Innlent

Sagður hafa ógnað ungum stúlkum með hníf í Seljahverfinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stúlkurnar voru við leikvöll í Kambaseli í Breiðholti þegar atvikið átti sér stað.
Stúlkurnar voru við leikvöll í Kambaseli í Breiðholti þegar atvikið átti sér stað. Vísir/vilhelm

Grímuklæddur karlmaður á fertugsaldri er sagður hafa ógnað stúlkum á aldrinum tíu til fjórtán ára við leikvöll í Seljahverfinu í gærkvöldi. Málið er á borði lögreglu.

Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni, segir í samtali við Mbl.is að tilkynning um málið hafi borist um klukkan 21 eða um tveimur tímum eftir atvikið. Lögregla hafi farið á svæðið og rætt við stúlkurnar og foreldra.

Lýsing hafi verið tekin niður af manninum en ekki tekist að hafa hendur í hári hans. Málið sé til rannsóknar.


Tengdar fréttir

Skólabörn óttuðust mann sem sofnaði á bekk í almenningsgarði

Lögreglan á Vestfjörðum kom manni í andlegu ójafnvægi undir læknishendur í gær eftir að tilkynnt var um veru hans í almenningsgarði á Ísafirði. Hann hafði legið sofandi á bekk í garðinum yfir nóttina og þegar kennsla hófst í grunnskóla bæjarins hafði maðurinn vaknað og nemendur orðið hræddir við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×