Körfubolti

Sig­tryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stór­leik kvöldsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigtryggur Arnar brosti hringinn fyrir leik.
Sigtryggur Arnar brosti hringinn fyrir leik. Vísir/Jón Gautur

Sigtryggur Arnar Björnsson eignaðist barn rétt áður en Tindastóll tók á móti Álftanesi í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta. Sigtryggur Arnar var þó ekki á fæðingadeildinni og er klár í slaginn.

Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, vakti athygli á þessu í beinni útsendingu í kvöld. Í kjölfarið var skipt yfir á Andra Má Eggertsson sem var með Sigtrygg Arnar í viðtali.

„Það er svona hálftími síðan. Ég var með símann á bekknum, konan hringdi í mig og tilkynnti mér að við hefðum eignast strák.“

„Við vorum löngu búin að ræða það. Sem betur fer tengdamamma komin. Þetta heppnaðist mjög vel,“ sagði Sigtryggur Arnar aðspurður hvort það hefði alltaf verið spurningin að spila leik kvöldsins.

Viðtalið við Sigtrygg Arnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Tindastóll og Álftanes eru svo í beinni á Stöð 2 Sport. Þá er leikurinn í beinni textalýsingu á Vísi.

Klippa: Eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×