Jákvætt að aðstoðarþjálfarinn sé ekki á bekknum Valur Páll Eiríksson skrifar 19. ágúst 2024 14:15 Kjartan Henry, aðstoðarþjálfari FH, var varamaður á bekk FH í síðasta leik. Svo verður ekki í kvöld. Vísir/Arnar Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, gerir sér fulla grein fyrir mikilvægi leiks liðsins við Val í Bestu deild karla í kvöld. Hann fagnar því að vera ekki til taks sem leikmaður, líkt og í síðasta leik. FH hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir kvöldið en getur hins vegar jafnað Val að stigum í töflunni með sigri þegar liðin eigast við í Kaplakrika klukkan 18:00. FH er með 28 stig í fimmta sæti, jafnt ÍA sem er sæti ofar, þremur frá Val sem er í þriðja sæti með 31 stig. „Við erum að vissu leyti ekki búnir að spila allt of vel upp á síðkastið og tapa tveimur leikjum í röð. Það er ekki ásættanlegt fyrir félag eins og FH. Þannig að við erum búnir að vinna vel í okkar málum og aðeins náð að styrkja okkur frá því síðast,“ segir Kjartan Henry í samtali við íþróttadeild. Algjört neyðarkall Athygli vakti að Kjartan Henry var skráður sem leikmaður á varamannabekk FH í síðasta leik við uppeldisfélag hans, KR, í Vesturbænum. Hann segist blessunarlega ekki þurfa að vera til taks í kvöld. „Aðstoðarþjálfarinn þarf ekki að vera á bekk í kvöld allavega. Það er allavega jákvætt og ég vona að við mætum tilbúnir til leiks frá fyrstu mínútu,“ segir Kjartan Henry. Það er sem sagt jákvætt að þú sért ekki á bekknum? „Ég myndi segja það. Með tilliti til aðstæðna og aldurs. Það var algjört neyðarkall. Við erum búnir að bæta úr því og erum klárir í kvöld.“ Geta tekið stórt skref Hann segir FH-inga ekki hafa leikið vel í síðustu tveimur leikjum, sem töpuðust báðir. Fyrir Víkingi 2-3 og 0-1 fyrir KR. Menn hafi unnið vel í sínum málum fyrir kvöldið. „Það þarf mjög margt að breytast. Sérstaklega hugarfar og hungur. Við sáum í leiknum á móti KR að við byrjuðum vel og spiluðum ágætlega fyrstu 15 mínúturnar. Svo fjaraði það út, þá þurfa menn að stíga upp og rífa menn áfram, saman,“ „Ég held að við séum búnir að fara vel yfir það í vikunni og svo erum við að fá tækifæri til að rífa okkur aðeins frá liðunum fyrir neðan okkur. Eins og þú sagðir getum við jafnað Val í kvöld og ég held það sjái það allir sem líta á töfluna að þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið,“ segir Kjartan Henry. Er ekki meiri spenna og hvatning fyrir svo mikilvægan leik? „Það er alltaf leiðinlega klisjan með einn leik í einu. En það styttist í skiptinguna og við viljum vera nálægt liðunum fyrir ofan okkur þegar hún á sér stað. Ef við vinnum í kvöld tökum við stórt skref í þá átt,“ segir Kjartan Henry. Leikur FH og Vals er klukkan 18:00 í beinni á Stöð 2 Sport 5. Hin fjögur liðin í efri hluta deildarinnar eru einnig í eldlínunni í kvöld. Leikur Víkings við ÍA er klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport. Breiðablik og Fram mætast einnig klukkan 19:15, sá leikur í beinni á Stöð 2 Besta deildin. FH Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Valur Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira
FH hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir kvöldið en getur hins vegar jafnað Val að stigum í töflunni með sigri þegar liðin eigast við í Kaplakrika klukkan 18:00. FH er með 28 stig í fimmta sæti, jafnt ÍA sem er sæti ofar, þremur frá Val sem er í þriðja sæti með 31 stig. „Við erum að vissu leyti ekki búnir að spila allt of vel upp á síðkastið og tapa tveimur leikjum í röð. Það er ekki ásættanlegt fyrir félag eins og FH. Þannig að við erum búnir að vinna vel í okkar málum og aðeins náð að styrkja okkur frá því síðast,“ segir Kjartan Henry í samtali við íþróttadeild. Algjört neyðarkall Athygli vakti að Kjartan Henry var skráður sem leikmaður á varamannabekk FH í síðasta leik við uppeldisfélag hans, KR, í Vesturbænum. Hann segist blessunarlega ekki þurfa að vera til taks í kvöld. „Aðstoðarþjálfarinn þarf ekki að vera á bekk í kvöld allavega. Það er allavega jákvætt og ég vona að við mætum tilbúnir til leiks frá fyrstu mínútu,“ segir Kjartan Henry. Það er sem sagt jákvætt að þú sért ekki á bekknum? „Ég myndi segja það. Með tilliti til aðstæðna og aldurs. Það var algjört neyðarkall. Við erum búnir að bæta úr því og erum klárir í kvöld.“ Geta tekið stórt skref Hann segir FH-inga ekki hafa leikið vel í síðustu tveimur leikjum, sem töpuðust báðir. Fyrir Víkingi 2-3 og 0-1 fyrir KR. Menn hafi unnið vel í sínum málum fyrir kvöldið. „Það þarf mjög margt að breytast. Sérstaklega hugarfar og hungur. Við sáum í leiknum á móti KR að við byrjuðum vel og spiluðum ágætlega fyrstu 15 mínúturnar. Svo fjaraði það út, þá þurfa menn að stíga upp og rífa menn áfram, saman,“ „Ég held að við séum búnir að fara vel yfir það í vikunni og svo erum við að fá tækifæri til að rífa okkur aðeins frá liðunum fyrir neðan okkur. Eins og þú sagðir getum við jafnað Val í kvöld og ég held það sjái það allir sem líta á töfluna að þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið,“ segir Kjartan Henry. Er ekki meiri spenna og hvatning fyrir svo mikilvægan leik? „Það er alltaf leiðinlega klisjan með einn leik í einu. En það styttist í skiptinguna og við viljum vera nálægt liðunum fyrir ofan okkur þegar hún á sér stað. Ef við vinnum í kvöld tökum við stórt skref í þá átt,“ segir Kjartan Henry. Leikur FH og Vals er klukkan 18:00 í beinni á Stöð 2 Sport 5. Hin fjögur liðin í efri hluta deildarinnar eru einnig í eldlínunni í kvöld. Leikur Víkings við ÍA er klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport. Breiðablik og Fram mætast einnig klukkan 19:15, sá leikur í beinni á Stöð 2 Besta deildin.
FH Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Valur Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Sjá meira