Setja 470 milljónir í viðgerð í Grindavík Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2024 16:04 Grindavíkurnefnd hefur kynnt aðgerðaráætlun vegna viðgerða í Grindavík. Vísir/Sigurjón Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ, Grindavíkurnefnd hefur kynnt aðgerðaáætlun vegna viðgerða á innviðum innan þéttbýlis Grindavíkur. Aðgerðirnar miða að því að tryggja virkni og öryggi innviða, þar á meðal á gatnakerfi, lögnum og opnum svæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grindavíkurnefnd, sem vinnur að enduruppbyggingu innviða vegna jarðhræringanna í Grindavík. Þar segir að aðgerðirnar séu mikilvægar til að stuðla að öflugu atvinnulífi og öruggu samfélagi í Grindavíkurbæ eftir því sem aðstæður leyfa. Þar kemur einnig fram að áætlunin miðist við að eldgos sé ekki í gangi, og ekki sé unnið að framkvæmdum á meðan frekari jarðhræringar eru yfirvofandi líkt og nú. Helstu atriði áætlunarinnar eru: Viðgerðir á innviðum: Viðgerðir á gatnakerfi, lögnum og öðrum samgönguleiðum þar sem eru sýnilegar sprungur, þ.m.t. mótvægisaðgerðir vegna flóðahættu við byggingar vestan við höfnina. Jarðkönnun: Framhald jarðkönnunar til að meta ástand jarðvegs og tryggja öryggi. Áhættumat: Gerð áhættumats í samvinnu við ríkislögreglustjóra og Almannavarnir. Mannheldar girðingar við sprungu sveima og önnur óörugg svæði Kostnaðarskipting: Heildarkostnaður vegna þessara aðgerða er áætlaður 470 m.kr., þar af greiðir ríkið 440 milljónir króna og Grindavíkurbær 30 milljónir króna „Aðgerðirnar eru mikilvægar til að stuðla að öflugu atvinnulífi og öruggu samfélagi í Grindavíkurbæ eftir því sem aðstæður leyfa. Að jafnaði er unnið að margvíslegum umbótum á innviðum í Grindavík. Framkvæmdir miða meðal annars að því að hægt sé að auka aðgengi að bænum,“ segir í tilkynningu. Í aðgerðaáætluninni kemur fram að hún miðist við núverandi stöðu, þ.e. að eldgos sé ekki í gangi, en verði breytingar þar á muni að sjálfsögðu þurfa að uppfæra áhættumat og þar með einnig framvindu framkvæmda. Þannig séu aðgerðirnar háðar náttúruöflunum og ekki unnið að framkvæmdum á meðan frekari jarðhræringar séu yfirvofandi líkt og nú. Vegagerðin er verkkaupi/verkeigandi í umboði Grindavíkurnefndar og Grindavíkurbæjar. Sett hefur verið á laggirnar sérstakt framkvæmdateymi sem vinnur nú að undirbúningi verksins og mun hafa umsjón með framkvæmdum þegar þær geta hafist. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grindavíkurnefnd, sem vinnur að enduruppbyggingu innviða vegna jarðhræringanna í Grindavík. Þar segir að aðgerðirnar séu mikilvægar til að stuðla að öflugu atvinnulífi og öruggu samfélagi í Grindavíkurbæ eftir því sem aðstæður leyfa. Þar kemur einnig fram að áætlunin miðist við að eldgos sé ekki í gangi, og ekki sé unnið að framkvæmdum á meðan frekari jarðhræringar eru yfirvofandi líkt og nú. Helstu atriði áætlunarinnar eru: Viðgerðir á innviðum: Viðgerðir á gatnakerfi, lögnum og öðrum samgönguleiðum þar sem eru sýnilegar sprungur, þ.m.t. mótvægisaðgerðir vegna flóðahættu við byggingar vestan við höfnina. Jarðkönnun: Framhald jarðkönnunar til að meta ástand jarðvegs og tryggja öryggi. Áhættumat: Gerð áhættumats í samvinnu við ríkislögreglustjóra og Almannavarnir. Mannheldar girðingar við sprungu sveima og önnur óörugg svæði Kostnaðarskipting: Heildarkostnaður vegna þessara aðgerða er áætlaður 470 m.kr., þar af greiðir ríkið 440 milljónir króna og Grindavíkurbær 30 milljónir króna „Aðgerðirnar eru mikilvægar til að stuðla að öflugu atvinnulífi og öruggu samfélagi í Grindavíkurbæ eftir því sem aðstæður leyfa. Að jafnaði er unnið að margvíslegum umbótum á innviðum í Grindavík. Framkvæmdir miða meðal annars að því að hægt sé að auka aðgengi að bænum,“ segir í tilkynningu. Í aðgerðaáætluninni kemur fram að hún miðist við núverandi stöðu, þ.e. að eldgos sé ekki í gangi, en verði breytingar þar á muni að sjálfsögðu þurfa að uppfæra áhættumat og þar með einnig framvindu framkvæmda. Þannig séu aðgerðirnar háðar náttúruöflunum og ekki unnið að framkvæmdum á meðan frekari jarðhræringar séu yfirvofandi líkt og nú. Vegagerðin er verkkaupi/verkeigandi í umboði Grindavíkurnefndar og Grindavíkurbæjar. Sett hefur verið á laggirnar sérstakt framkvæmdateymi sem vinnur nú að undirbúningi verksins og mun hafa umsjón með framkvæmdum þegar þær geta hafist.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira