Innlent

Mikill reykur eftir að gleymdist að slökkva á kerti

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Lögregla minnist á sitthvað í tilkynningu þar sem verkefni dagsins eru tíunduð.
Lögregla minnist á sitthvað í tilkynningu þar sem verkefni dagsins eru tíunduð. vísir/vilhelm

Mikla brunalykt og reyk bar frá heimili í hverfi 104 í Reykjavík eftir að gleymst hafði að slökkva á kerti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu.

Meðal verkefna lögreglustöðvar eitt var að bregðast við tilkynningu um krakka uppi á þaki á skóla í Vesturbænum og aðila sem var ósjálfbjarga sökum drykkju í miðborginni. Þá var aðili einnig handtekinn í heimahúsi með nokkuð magn af fíknefnum.

Á Reykjanesbraut var ökumaður mældur á 133 km/klst á Reykjanesbraut með bíl á kerru í eftirdragi. Annar ökumaður var stöðvaður í akstri og reyndist undir áhrifum fíkniefna.

Tilkynnt var um innbrot á vinnusvæði í hverfi 112 og um aðila sem áreitti fólk í hverfi 109.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×