„Höfðum mýmörg tækifæri til að klára þennan leik miklu fyrr“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. september 2024 21:09 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Vísir/Diego „Mér fannst í rauninni ótrúlegt að við skydum ekki vinna stærra,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir 33-30 sigur liðsins gegn ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. „Mér fannst við, eftir mjög erfiða byrjun og eftir að við náðum tökum á leiknum um miðjan fyrri hálfleik, við vera með þennan leik í lás. En við gerðum okkur erfitt fyrir og erum að brenna af í dauðafærum. Við höfðum mýmörg tækifæri til að klára þennan leik miklu fyrr.“ „En ég er mjög ánægður með góðan sigur og þetta var bara skref í rétta átt eftir mjög dapran síðasta leik.“ FH-ingar lentu fjórum mörkum undir snemma leiks, en eftir fyrsta leikhlé liðsins þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar snérist allt við. „Í rauninni þegar við töku leikhléið í stöðunni 6-2 þá var vörnin búin að standa allan leikinn og það var ekkert út á það að setja. Við vorum bara búnir að gera okkur erfitt fyrir, búnir að henda frá okkur einum eða tveimur boltum og bara klúðra dauðafærum. Þannig þetta snérist í rauninni bara um að halda okkur við planið. Svo kemur góður kafli í framhaldi af því og mér fannst við bara ná góðum tökum á leiknum strax þá.“ Náðu ekki að slíta sig frá Eyjamönnum Þrátt fyrir að hafa verið með yfirhöndina stærstan hluta leiksins tókst FH-ingum þó aldrei að slíta sig almennilega frá Eyjamönnum. Hann segir einfaldlega að færanýting liðsins hafi gert það að verkum að sínir menn hafi ekki náð að kæfa leikinn. „Ég held að það hafi bara verið málið. ÍBV er frábært lið, við skulum alveg hafa það á hreinu, en mér fannst við klikka á mikið af færum og misnota góð tækifæri til að klára þennan leik miklu fyrr.“ Hann vildi þó ekki setja neitt út á það þegar tvö rauð spjöld fóru á loft með stuttu millibili um miðbik síðari hálfleik. „Ég held að það væri nú bara eitthvað mikið að ef það væri ekki smá hiti á milli þessara liða, svona fyrir þá sem þekkja söguna þá eru þetta alltaf hörkuleikir og ekkert gefið.“ Olís-deild karla FH Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira
„Mér fannst við, eftir mjög erfiða byrjun og eftir að við náðum tökum á leiknum um miðjan fyrri hálfleik, við vera með þennan leik í lás. En við gerðum okkur erfitt fyrir og erum að brenna af í dauðafærum. Við höfðum mýmörg tækifæri til að klára þennan leik miklu fyrr.“ „En ég er mjög ánægður með góðan sigur og þetta var bara skref í rétta átt eftir mjög dapran síðasta leik.“ FH-ingar lentu fjórum mörkum undir snemma leiks, en eftir fyrsta leikhlé liðsins þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar snérist allt við. „Í rauninni þegar við töku leikhléið í stöðunni 6-2 þá var vörnin búin að standa allan leikinn og það var ekkert út á það að setja. Við vorum bara búnir að gera okkur erfitt fyrir, búnir að henda frá okkur einum eða tveimur boltum og bara klúðra dauðafærum. Þannig þetta snérist í rauninni bara um að halda okkur við planið. Svo kemur góður kafli í framhaldi af því og mér fannst við bara ná góðum tökum á leiknum strax þá.“ Náðu ekki að slíta sig frá Eyjamönnum Þrátt fyrir að hafa verið með yfirhöndina stærstan hluta leiksins tókst FH-ingum þó aldrei að slíta sig almennilega frá Eyjamönnum. Hann segir einfaldlega að færanýting liðsins hafi gert það að verkum að sínir menn hafi ekki náð að kæfa leikinn. „Ég held að það hafi bara verið málið. ÍBV er frábært lið, við skulum alveg hafa það á hreinu, en mér fannst við klikka á mikið af færum og misnota góð tækifæri til að klára þennan leik miklu fyrr.“ Hann vildi þó ekki setja neitt út á það þegar tvö rauð spjöld fóru á loft með stuttu millibili um miðbik síðari hálfleik. „Ég held að það væri nú bara eitthvað mikið að ef það væri ekki smá hiti á milli þessara liða, svona fyrir þá sem þekkja söguna þá eru þetta alltaf hörkuleikir og ekkert gefið.“
Olís-deild karla FH Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Sjá meira