DNA verðbólgunnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2024 15:32 Á miðvikudag héldum við vinnufund í þingflokki Viðreisnar þar sem áherslan var á að létta venjulegu fólki róðurinn. Það er okkar brýnasta verkefni og þannig viljum við fara inn í komandi þingvetur. Bein í baki og með brettar ermar. Þegar heim var komið hlustaði ég svo á Sigurð Inga Jóhannsson fjármálaráðherra bregðast við svimandi vöxtum og verðbólgu í Kastljósi. Það lá við að ég stykki upp á nef mér þegar ég heyrði hann segja þetta: „Þessar væntingar sem að búa með þjóðinni, og eru hluti af einhvern veginn DNA-vanda okkar, komandi úr gamalli hárri, miklu hærri verðbólgu. Við einhvern veginn sættum okkur við hærri verðbólgu eða hærra verðbólgustig, eða sækjumst jafnvel eftir því, heldur en margar aðrar þjóðir.“ Það hefði verið freistandi að taka einn snúning á ráðherranum og halda því fram að með þessu væri hann á flótta undan eigin mistökum. Málið er bara að það er meiri þungi í þessum orðum ráðherrans en svo að þau séu enn eitt tilefnið til að vera með háðsglósur. Verðbólguvæntingar Ég ætla að lýsa mig innilega ósammála ráðherranum hvað erfðaefni Íslendinga varðar og að það sé á einhvern hátt á skjön við erfðaefni frændsystkina okkar á Norðurlöndum. Í öllum þessum þjóðum blundar nákvæmlega sama þrautseigjan og seiglan. Það er hins vegar fjármála- og efnahagskerfi okkar Íslendinga sem byggir á annars konar erfðasamsetningu en þekkist annars staðar. Svona ef ráðherrann vill raunverulega tala um vanda sem er djúpstæður. Það að íslensk þjóð sýni þeirri samsetningu umburðarlyndi er okkur ekki í blóð borið. Við erum neydd til þess. En hvað sem þessu óheppilega orðavali ráðherrans líður þá er vandinn enn sá sami og hann þarfnast úrlausnar. Það er rétt hjá ráðherranum að verðbólguvæntingar hafa mikil áhrif. Það á við um hegðun heimila, fyrirtækja og fjármálamarkaðarins. En líka og ekki síður viðbrögð stjórnvalda. Fyrir um tveimur árum kynnti nýr fjármálaráðherra í Bretlandi fjárlög. Viðbrögð fjármálamarkaðarins voru þau að ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf rauk í nokkra daga upp í það sama og við eigum að venjast á Íslandi. Viðbrögð stjórnmálanna í Bretlandi voru að skipta þegar í stað um ríkisstjórn og sparka fjármálaráðherranum. Mat á stjórn efnahagsmála Verðbólguvæntingar eru nefnilega mat heimila og markaðarins á stjórn efnahagsmála. En af hverju eru viðbrögð heimila og atvinnulífs á allt annan veg hér en í Bretlandi eða hjá frændum okkar á Norðurlöndum? Ég held að ástæðan sé sú að hjá okkur liggur vandinn ekki bara í fjármálastjórn ríkisins heldur líka í kerfinu sjálfu. Ríkisstjórnin ber vissulega ábyrgð á lausatökum í ríkisfjármálum. Viðvarandi hallarekstur ríkissjóðs og um hundrað milljarða árleg vaxtagjöld er á hennar ábyrgð. En fólkið í landinu, inn á heimilunum og úti í fyrirtækjunum, veit að stærri hluti vandans liggur í smáum gjaldmiðli. Þetta er ástæðan fyrir því að verðbólga og vextir eru hér viðvarandi tvöfalt til þrefalt hærri en í nágrannalöndunum, þótt verðbólgan lækki og vextirnir með. Það er annað DNA í íslensku krónunni en stærri og stöðugri gjaldmiðlum. Þar liggur hundurinn grafinn. Læstar dyr Þetta er ástæðan fyrir því að viðnám gegn verðhækkunum er hér minna en erlendis og aðhald að okkur stjórnmálamönnum er minna en annars staðar. Agaleysi ríkisstjórnar fær skjól frá krónunni. Frá sjónarhóli stjórnenda fyrirtækja er ekki sama pressa að halda aftur af verðhækkunum þegar þeir vita að skekkjan í samanburðinum við útlönd helst alltaf sú sama. Frá sjónarhóli kjósenda er veruleikinn svo sá að það breytir ekki öllu hvort skipt sé um ríkisstjórn ef nýja stjórnin er svo ekki tilbúin til að ganga í myntbandalag sem hefur sama DNA og nágrannar okkar og helstu viðskiptaþjóðir. Það er einmitt hér sem við komum að læstum dyrum. Það er enn meirihluti á Alþingi sem hefur endalausa þolinmæði fyrir hærri verðbólgu og hærri vöxtum en nágrannalöndin búa við til þess eins að halda krónunni. Sami meirihluti og lætur sífellt sömu hópanna og millitekjufólkið standa undir herkostnaðinum af íslensku krónunni. Meðan aðrir geta stimplað sig út úr krónuhagkerfinu. Fyrir þá sem hafa jákvæðar væntingar Fyrir þá sem hafa jákvæðar væntingar að eitthvað gerist í þessum málum, vil ég segja þetta: Það er hægt að opna þessar dyr og breyta hlutum til betri vegar. Í stað þess að hneykslast eða gera gys að ummælum fjármálaráðherra, þótt það sé afar freistandi, eigum við að taka þau alvarlega. Það er sem sagt rétt hjá ráðherranum að þetta er að hluta til DNA-vandi. En sá vandi liggur ekki í blóði okkar Íslendinga. Við þurfum einfaldlega að byrja á því að brjóta DNA-kenningu fjármálaráðherra til mergjar og þora að horfast í augu við hver meginorsök hárrar verðbólgu og vaxta er. Það gerum við með víðtækri upplýsingaöflun eins og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa kallað eftir. Síðan þurfum við djúpa og yfirvegaða umræðu. Svo getum við komist að niðurstöðu til að mynda í næstu kosningum. Ég held að það hafi ekki verið alveg út í loftið hjá okkur á vinnufundi Viðreisnar að komandi þingvetur eigi að snúast um bjartsýni og betri tíð. Viðreisn er nefnilega flokkur sem getur raunverulega létt fólki róðurinn. Við stöndum fyrir breytingar og viljum ráðast að rótum vandamálanna fremur en að taka þeim sem einhverjum órjúfanlegum genatengdum fasta. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Efnahagsmál Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á miðvikudag héldum við vinnufund í þingflokki Viðreisnar þar sem áherslan var á að létta venjulegu fólki róðurinn. Það er okkar brýnasta verkefni og þannig viljum við fara inn í komandi þingvetur. Bein í baki og með brettar ermar. Þegar heim var komið hlustaði ég svo á Sigurð Inga Jóhannsson fjármálaráðherra bregðast við svimandi vöxtum og verðbólgu í Kastljósi. Það lá við að ég stykki upp á nef mér þegar ég heyrði hann segja þetta: „Þessar væntingar sem að búa með þjóðinni, og eru hluti af einhvern veginn DNA-vanda okkar, komandi úr gamalli hárri, miklu hærri verðbólgu. Við einhvern veginn sættum okkur við hærri verðbólgu eða hærra verðbólgustig, eða sækjumst jafnvel eftir því, heldur en margar aðrar þjóðir.“ Það hefði verið freistandi að taka einn snúning á ráðherranum og halda því fram að með þessu væri hann á flótta undan eigin mistökum. Málið er bara að það er meiri þungi í þessum orðum ráðherrans en svo að þau séu enn eitt tilefnið til að vera með háðsglósur. Verðbólguvæntingar Ég ætla að lýsa mig innilega ósammála ráðherranum hvað erfðaefni Íslendinga varðar og að það sé á einhvern hátt á skjön við erfðaefni frændsystkina okkar á Norðurlöndum. Í öllum þessum þjóðum blundar nákvæmlega sama þrautseigjan og seiglan. Það er hins vegar fjármála- og efnahagskerfi okkar Íslendinga sem byggir á annars konar erfðasamsetningu en þekkist annars staðar. Svona ef ráðherrann vill raunverulega tala um vanda sem er djúpstæður. Það að íslensk þjóð sýni þeirri samsetningu umburðarlyndi er okkur ekki í blóð borið. Við erum neydd til þess. En hvað sem þessu óheppilega orðavali ráðherrans líður þá er vandinn enn sá sami og hann þarfnast úrlausnar. Það er rétt hjá ráðherranum að verðbólguvæntingar hafa mikil áhrif. Það á við um hegðun heimila, fyrirtækja og fjármálamarkaðarins. En líka og ekki síður viðbrögð stjórnvalda. Fyrir um tveimur árum kynnti nýr fjármálaráðherra í Bretlandi fjárlög. Viðbrögð fjármálamarkaðarins voru þau að ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf rauk í nokkra daga upp í það sama og við eigum að venjast á Íslandi. Viðbrögð stjórnmálanna í Bretlandi voru að skipta þegar í stað um ríkisstjórn og sparka fjármálaráðherranum. Mat á stjórn efnahagsmála Verðbólguvæntingar eru nefnilega mat heimila og markaðarins á stjórn efnahagsmála. En af hverju eru viðbrögð heimila og atvinnulífs á allt annan veg hér en í Bretlandi eða hjá frændum okkar á Norðurlöndum? Ég held að ástæðan sé sú að hjá okkur liggur vandinn ekki bara í fjármálastjórn ríkisins heldur líka í kerfinu sjálfu. Ríkisstjórnin ber vissulega ábyrgð á lausatökum í ríkisfjármálum. Viðvarandi hallarekstur ríkissjóðs og um hundrað milljarða árleg vaxtagjöld er á hennar ábyrgð. En fólkið í landinu, inn á heimilunum og úti í fyrirtækjunum, veit að stærri hluti vandans liggur í smáum gjaldmiðli. Þetta er ástæðan fyrir því að verðbólga og vextir eru hér viðvarandi tvöfalt til þrefalt hærri en í nágrannalöndunum, þótt verðbólgan lækki og vextirnir með. Það er annað DNA í íslensku krónunni en stærri og stöðugri gjaldmiðlum. Þar liggur hundurinn grafinn. Læstar dyr Þetta er ástæðan fyrir því að viðnám gegn verðhækkunum er hér minna en erlendis og aðhald að okkur stjórnmálamönnum er minna en annars staðar. Agaleysi ríkisstjórnar fær skjól frá krónunni. Frá sjónarhóli stjórnenda fyrirtækja er ekki sama pressa að halda aftur af verðhækkunum þegar þeir vita að skekkjan í samanburðinum við útlönd helst alltaf sú sama. Frá sjónarhóli kjósenda er veruleikinn svo sá að það breytir ekki öllu hvort skipt sé um ríkisstjórn ef nýja stjórnin er svo ekki tilbúin til að ganga í myntbandalag sem hefur sama DNA og nágrannar okkar og helstu viðskiptaþjóðir. Það er einmitt hér sem við komum að læstum dyrum. Það er enn meirihluti á Alþingi sem hefur endalausa þolinmæði fyrir hærri verðbólgu og hærri vöxtum en nágrannalöndin búa við til þess eins að halda krónunni. Sami meirihluti og lætur sífellt sömu hópanna og millitekjufólkið standa undir herkostnaðinum af íslensku krónunni. Meðan aðrir geta stimplað sig út úr krónuhagkerfinu. Fyrir þá sem hafa jákvæðar væntingar Fyrir þá sem hafa jákvæðar væntingar að eitthvað gerist í þessum málum, vil ég segja þetta: Það er hægt að opna þessar dyr og breyta hlutum til betri vegar. Í stað þess að hneykslast eða gera gys að ummælum fjármálaráðherra, þótt það sé afar freistandi, eigum við að taka þau alvarlega. Það er sem sagt rétt hjá ráðherranum að þetta er að hluta til DNA-vandi. En sá vandi liggur ekki í blóði okkar Íslendinga. Við þurfum einfaldlega að byrja á því að brjóta DNA-kenningu fjármálaráðherra til mergjar og þora að horfast í augu við hver meginorsök hárrar verðbólgu og vaxta er. Það gerum við með víðtækri upplýsingaöflun eins og forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa kallað eftir. Síðan þurfum við djúpa og yfirvegaða umræðu. Svo getum við komist að niðurstöðu til að mynda í næstu kosningum. Ég held að það hafi ekki verið alveg út í loftið hjá okkur á vinnufundi Viðreisnar að komandi þingvetur eigi að snúast um bjartsýni og betri tíð. Viðreisn er nefnilega flokkur sem getur raunverulega létt fólki róðurinn. Við stöndum fyrir breytingar og viljum ráðast að rótum vandamálanna fremur en að taka þeim sem einhverjum órjúfanlegum genatengdum fasta. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun