Laus við veikindin og klár í slaginn Valur Páll Eiríksson skrifar 16. september 2024 13:12 Gylfi Þór mun spila gegn KR í kvöld. vísir/Diego Gylfi Þór Sigurðsson hefur æft af krafti með Valsmönnum eftir nýafstaðið landsleikjahlé og veikindi sem hann glímdi við aftra honum ekki frá því að spila við KR að Hlíðarenda í kvöld. Gylfi Þór var að glíma við magapest í kringum landsleiki Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland en hann byrjaði þó báða leikina. Talið er að allt að 15 leikmenn hafi lent í svipuðum veikindum í kjölfar leikjanna tveggja. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, staðfestir í samtali við íþróttadeild Vísis að Gylfi sé stálsleginn og spili með Val í kvöld. „Já hann er klár í slaginn. Hann hefur æft alla daga frá því að hann kom frá landsliðinu. Það er ekkert vesen á honum. Hann er klár,“ segir Túfa, eins og hann er gjarnan kallaður. Hann segir menn spennta að snúa aftur eftir landsleikjahlé en töluvert lengra er síðan að Valur spilaði leik heldur en KR. KR-ingar spiluðu frestaðan leik við Víking á föstudagskvöldið og töpuðu þar 3-0. Túfa segir spennu fyrir leiknum. „Við hlökkum til að fá fyrsta leikinn í einhverjar tvær vikur. Það er spennandi að mæta KR á Hlíðarenda og þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur Valsara og okkar stuðningsmenn. Tilfinningin er góð og við hlökkum til kvöldsins,“ segir Túfa. Srdjan Tufegdzic (Túfa) segir spennu fyrir kvöldinu.Vísir/Ívar Ávallt sé meiri spenna fyrir leik þessara fornu fjenda. „Ég held það skipti engu máli hvar liðin eru í töflunni þegar þessi lið mætast. Bæði lið eru ákveðin í að vinna þennan leik í kvöld. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá þrjá punkta í Evrópubaráttunni en líka mikilvægt fyrir klúbbinn og stuðningsmenn að gera vel gegn KR,“ segir Túfa. Leikur Vals og KR hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stúkan gerir upp alla 22. umferðina í Bestu deild karla beint í kjölfarið. Fylkir og Víkingur mætast einnig klukkan 19:15 og sýnt beint frá þeim leik á Stöð 2 Sport 5. Besta deild karla Valur KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Gylfi Þór var að glíma við magapest í kringum landsleiki Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland en hann byrjaði þó báða leikina. Talið er að allt að 15 leikmenn hafi lent í svipuðum veikindum í kjölfar leikjanna tveggja. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, staðfestir í samtali við íþróttadeild Vísis að Gylfi sé stálsleginn og spili með Val í kvöld. „Já hann er klár í slaginn. Hann hefur æft alla daga frá því að hann kom frá landsliðinu. Það er ekkert vesen á honum. Hann er klár,“ segir Túfa, eins og hann er gjarnan kallaður. Hann segir menn spennta að snúa aftur eftir landsleikjahlé en töluvert lengra er síðan að Valur spilaði leik heldur en KR. KR-ingar spiluðu frestaðan leik við Víking á föstudagskvöldið og töpuðu þar 3-0. Túfa segir spennu fyrir leiknum. „Við hlökkum til að fá fyrsta leikinn í einhverjar tvær vikur. Það er spennandi að mæta KR á Hlíðarenda og þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur Valsara og okkar stuðningsmenn. Tilfinningin er góð og við hlökkum til kvöldsins,“ segir Túfa. Srdjan Tufegdzic (Túfa) segir spennu fyrir kvöldinu.Vísir/Ívar Ávallt sé meiri spenna fyrir leik þessara fornu fjenda. „Ég held það skipti engu máli hvar liðin eru í töflunni þegar þessi lið mætast. Bæði lið eru ákveðin í að vinna þennan leik í kvöld. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá þrjá punkta í Evrópubaráttunni en líka mikilvægt fyrir klúbbinn og stuðningsmenn að gera vel gegn KR,“ segir Túfa. Leikur Vals og KR hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stúkan gerir upp alla 22. umferðina í Bestu deild karla beint í kjölfarið. Fylkir og Víkingur mætast einnig klukkan 19:15 og sýnt beint frá þeim leik á Stöð 2 Sport 5.
Besta deild karla Valur KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira