„Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2024 07:56 Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm „Hún er fín, miðað við allt og allt,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um stöðuna í samtali við Bítið í morgun. „Eldgosið mallar þarna og virknin er mest til norðurs eins og komið hefur fram í fjölmiðlum.“ Vísindamenn flugu tvívegis yfir í nótt, að sögn Hjördísar, ekki síst til að meta hraunrennslið og sjá í hvaða átt það væri að fara. „Það er mest þarna norðanmegin við eldgosið. Góðu fréttirnar eru að það er ekki á leiðinni í átt að Grindavík. Þannig að við tökum stöðuna núna miðað við allar þessar upplýsingar og vísindafólk og verkfræðingar taka allar þessar breytur og setja inn í hraunflæðilíkön, sem við höfum notað mikið núna undanfarin ár og hefur gefist vel til að meta hver staðan er og framvindan ekki síst.“ Að sögn Hjördísar gekk rýming í Grindavík og Bláa lóninu vel en greint var frá því í gær að hún hefði tekið um 40 mínútur. Gist hafi verið í um 20 húsum síðustu nætur en fólk kunni orðið vel á viðbrögð við gosi. „Eins og staðan er núna þá lítur þetta ágætlega út,“ segir Hjördís um þróun mála á gossprungunum, sem eru tvær. Ómögulegt sé að segja til um hvort nýjar sprungur opnast. „Já, það er og verður líklega alltaf þannig á Íslandi,“ svarar Hjördís spurð að því hvort fólk sé að leggja leið sína að gosstöðvunum. „Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því. En við svo sem biðluðum til fólks um að vera ekki að fara of nálægt og hvað þá að vera að stoppa á Reykjanesbrautinni til þess að labba svo út og taka myndir. Því það náttúrulega skapar hættu og viðbragðsaðilar eru uppteknir við annað en að bjarga fólki... frá Reykjanesbrautinni alla vega.“ Hjördís segir langflesta fara að leiðbeiningum. Spurð um fundi í dag segir Hjördís endalaust fundað þegar svona stendur. „Ætli það sé ekki biðin eftir næsta eldgosi. Og vitneskjan um að það muni koma nýtt eldgos,“ svarar hún spurð að því hvað hafi breyst frá fyrsta gosinu í þessari hrinu. „Ætli það sé ekki þessi bið eftir næsta eldgosi og kannski bara að vona að ef það þarf að koma þá væri fínt að það komi til að létta á kerfinu. Og létta á... ekki síst fyrir fólkið sem býr á staðnum og vinnur þarna nælægt. Það er svona vitneskjan um að ef það er eldgos eða það er nýbúið þá verður smá pása.“ Hjördís játar að nýr veruleiki stöðugra eldgosa skapi mikið álag fyrir viðbragðsaðila. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Erlent Fleiri fréttir Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Sjá meira
Vísindamenn flugu tvívegis yfir í nótt, að sögn Hjördísar, ekki síst til að meta hraunrennslið og sjá í hvaða átt það væri að fara. „Það er mest þarna norðanmegin við eldgosið. Góðu fréttirnar eru að það er ekki á leiðinni í átt að Grindavík. Þannig að við tökum stöðuna núna miðað við allar þessar upplýsingar og vísindafólk og verkfræðingar taka allar þessar breytur og setja inn í hraunflæðilíkön, sem við höfum notað mikið núna undanfarin ár og hefur gefist vel til að meta hver staðan er og framvindan ekki síst.“ Að sögn Hjördísar gekk rýming í Grindavík og Bláa lóninu vel en greint var frá því í gær að hún hefði tekið um 40 mínútur. Gist hafi verið í um 20 húsum síðustu nætur en fólk kunni orðið vel á viðbrögð við gosi. „Eins og staðan er núna þá lítur þetta ágætlega út,“ segir Hjördís um þróun mála á gossprungunum, sem eru tvær. Ómögulegt sé að segja til um hvort nýjar sprungur opnast. „Já, það er og verður líklega alltaf þannig á Íslandi,“ svarar Hjördís spurð að því hvort fólk sé að leggja leið sína að gosstöðvunum. „Við hlaupum í átt að eldgosi á meðan aðrir hlaupa í burtu frá því. En við svo sem biðluðum til fólks um að vera ekki að fara of nálægt og hvað þá að vera að stoppa á Reykjanesbrautinni til þess að labba svo út og taka myndir. Því það náttúrulega skapar hættu og viðbragðsaðilar eru uppteknir við annað en að bjarga fólki... frá Reykjanesbrautinni alla vega.“ Hjördís segir langflesta fara að leiðbeiningum. Spurð um fundi í dag segir Hjördís endalaust fundað þegar svona stendur. „Ætli það sé ekki biðin eftir næsta eldgosi. Og vitneskjan um að það muni koma nýtt eldgos,“ svarar hún spurð að því hvað hafi breyst frá fyrsta gosinu í þessari hrinu. „Ætli það sé ekki þessi bið eftir næsta eldgosi og kannski bara að vona að ef það þarf að koma þá væri fínt að það komi til að létta á kerfinu. Og létta á... ekki síst fyrir fólkið sem býr á staðnum og vinnur þarna nælægt. Það er svona vitneskjan um að ef það er eldgos eða það er nýbúið þá verður smá pása.“ Hjördís játar að nýr veruleiki stöðugra eldgosa skapi mikið álag fyrir viðbragðsaðila.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi Erlent Fleiri fréttir Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Sjá meira