Átta réðust á einn og höfðu af honum gleraugun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2024 06:24 Lögregla sinnti fjölbreyttum verkefnum á vaktinni í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti meðal annars fimm útköllum vegna líkamsárása á vaktinni i gærkvöldi og nótt og þremur vegna heimilisofbeldis. Ekki er gerð grein fyrir öllum málunum í tilkynningu lögreglu yfir verkefni næturinnar og sérstaklega tekið fram að lögregla veiti ekki upplýsingar um sérstaklega viðkvæm mál á þessu stigi. Hins vegar eru nokkur mál rakin, meðal annars útkall sem barst vegna manns sem hafði slegið annan mann í andlitið með golfkylfu, nánar tiltekið 5-tré. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu og kylfan haldlögð. Árásarþoli hlaut minniháttar áverka á andliti en sagðist ekki nenna að fara á slysadeild. Lögregla var einnig kölluð til vegna ógnandi manns í bílakjallara en sá reyndist hafa brotið framrúðu í bifreið og rænt fjármunum af tilkynnanda með því að hóta honum barsmíðum með flösku. Maðurinn var handtekinn og á honum fundust ætluð fíkniefni og ætlað þýfi. Annar maður sem tók þátt í ráninu og hafði í hótunum með eggvopni var farinn þegar lögreglu bar að og hefur ekki fundist. Lögregla sinnti einnig útkalli þar sem aðstoðar var óskað vegna ráns en þar voru átta sagðir hafa ráðist að einum og tekið af honum gleraugun. Árásarþoli sagði mennina hafa kýlt sig í höfuðið, dregið sig niður í jörðina og sparkað í hnakka og bak. Flestir sem komu að málum eru óþekktir og allir eru ófundnir. Málið er í rannsókn. Ein eftirför var farin í gær þegar ökumaður freistaði þess að komast undan lögreglu. Stöðvaði hann loks bifreið sína en hljóp í burtu í gegnum garða við íbúðarhús. Lögreglumenn náðu manninum og yfirbuguðu . Hann reyndist ölvaður og undir áhrifum kókaíns og þá fundust fíkniefni í bifreiðinni. Lögreglumál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Ekki er gerð grein fyrir öllum málunum í tilkynningu lögreglu yfir verkefni næturinnar og sérstaklega tekið fram að lögregla veiti ekki upplýsingar um sérstaklega viðkvæm mál á þessu stigi. Hins vegar eru nokkur mál rakin, meðal annars útkall sem barst vegna manns sem hafði slegið annan mann í andlitið með golfkylfu, nánar tiltekið 5-tré. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu og kylfan haldlögð. Árásarþoli hlaut minniháttar áverka á andliti en sagðist ekki nenna að fara á slysadeild. Lögregla var einnig kölluð til vegna ógnandi manns í bílakjallara en sá reyndist hafa brotið framrúðu í bifreið og rænt fjármunum af tilkynnanda með því að hóta honum barsmíðum með flösku. Maðurinn var handtekinn og á honum fundust ætluð fíkniefni og ætlað þýfi. Annar maður sem tók þátt í ráninu og hafði í hótunum með eggvopni var farinn þegar lögreglu bar að og hefur ekki fundist. Lögregla sinnti einnig útkalli þar sem aðstoðar var óskað vegna ráns en þar voru átta sagðir hafa ráðist að einum og tekið af honum gleraugun. Árásarþoli sagði mennina hafa kýlt sig í höfuðið, dregið sig niður í jörðina og sparkað í hnakka og bak. Flestir sem komu að málum eru óþekktir og allir eru ófundnir. Málið er í rannsókn. Ein eftirför var farin í gær þegar ökumaður freistaði þess að komast undan lögreglu. Stöðvaði hann loks bifreið sína en hljóp í burtu í gegnum garða við íbúðarhús. Lögreglumenn náðu manninum og yfirbuguðu . Hann reyndist ölvaður og undir áhrifum kókaíns og þá fundust fíkniefni í bifreiðinni.
Lögreglumál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira