Safnaði 700 þúsund krónum: „Ég hreinlega bara elska Barnaspítalann svo mikið“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. ágúst 2024 21:32 Ólavía Þorkelsdóttir Skarstad, tíu ára frá Akranesi, ásamt forstöðukonu leikstofu Barnaspítala Hringsins. Vísir/Arnar Ólavía Þorkelsdóttir Skarstad, tíu ára frá Akranesi, tók upp á því fyrir um tíu dögum síðan að teikna myndir af Akrafjalli sem hún gekk með á milli húsa og seldi á 200 krónur stykkið. Þetta gerði hún til styrktar Barnaspítala Hringsins og hafa nú safnast rúmlega 700 þúsund krónur. „Fannst mér eiginlega bara að ég ætti að safna fyrir Barnaspítalann því hann hefur gert svo mikið fyrir mig. Ég hreinlega bara elska Barnaspítalann svo mikið,“ sagði í Ólavía. Hvað vonastu til þess að Barnaspítalinn noti peninginn í? „Grjónapúða og eitthvað til að hjálpa börnum að líða ekki illa.“ Algjört kraftaverkabarn Ólavía á langa sögu á spítalanum að baki en hún greindist fimm ára með krabbamein og var síðan endurgreind ári seinna með stjarnfrumuæxli í heila. Liv Åse Skarstad, móðir Ólavíu, segir að Ólavíu hafi verið gefnar nokkrar vikur á sínum tíma en sé frísk í dag. „Hún fékk svo sannkallaða kraftaverkameðferð því hún er fyrsta barnið á Íslandi sem að fór í líftæknimeðferð og það var tveggja ára ferli sem við áttum ekki von á að hún myndi klára. Hún væri ekki hér í dag nema út af henni og út af þessu flotta starfsfólki á Barnaspítalanum.“ Svo hún er bara sannkallaða kraftaverkabarn? „Algjört, það er bara þannig.“ Ólavía ásamt móður sinni.Vísir/Arnar Enn hægt að styrkja málefnið Fréttastofa fylgdi Ólavíu þegar hún heimsótti leikstofu Barnaspítalans og afhenti myndir. Mikil gleði greip um sig þegar börn á spítalanum fengu teiknaða mynd af Akrafjalli. Forstöðukona leikstofunnar fékk einnig eintak af myndinni sem lofaði að hún yrði römmuð inn. Enn er hægt að styrkja málefnið inn á söfnunarsjóðnum Vinir Ólavíu á reikning: 0515-26-450719, kt: 450719-0130. Ólavía Þorkelsdóttir Skarstad.Vísir/Arnar Ólavía segist hafa áhyggjur af því að börn séu kannski hrædd þegar þau koma fyrst inn á Barnaspítalann en tekur fram að það sé ekkert að hræðast og að allir sem starfi þar séu „frábært fólk“. „Ég labbaði fyrst í hús og síðan tók mamma vídéó af mér og setti inn á Íbúar á Akranesi og þá pöntuðu næstum 300 manns og svo fórum við bara að selja myndirnar,“ segir Ólavía sem segir fólk vera mjög ánægt með myndirnar og að flestir séu búnir að hengja hana upp á vegg hjá sér. Orðin eins og stórstjarna Liv segir að Ólavía hafi fengið hugmyndina algjörlega upp á sínar eigin spýtur. Ólavía hafi tilkynnt henni fyrir tíu dögum að hún ætlaði sér að selja myndir og safna fyrir Barnaspítalann. „Hún fór út og labbaði upp og niður götuna þar sem við eigum heima og seldi myndir. Hún gerði þetta í nokkra daga og náði ágætri upphæð. Síðan ákváðum við að færa þetta aðeins upp á skaftið og setja á Facebook og þá sprakk allt í höndunum á okkur. Þá var farið í það að fjölfalda og nú er hún búin að sitja sveitt að skrifa nafnið sitt og árita svo hún er bara orðin eins og ekta listamaður eins og Tolli eða Erró.“ Er hún bara orðin eins og stórstjarna? „Það má segja það. Við fórum út í búð í vikunni og það kom bara fólk og rétti henni pening. Það er bara svolítið þannig. Það þekkja allir Ólavíu á Akranesi.“ Liv tekur fram að starfsfólk á spítalanum hafi verið himinlifandi þegar að Ólavía tilkynnti þeim að hún væri búin að safna 700 þúsund krónum. Börn og uppeldi Landspítalinn Krakkar Heilbrigðismál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
„Fannst mér eiginlega bara að ég ætti að safna fyrir Barnaspítalann því hann hefur gert svo mikið fyrir mig. Ég hreinlega bara elska Barnaspítalann svo mikið,“ sagði í Ólavía. Hvað vonastu til þess að Barnaspítalinn noti peninginn í? „Grjónapúða og eitthvað til að hjálpa börnum að líða ekki illa.“ Algjört kraftaverkabarn Ólavía á langa sögu á spítalanum að baki en hún greindist fimm ára með krabbamein og var síðan endurgreind ári seinna með stjarnfrumuæxli í heila. Liv Åse Skarstad, móðir Ólavíu, segir að Ólavíu hafi verið gefnar nokkrar vikur á sínum tíma en sé frísk í dag. „Hún fékk svo sannkallaða kraftaverkameðferð því hún er fyrsta barnið á Íslandi sem að fór í líftæknimeðferð og það var tveggja ára ferli sem við áttum ekki von á að hún myndi klára. Hún væri ekki hér í dag nema út af henni og út af þessu flotta starfsfólki á Barnaspítalanum.“ Svo hún er bara sannkallaða kraftaverkabarn? „Algjört, það er bara þannig.“ Ólavía ásamt móður sinni.Vísir/Arnar Enn hægt að styrkja málefnið Fréttastofa fylgdi Ólavíu þegar hún heimsótti leikstofu Barnaspítalans og afhenti myndir. Mikil gleði greip um sig þegar börn á spítalanum fengu teiknaða mynd af Akrafjalli. Forstöðukona leikstofunnar fékk einnig eintak af myndinni sem lofaði að hún yrði römmuð inn. Enn er hægt að styrkja málefnið inn á söfnunarsjóðnum Vinir Ólavíu á reikning: 0515-26-450719, kt: 450719-0130. Ólavía Þorkelsdóttir Skarstad.Vísir/Arnar Ólavía segist hafa áhyggjur af því að börn séu kannski hrædd þegar þau koma fyrst inn á Barnaspítalann en tekur fram að það sé ekkert að hræðast og að allir sem starfi þar séu „frábært fólk“. „Ég labbaði fyrst í hús og síðan tók mamma vídéó af mér og setti inn á Íbúar á Akranesi og þá pöntuðu næstum 300 manns og svo fórum við bara að selja myndirnar,“ segir Ólavía sem segir fólk vera mjög ánægt með myndirnar og að flestir séu búnir að hengja hana upp á vegg hjá sér. Orðin eins og stórstjarna Liv segir að Ólavía hafi fengið hugmyndina algjörlega upp á sínar eigin spýtur. Ólavía hafi tilkynnt henni fyrir tíu dögum að hún ætlaði sér að selja myndir og safna fyrir Barnaspítalann. „Hún fór út og labbaði upp og niður götuna þar sem við eigum heima og seldi myndir. Hún gerði þetta í nokkra daga og náði ágætri upphæð. Síðan ákváðum við að færa þetta aðeins upp á skaftið og setja á Facebook og þá sprakk allt í höndunum á okkur. Þá var farið í það að fjölfalda og nú er hún búin að sitja sveitt að skrifa nafnið sitt og árita svo hún er bara orðin eins og ekta listamaður eins og Tolli eða Erró.“ Er hún bara orðin eins og stórstjarna? „Það má segja það. Við fórum út í búð í vikunni og það kom bara fólk og rétti henni pening. Það er bara svolítið þannig. Það þekkja allir Ólavíu á Akranesi.“ Liv tekur fram að starfsfólk á spítalanum hafi verið himinlifandi þegar að Ólavía tilkynnti þeim að hún væri búin að safna 700 þúsund krónum.
Börn og uppeldi Landspítalinn Krakkar Heilbrigðismál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira