Rússar saka Nató og Vesturlönd um aðild að áhlaupi Úkraínumanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. ágúst 2024 08:29 Úkraínskir hermenn snúa aftur frá Rússlandi. AP/Evgeniy Maloletka Nikolai Patrushev, einn talsmanna stjórnvalda í Moskvu, sagði í samtali við dagblaðið Izvestia í gær að Atlantshafsbandalagið og Vesturlönd hefðu átt þátt í skipulagningu áhlaups Úkraínumanna inn í Rússland. Talsmenn Hvíta hússins sögðu fyrr í vikunni að stjórnvöld vestanhafs hefðu ekki haft vitneskju um fyrirætlanir Úkraínumanna en Patrushev dregur það í efa. „Fullyrðingar leiðtoga Bandaríkjanna um að þau hafi ekki átt þátt í glæpum Kænugarðs í Kursk-héraði eru ósannar. Án þátttöku þeirra og stuðningi hefðu stjórnvöld í Kænugarði ekki hætt sér inn í Rússland,“ sagði hann. Samkvæmt BBC fékkst það staðfest í gær að Challenger 2 skriðdrekar frá Bretum hefðu verið notaðir í áhlaupinu. Þá sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti að hersveitir landsins væru enn í sókn og hefðu náð yfir 80 þéttbýliskjörnum á sitt vald. Neyðarástandi var lýst yfir í Belgorod. Reykur stígur til himins eftir loftárásir Rússa í Sumy-héraði, skammt frá landamærunum.AP/Evgeniy Maloletka Leiðtogar á Vesturlöndum, ekki síst Joe Biden Bandaríkjaforseti, hafa leitast við að styðja Úkraínu án þess að hætta á bein átök við Rússland en sérfræðingar segja sókn Úkraínumanna mögulega munu flækja stöðuna. Reuters greindi frá því í gær að Alexander Lukashenko, forseti Belarús og einn nánasti bandamaður Vladim8ir Pútín Rússlandsforseta, hefði kallað eftir samningaviðræðum milli Rússlands og Úkraínu um að binda enda á átökin milli ríkjanna. Virtist hann hafa áhyggjur af því að átökin gætu breiðst út og haft áhrif á Belarús og sagði að aðeins „háttsettir einstaklingar af bandarískum uppruna“ vildu að stríðið héldi áfram. Vesturlönd væru að hvetja Úkraínumenn áfram þar sem þau vildu sjá Rússland og Úkraínu tortíma hvort öðru. Rússland Úkraína Bandaríkin Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Talsmenn Hvíta hússins sögðu fyrr í vikunni að stjórnvöld vestanhafs hefðu ekki haft vitneskju um fyrirætlanir Úkraínumanna en Patrushev dregur það í efa. „Fullyrðingar leiðtoga Bandaríkjanna um að þau hafi ekki átt þátt í glæpum Kænugarðs í Kursk-héraði eru ósannar. Án þátttöku þeirra og stuðningi hefðu stjórnvöld í Kænugarði ekki hætt sér inn í Rússland,“ sagði hann. Samkvæmt BBC fékkst það staðfest í gær að Challenger 2 skriðdrekar frá Bretum hefðu verið notaðir í áhlaupinu. Þá sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti að hersveitir landsins væru enn í sókn og hefðu náð yfir 80 þéttbýliskjörnum á sitt vald. Neyðarástandi var lýst yfir í Belgorod. Reykur stígur til himins eftir loftárásir Rússa í Sumy-héraði, skammt frá landamærunum.AP/Evgeniy Maloletka Leiðtogar á Vesturlöndum, ekki síst Joe Biden Bandaríkjaforseti, hafa leitast við að styðja Úkraínu án þess að hætta á bein átök við Rússland en sérfræðingar segja sókn Úkraínumanna mögulega munu flækja stöðuna. Reuters greindi frá því í gær að Alexander Lukashenko, forseti Belarús og einn nánasti bandamaður Vladim8ir Pútín Rússlandsforseta, hefði kallað eftir samningaviðræðum milli Rússlands og Úkraínu um að binda enda á átökin milli ríkjanna. Virtist hann hafa áhyggjur af því að átökin gætu breiðst út og haft áhrif á Belarús og sagði að aðeins „háttsettir einstaklingar af bandarískum uppruna“ vildu að stríðið héldi áfram. Vesturlönd væru að hvetja Úkraínumenn áfram þar sem þau vildu sjá Rússland og Úkraínu tortíma hvort öðru.
Rússland Úkraína Bandaríkin Belarús Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira