marks Aftureldingar en hins vega má setja spurningarmerki hvort það hafi verið brotið á honum. Dómarar Mosfellingar sluppu með skrekkinn á 27. mínútu þegar Kári Sigfússon átti skot í Gunnar Bergmann Sigmarsson inn í vítateignum. Skotið fór í hendina á Gunnari en Sigurður Hjörtur var ekki á sama máli og Keflvíkingar. Keflvíkingar vildu fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Sigurður Hjörtur Þrastarson var ekki sammála.Vísir/Anton Brink Keflvíkingar báðu um brot í aðdraganda marks Aftureldingar þegar Bjartur Bjarmi Barkarson vann boltann af Mihael Mladen á vallarhelmingi Keflavíkur. Það voru nokkur vafaatriði í leiknum og má segja að það hafi verið lukkan hafi verið hliðhollari Mosfellingum í dag. Stemning og umgjörð Stuðningsmenn beggja liða byrjuðu daginn snemma og hituðu upp raddböndin. Það heyrðist vel í stuðningsmönnum beggja liða en tæplega 3000 manns mættu á völlinn í dag. Það var góð stemning í stúkunni og líklegast enn meira fjör í Mosfellsbæ í kvöld.Vísir/Anton Brink Mosfellingar fá hrós fyrir frumlega texta og taktfastan trommuslátt í stúkunni en rauði hluti stúkunnar lét vel í sér heyra allar 90 mínúturnar. Það má búast við enn meiri gleði fram á nótt í Mosfellsbæ. Viðtöl Haraldur Freyr: „Þetta var bara fyrsta markið vinnur“ Haraldur Freyr Guðmundsson (t.v.) ásamt þjálfarateymi Keflavíkur.Vísir/Anton Brink Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, þurfti að sætta sig við tap á Laugardalsvelli í dag og er staðráðinn í því að gera betur að ári. „Hrikalega svekkjandi að tapa þessum leik í dag. Við erum súrir og svekktir en við þurfum að koma til baka á næsta ári og gera betur,“ sagði þjálfarinn skömmu eftir leik. Leikurinn var í járnum framan af en Haraldur segir að lið hans hafi verið með yfirhöndina meginþorra leiksins. „Það vantaði ekki mikið upp á og þetta var jafn leikur. Mögulega vorum við ofan á í leiknum, við fáum tvö fín færi í fyrri hálfleik og mögulega áttum við að fá víti. Þetta var stál í stál og gat dottið báðum megin.“ Haraldur bætti við að mögulega hefði Keflavík átt að fá aukaspyrnu nokkrum andartökum áður en Afturelding skoraði á 78. mínútu. „Þetta var bara fyrsta markið vinnur. Mér leið eins og þetta væri mögulega á leið í framlengingu. Við áttum að fá aukaspyrnu í aðdraganda marksins hjá þeim en svona er þetta. Til hamingju Afturelding.“ Það er ljóst að Keflavík leikur í Lengjudeildinni á næsta tímabili sem hefst að öllum líkindum í byrjun maí á næsta ári. Fyrst ætlar liðið þó í frí eftir átök sumarsins. „Það er langur vetur framundan. Byrjum á því að taka frí og mætum á æfingar aftur um miðjan nóvember og byggjum upp grunn fyrir næsta tímabil,“ sagði þjálfarinn að endingu.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti