Gummi Ben býst við Gylfa í byrjunarliðinu Valur Páll Eiríksson skrifar 6. september 2024 13:31 Ísland - Rúmenía EM umspil knattspyrnu Laugardalsvöllur ksí Guðmundur Benediktsson spáði í spilin fyrir landsleik Íslands við Svartfjallaland í kvöld sem gestur Bítisins á Bylgjunni. Hann býst við því að Gylfi Þór Sigurðsson verði í byrjunarliði Íslands. Eitthvað hefur verið um meiðsli hjá íslenska hópnum. Sverrir Ingi Ingason þurfti að segja sig úr hópnum og Brynjar Ingi Bjarnason, sem kom inn í stað Sverris, þurfti einnig að segja sig frá verkefninu. Íslenska liðið varð þá fyrir mikilli blóðtöku þegar í ljós kom að Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður Lille, væri fótbrotinn. Brotið mun gera að verkum að hann mun engan þátt geta tekið í Þjóðadeildinni sem klárast um miðjan nóvember. Ísland mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik riðlakeppninnar klukkan 18:45 í kvöld á Laugardalsvelli. Tyrkir bíða ytra eftir helgi en Wales er þriðja liðið sem deilir riðli með strákunum okkar. Gylfi Þór Sigurðsson er í landsliðshópnum í fyrsta skipti í tæpt ár og býst Guðmundur, Gummi Ben, við því að hann byrji leik kvöldsins, sér í lagi vegna fjarveru Hákonar. „Ég held það séu allar líkur á því. Mér finnst líklegt, fyrst að hann [Åge Hareide] var að velja Gylfa, að þá sé hann að velja hann. Að hann sé að velja hann til að spila honum,“ segir Gummi við Heimi Karlsson í Bítinu. „Ég held það sé alveg ljóst núna, eftir meiðsli Hákons. Mér finnst líklegt að hann [Hareide] verði með einn framherja og Gylfa svona hálfan framherja fyrir aftan. Að hann byrji allavega leikinn þannig. Það finnst mér líklegast, án þess að hafa í rauninni hugmynd um það,“ segir Gummi enn fremur. Gummi mun lýsa leik Íslands og Svartfjallalands í kvöld sem hefst klukkan 18:45. Bein útsending hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport. Leikurinn verður í opinni dagskrá. Landslið karla í fótbolta Bítið Þjóðadeild karla í fótbolta Bylgjan Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
Eitthvað hefur verið um meiðsli hjá íslenska hópnum. Sverrir Ingi Ingason þurfti að segja sig úr hópnum og Brynjar Ingi Bjarnason, sem kom inn í stað Sverris, þurfti einnig að segja sig frá verkefninu. Íslenska liðið varð þá fyrir mikilli blóðtöku þegar í ljós kom að Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður Lille, væri fótbrotinn. Brotið mun gera að verkum að hann mun engan þátt geta tekið í Þjóðadeildinni sem klárast um miðjan nóvember. Ísland mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik riðlakeppninnar klukkan 18:45 í kvöld á Laugardalsvelli. Tyrkir bíða ytra eftir helgi en Wales er þriðja liðið sem deilir riðli með strákunum okkar. Gylfi Þór Sigurðsson er í landsliðshópnum í fyrsta skipti í tæpt ár og býst Guðmundur, Gummi Ben, við því að hann byrji leik kvöldsins, sér í lagi vegna fjarveru Hákonar. „Ég held það séu allar líkur á því. Mér finnst líklegt, fyrst að hann [Åge Hareide] var að velja Gylfa, að þá sé hann að velja hann. Að hann sé að velja hann til að spila honum,“ segir Gummi við Heimi Karlsson í Bítinu. „Ég held það sé alveg ljóst núna, eftir meiðsli Hákons. Mér finnst líklegt að hann [Hareide] verði með einn framherja og Gylfa svona hálfan framherja fyrir aftan. Að hann byrji allavega leikinn þannig. Það finnst mér líklegast, án þess að hafa í rauninni hugmynd um það,“ segir Gummi enn fremur. Gummi mun lýsa leik Íslands og Svartfjallalands í kvöld sem hefst klukkan 18:45. Bein útsending hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport. Leikurinn verður í opinni dagskrá.
Landslið karla í fótbolta Bítið Þjóðadeild karla í fótbolta Bylgjan Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira