Innlent

Komu fórnar­lömbum stungu­á­rásarinnar til að­stoðar

Eiður Þór Árnason skrifar
Árásin átti sér stað nærri Sjávarútvegshúsiðinu við Skúlagötu 4.
Árásin átti sér stað nærri Sjávarútvegshúsiðinu við Skúlagötu 4. vísir/vilhelm

Starfsfólk Hopp hlúði að fórnarlömbum alvarlegrar stunguárásar sem átti sér stað við Skúlagötu í Reykjavík seint í gær. Einn var handtekinn grunaður um árásina og þrír eru særðir, þar af einn lífshættulega. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri.

Starfsfólk Hopp var staðsett nálægt Sjávarútvegshúsinu í Skúlagötu vegna Menningarnætur og var vitni að árásinni. Þetta segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík. 

„Starfsfólkið okkar brást hárrétt við, höfðu samband við neyðarlínu, hlúðu að brotaþolum og voru viðbraðgsaðilar snögg á vettvang.“

Hún segir í skriflegu svari að það sé forgangsmál stjórnenda fyrirtækisins í dag að hlúa að sínu starfsfólki. Hugur þeirra sé fyrst og fremst hjá brotaþolum og aðstandendum þeirra.

Handtekinn á heimili sínu

Gestir Menningarnætur urðu margir varir við mikinn viðbúnað lögreglu og slökkviliðs í miðborg Reykjavíkur á tólfta tímanum í gær. 

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við fréttastofu í morgun að útkall um alvarlega líkamsárás, þar sem hnífi var beitt, hafa borist um hálf tólf. Hinn grunaði hafi verið handtekinn á heimili sínu nokkrum klukkustundum eftir árásina.

Að sögn lögreglu er einn brotaþola alvarlega slasaður og gekkst undir aðgerð á Landspítala í nótt. Það sé mat lækna að viðkomandi sé í lífshættu.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Allir undir á­tján ára og einn brota­þola í lífs­hættu

Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 

Alvarleg líkamsárás í miðborginni

Mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs var í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna alvarlegrar líkamsárásar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×