Eðlilegt að setja hálfan milljarð í framkvæmdir í Grindavík Kolbeinn Tumi Daðason og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 8. ágúst 2024 20:01 Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæj, á sæti í nefndinni ásamt þeim Guðnýju Sverrisdóttur og Árna Þór Sigurðsson sem gegnir formennsku. Vísir/Bjarni Nefndarmaður í framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavík segir eðlilegt að verja hundruðum milljóna til að verja innviði í bænum þrátt fyrir yfirvofandi eldgos. Það sé eðlilegt framhald af fyrri aðgerðum á borð við uppsetningu varnargarða. Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ kynnti aðgerðaráætlun vegna viðgerða á götum og lögnum, kaupum á girðingum til að girða af ótrygg svæði, jarðkönnunarverkefni og áhættumat. „Við erum að undirbúa framkvæmdir þarna í þessum töluðu orðum og förum af stað um leið og áhættumatið segir okkur að við getum farið af stað,“ segir Gunnar Einarsson sem situr í framkvæmdanefndinni. Aðgerðirnar eru sagðar mikilvægar til að stuðla að öflugu atvinnulífi og öruggu samfélagi í Grindavíkurbæ eftir því sem aðstæður leyfa. Áætlunin miðist við að eldgos sé ekki í gangi og ekki sé unnið að framkvæmdum á meðan frekari jarðhræringar eru yfirvofandi líkt og nú. Heildarkostnaður vegna aðgerðanna er áætlaður 470 milljónir króna þar sem 440 milljónir koma frá ríkinu og 30 milljónir frá Grindavíkurbæ. Talið er að eldgos geti hafist hvenær sem er á allra næstu dögum á svæðinu í kringum Grindavík. Gunnar var spurður að því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvort hreinlega tæki því að setja þessar aðgerðir á oddinn. „Já, það er mjög mikilvægt að við höldum innviðunum við og þeir drabbist ekki niður. Þessi aðgerðaráætlun miðar að því að við aukum öryggi íbúanna og greiðum leið þeirra sem eru að fara um svæðið. Ég segi já við því,“ segir Gunnar. „Það getur vel verið að við þurfum að grípa til enn frekari aðgerðar. En að gera ekki neitt er ekki í boði. Ríkisstjórnin hefur sett verulega fjármuni í að verja Grindavík með varnargörðum og aðgerðum. Þannig að það er eðlilegt að við höldum öllum þessum innviðum við.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Enn rólegt á Reykjanesskaga þótt gosið gæti á hverri stundu Óbreytt staða er enn á Reykjanesskaga þar sem áfram eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum. Skjálftavirkni fer áfram rólega vaxandi og mældist á sjötta tug jarðskjálfta í nótt. 7. ágúst 2024 08:05 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ kynnti aðgerðaráætlun vegna viðgerða á götum og lögnum, kaupum á girðingum til að girða af ótrygg svæði, jarðkönnunarverkefni og áhættumat. „Við erum að undirbúa framkvæmdir þarna í þessum töluðu orðum og förum af stað um leið og áhættumatið segir okkur að við getum farið af stað,“ segir Gunnar Einarsson sem situr í framkvæmdanefndinni. Aðgerðirnar eru sagðar mikilvægar til að stuðla að öflugu atvinnulífi og öruggu samfélagi í Grindavíkurbæ eftir því sem aðstæður leyfa. Áætlunin miðist við að eldgos sé ekki í gangi og ekki sé unnið að framkvæmdum á meðan frekari jarðhræringar eru yfirvofandi líkt og nú. Heildarkostnaður vegna aðgerðanna er áætlaður 470 milljónir króna þar sem 440 milljónir koma frá ríkinu og 30 milljónir frá Grindavíkurbæ. Talið er að eldgos geti hafist hvenær sem er á allra næstu dögum á svæðinu í kringum Grindavík. Gunnar var spurður að því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvort hreinlega tæki því að setja þessar aðgerðir á oddinn. „Já, það er mjög mikilvægt að við höldum innviðunum við og þeir drabbist ekki niður. Þessi aðgerðaráætlun miðar að því að við aukum öryggi íbúanna og greiðum leið þeirra sem eru að fara um svæðið. Ég segi já við því,“ segir Gunnar. „Það getur vel verið að við þurfum að grípa til enn frekari aðgerðar. En að gera ekki neitt er ekki í boði. Ríkisstjórnin hefur sett verulega fjármuni í að verja Grindavík með varnargörðum og aðgerðum. Þannig að það er eðlilegt að við höldum öllum þessum innviðum við.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Enn rólegt á Reykjanesskaga þótt gosið gæti á hverri stundu Óbreytt staða er enn á Reykjanesskaga þar sem áfram eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum. Skjálftavirkni fer áfram rólega vaxandi og mældist á sjötta tug jarðskjálfta í nótt. 7. ágúst 2024 08:05 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Enn rólegt á Reykjanesskaga þótt gosið gæti á hverri stundu Óbreytt staða er enn á Reykjanesskaga þar sem áfram eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum. Skjálftavirkni fer áfram rólega vaxandi og mældist á sjötta tug jarðskjálfta í nótt. 7. ágúst 2024 08:05