Fylla upp í sprungur í von um að hægt verði að opna Grindavík aftur Bjarki Sigurðsson og Kjartan Kjartansson skrifa 5. september 2024 20:20 Jón Gunnar Margeirsson, verktaki í Grindavík, er vongóður um að hægt verði að opna bæinn aftur á næstu vikum. Vísir/Arnar Vinna við sprungufyllingar í Grindavík gengur vel, þó að verkið vinnist seint, að sögn verktaka. Hann er fullviss um að eftir að fyllt verður í sprungur og hættusvæði girt af verði hægt að flytja aftur í bæinn. Hafist var handa við að fylla upp í sprungur í Grindavík í síðustu viku, meðal annars á Víkurbraut sem er aðalumferðaræð bæjarins. Það eru heimamenn sem vinna verkið. Verkinu er skipt upp í þrjá áfanga. Í fyrsta áfanga eru svæði sem sett voru í forgang eins og Víkurbrautin sem búið er að opna að hluta. „Þetta er seinlegt. Það er mikið af lögnum í götunum en það er allavegana ekkert mjög alvarlegt að sjá hér undir,“ segir Jón Gunnar Margeirsson, eigandi verktakafyrirtækisins Jóns og Margeirs. Fyllt var upp í sex sprungur undir Nesvegi í sumar og segir Jón Gunnar að ekkert athugavert hafi verið að sjá þar. „En auðvitað er þetta sprungið og það þarf að laga þetta,“ segir hann. Grindavíkurbær hefur verið meira eða minna tómur frá því að meiriháttar jarðhræringar og eldsumbrot hófust fyrir tíu mánuðum. Jón Gunnar telur framkvæmdirnar skref í áttina að því að byggja bæinn upp á ný. Þetta lítur nú kannski ekkert vel eins og staðan er núna en ég ætla að vona að eftir svona hálfan mánuð verði þetta allt orðið greiðfært og allt klárt hérna. Þá verður lífæðin í gegnum bæinn orðin opin. Ég hef trú á því að það geti farið að styttast í að við opnum bæinn þegar þetta er orðið klárt,“ segir verktakinn. Unnið er að því að girða hættuleg svæði af. „Óskastaðan: að opna bæinn sem allra fyrst. Lokunarpóstana í burtu og bara opna bæinn og koma lífi í bæinn. Það er það sem við þurfum. Annars gerist ekkert hérna.“ Of snemmt að segja til um goslok Nokkuð er um ferðamenn sem leggja leið sína að gosstöðvunum suðvestan við Grindavík. Lögregla hefur beðið fólk um að hætta sér ekki of nálægt gosinu og hafa flestir farið eftir þeim tilmælum. Verulega hefur fjarað undan eldvirkninni síðustu daga en of snemmt er að segja til um hvort að gosinu sé við það að ljúka. Sérfræðingar Veðurstofunnar telja að landris sé líklegast hafið á ný undir Svartsengi en ekki sé hægt að segja til um það fyrr en eftir næstu daga. Spáð er að gosmengun geti borist yfir höfuðborgarsvæðið og gætu viðkvæmir fundið fyrir einkennum vegna hennar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Hafist var handa við að fylla upp í sprungur í Grindavík í síðustu viku, meðal annars á Víkurbraut sem er aðalumferðaræð bæjarins. Það eru heimamenn sem vinna verkið. Verkinu er skipt upp í þrjá áfanga. Í fyrsta áfanga eru svæði sem sett voru í forgang eins og Víkurbrautin sem búið er að opna að hluta. „Þetta er seinlegt. Það er mikið af lögnum í götunum en það er allavegana ekkert mjög alvarlegt að sjá hér undir,“ segir Jón Gunnar Margeirsson, eigandi verktakafyrirtækisins Jóns og Margeirs. Fyllt var upp í sex sprungur undir Nesvegi í sumar og segir Jón Gunnar að ekkert athugavert hafi verið að sjá þar. „En auðvitað er þetta sprungið og það þarf að laga þetta,“ segir hann. Grindavíkurbær hefur verið meira eða minna tómur frá því að meiriháttar jarðhræringar og eldsumbrot hófust fyrir tíu mánuðum. Jón Gunnar telur framkvæmdirnar skref í áttina að því að byggja bæinn upp á ný. Þetta lítur nú kannski ekkert vel eins og staðan er núna en ég ætla að vona að eftir svona hálfan mánuð verði þetta allt orðið greiðfært og allt klárt hérna. Þá verður lífæðin í gegnum bæinn orðin opin. Ég hef trú á því að það geti farið að styttast í að við opnum bæinn þegar þetta er orðið klárt,“ segir verktakinn. Unnið er að því að girða hættuleg svæði af. „Óskastaðan: að opna bæinn sem allra fyrst. Lokunarpóstana í burtu og bara opna bæinn og koma lífi í bæinn. Það er það sem við þurfum. Annars gerist ekkert hérna.“ Of snemmt að segja til um goslok Nokkuð er um ferðamenn sem leggja leið sína að gosstöðvunum suðvestan við Grindavík. Lögregla hefur beðið fólk um að hætta sér ekki of nálægt gosinu og hafa flestir farið eftir þeim tilmælum. Verulega hefur fjarað undan eldvirkninni síðustu daga en of snemmt er að segja til um hvort að gosinu sé við það að ljúka. Sérfræðingar Veðurstofunnar telja að landris sé líklegast hafið á ný undir Svartsengi en ekki sé hægt að segja til um það fyrr en eftir næstu daga. Spáð er að gosmengun geti borist yfir höfuðborgarsvæðið og gætu viðkvæmir fundið fyrir einkennum vegna hennar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira