Landsvirkjun gerir 725 milljón króna tilboð í Toppstöðina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. ágúst 2024 07:32 Toppstöðin var reist árið 1946 með fé úr Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna. Vísir/Vilhelm Landsvirkjun hefur lagt fram óskuldbindandi tilboð í Toppstöðina í Elliðaárdal, sem nú er í eigu Reykjavíkurborgar. Um er að ræða tilboð í Toppstöðina sjálfa og lóð undir bílastæði, upp á samtals 725 milljónir króna. Frá þessu greinir Landsvirkjun í Facebook-færslu. Tilboðið er lagt fram með það í huga að færa höfuðstöðvar Landsvirkjunar í Toppstöðina en í færslunni segir að Toppstöðin sé meðal nokkurra kosta sem verið sé að skoða. „Um aldamótin kannaði Landsvirkjun möguleikann á nýjum höfuðstöðvum við Rafstöðvarveg 4, en á þeim tíma hugðist Reykjavíkurborg rífa húsið. Þar sem Reykjavíkurborg hefur nú hætt við þau áform ákvað Landsvirkjun að kanna þennan möguleika betur,“ segir í Facebook-færslunni. Þá er vísað til þess að fyrirtækið hafi neyðst til að rýma höfuðstöðvar sínar við Háaleitisbraut í fyrra, eftir að mygla greindist í húsinu. Ákveðið hefur verið að selja það húsnæði. „Höfuðstöðvar orkufyrirtækis þjóðarinnar eru núna í leiguhúsnæði að Katrínartúni 2 og hafa verið kannaðir möguleikar á að leigja eða kaupa nýjar höfuðstöðvar, eða byggja þær frá grunni. Húsið að Rafstöðvarvegi 4 er einn af þeim kostum sem horft hefur verið til.“ Tilboð Landsvirkjunnar gerir ráð fyrir að ásýnd Toppstöðvarinnar verði færð nær upprunalegu útliti frá 1948 og áhersla lögð á að halda í sögulegt viðmót byggingarinnar. Þá verði leitast við að endurnýta núverandi mannvirki, eftir því sem nútímakröfur leyfa. Rekstri toppstöðvar við Rafstöðvarveg var hætt árið 1980. Um tíma var rekið frumkvöðlasetur í húsnæðinu, þar sem listafólk hafði meðal annarst aðstöðu, en húsið hefur verið tómt síðustu misseri. Landsvirkjun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Frá þessu greinir Landsvirkjun í Facebook-færslu. Tilboðið er lagt fram með það í huga að færa höfuðstöðvar Landsvirkjunar í Toppstöðina en í færslunni segir að Toppstöðin sé meðal nokkurra kosta sem verið sé að skoða. „Um aldamótin kannaði Landsvirkjun möguleikann á nýjum höfuðstöðvum við Rafstöðvarveg 4, en á þeim tíma hugðist Reykjavíkurborg rífa húsið. Þar sem Reykjavíkurborg hefur nú hætt við þau áform ákvað Landsvirkjun að kanna þennan möguleika betur,“ segir í Facebook-færslunni. Þá er vísað til þess að fyrirtækið hafi neyðst til að rýma höfuðstöðvar sínar við Háaleitisbraut í fyrra, eftir að mygla greindist í húsinu. Ákveðið hefur verið að selja það húsnæði. „Höfuðstöðvar orkufyrirtækis þjóðarinnar eru núna í leiguhúsnæði að Katrínartúni 2 og hafa verið kannaðir möguleikar á að leigja eða kaupa nýjar höfuðstöðvar, eða byggja þær frá grunni. Húsið að Rafstöðvarvegi 4 er einn af þeim kostum sem horft hefur verið til.“ Tilboð Landsvirkjunnar gerir ráð fyrir að ásýnd Toppstöðvarinnar verði færð nær upprunalegu útliti frá 1948 og áhersla lögð á að halda í sögulegt viðmót byggingarinnar. Þá verði leitast við að endurnýta núverandi mannvirki, eftir því sem nútímakröfur leyfa. Rekstri toppstöðvar við Rafstöðvarveg var hætt árið 1980. Um tíma var rekið frumkvöðlasetur í húsnæðinu, þar sem listafólk hafði meðal annarst aðstöðu, en húsið hefur verið tómt síðustu misseri.
Landsvirkjun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira