Innlent

„Þau stóðu og tröðkuðu á and­litinu á honum“

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Árásin átti sér stað fyrir utan Breiðholtslaug.
Árásin átti sér stað fyrir utan Breiðholtslaug. vísir/vilhelm

„Ég er að beygja inn á planið þegar dóttir mín argar „það er verið að meiða“,“ segir kona sem varð vitni að fólskulegri hópárás fyrir utan Breiðholtslaug í dag. 

Konan vill ekki koma fram undir nafni en tilraunir fréttastofu til að ná tali af lögreglu vegna málsins hafa ekki borið árangur. 

„Ég steig bílinn í botn, keyri að þeim og flauta. Þá hlaupa strákarnir, sem voru fjórir eða fimm ofan á honum, bakvið húsið,“ segir konan.

„Hann er alveg kominn í lás og dettur þegar hann reynir að standa upp. Augljóslega vankaður. Ég auðvitað tjékka strax á stungusárum en ég hef annars litlar upplýsingar, fyrir utan það að ég veit hvernig þeir líta út, strákurinn sem ráðist var á og sá sem ég held að hafi verið bróðir hans,“ segir konan. 

Þolandinn og vinur hans hafi veirð á bilinu 11-15 ára og af asískum uppruna. „Vonandi hjálpar það foreldrum að átta sig á því hvað hafi átt sér stað,“ segir konan sem kveðst ekki hafa séð hvernig gerendur hafi litið út. 

Þolandinn hafi farið í sund á sama tíma og konan og fjölskylda og hún beðið starsfólk um að hjálpa honum en strákurinn neitað allri hjálp. Hún hefur þegar rætt við lögreglu um atvikið. 

„Börnin voru í algjöru losti. Þetta var ekkert grín, þessi handtök. Þau stóðu og tröðkuðu á andlitinu á honum. Þetta var bara alvöru árás, þau ætluðu sér að meiða hann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×