Innlent

Stúlkan enn í lífs­hættu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn málsins miða vel.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn málsins miða vel. Vísir/Arnar

Sextán ára piltur var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 26. september á grundvelli almannahagsmuna vegna stunguárásarinnar í Skúlagötu á Menningarnótt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur fram að gæsluvarðhaldið sé í þágu rannsóknar á líkamsárásinni síðustu helgi. Pilturinn er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni, tvær stúlkur og einn pilt með hnífi. 

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu að rannsókn málsins miði vel áfram. Þá staðfestir hann að önnur stúlknanna sem varð fyrir árásinni sé enn í lífshættu. „Já, það er óbreytt,“ segir hann.

Drengurinn var úrskurðaður í gæsluvarðahald daginn eftir árásina, sem átti sér stað aðfaranótt 25. ágúst. Gæsluvarðhaldið hefði að óbreyttu runnið út í dag. Fórnarlömbin voru öll undir lögaldri líkt og árásarmaðurinn.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×