Valdimar Þór: Það er kominn tími á að vinna heima Árni Jóhannsson skrifar 5. ágúst 2024 21:43 Valdimar Þór Ingimundarson gat leyft sér að fagna í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk og tryggði Víking sigurinn gegn FH. Vísir / Pawel Cieslikiewicz Víkingur vann FH 2-3 á útivelli í Kaplakrika fyrr í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir voru undir þegar Valdimar Þór Ingimundarson kom inn á ásamt Sveini Gísla Þorkelssyni sem skópu tvö mörk til að tryggja sigurinn. Valdimar var alveg sammála því að þetta hafi verið allt að því fullkomin innkoma. „Ertu með það. Ég er allavega sáttur með þetta. Ég geri bara það sem ég er góður í þegar ég kem inn á. Ég reyni bara að hjálpa liðinu mínu enda er það grunnurinn að því að vera góður varamaður.“ Víkingur var mikið meira með boltann í kvöld án þess þó að ná að brjóta vörn FH-inga niður. Hvað breyttist þegar Valdimar og Sveinn Gísli komu inn á? „Leikirnir breytast bara með öðruvísi leikmönnum sem koma inn á. Svo opnast leikir oft þegar líður á þá. Ég get ekki sett puttann á eitthvað eitt sem breyttist. Skiptingar breyta leikjum bara rosalega mikið.“ Það hefði verið hægt að færa rök fyrir því að það væri erfiðara fyrir Víking að ná í sigurinn í kvöld, verandi á milli Evrópuverkefna, þannig að þessi sigur hlýtur að gefa liðinu rosalega mikið. „Já alveg klárlega, við viljum vinna alla leiki og það er erfiðara þegar við erum að spila alla þessa leik og menn eru að detta í meiðsli. Eins og Arnar hefur oft talað um þá er hópurinn númer eitt, tvö og þrjú og allir eru að skila sínu.“ Um næstu leiki, þá sérstaklega Evrópu þá var Valdimar spenntur þó Víkingur gæti ekki verið að hugsa of langt fram í tímann. Þó að gulrótin væri stór. „Ég er ekki að spá í næsta verkefni. Við þurfum að byrja á því að eiga sterkan leik á heimavelli, eitthvað sem við höfum ekki náð að gera. Við gerum jafntefli á móti Shamrock og töpum síðan seinni heimaleiknum í Evrópukeppni. Þannig að það er kominn tími á að vinna heima og koma okkur í góða stöðu fyrir útileikinn.“ Hvað vita Víkingar um Floru Tallin? „Ég veit ekki neitt. Ég veit ekki hvaða lið þetta er“, sagði Valdimar og hló við áður en hann hélt áfram. „Við fáum væntanlega góðar upplýsingar um liðið á fundi á morgun og förum vel yfir þetta þá.“ Aðspurður um standið á sjálfum sér og tilkall til byrjunarliðssætis í næsta leik sagði Valdimar að lokum: „Mér líður vel. Ég meiddist aðeins í byrjun tímabils en er búinn að haldast heill síðan. Já er það ekki, eigum við ekki að segja að ég geri tilkall til byrjunarliðssætis. Ég er búinn að byrja einhverja tvo leiki í röð þannig að ég vona að ég byrji allavega.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Valdimar var alveg sammála því að þetta hafi verið allt að því fullkomin innkoma. „Ertu með það. Ég er allavega sáttur með þetta. Ég geri bara það sem ég er góður í þegar ég kem inn á. Ég reyni bara að hjálpa liðinu mínu enda er það grunnurinn að því að vera góður varamaður.“ Víkingur var mikið meira með boltann í kvöld án þess þó að ná að brjóta vörn FH-inga niður. Hvað breyttist þegar Valdimar og Sveinn Gísli komu inn á? „Leikirnir breytast bara með öðruvísi leikmönnum sem koma inn á. Svo opnast leikir oft þegar líður á þá. Ég get ekki sett puttann á eitthvað eitt sem breyttist. Skiptingar breyta leikjum bara rosalega mikið.“ Það hefði verið hægt að færa rök fyrir því að það væri erfiðara fyrir Víking að ná í sigurinn í kvöld, verandi á milli Evrópuverkefna, þannig að þessi sigur hlýtur að gefa liðinu rosalega mikið. „Já alveg klárlega, við viljum vinna alla leiki og það er erfiðara þegar við erum að spila alla þessa leik og menn eru að detta í meiðsli. Eins og Arnar hefur oft talað um þá er hópurinn númer eitt, tvö og þrjú og allir eru að skila sínu.“ Um næstu leiki, þá sérstaklega Evrópu þá var Valdimar spenntur þó Víkingur gæti ekki verið að hugsa of langt fram í tímann. Þó að gulrótin væri stór. „Ég er ekki að spá í næsta verkefni. Við þurfum að byrja á því að eiga sterkan leik á heimavelli, eitthvað sem við höfum ekki náð að gera. Við gerum jafntefli á móti Shamrock og töpum síðan seinni heimaleiknum í Evrópukeppni. Þannig að það er kominn tími á að vinna heima og koma okkur í góða stöðu fyrir útileikinn.“ Hvað vita Víkingar um Floru Tallin? „Ég veit ekki neitt. Ég veit ekki hvaða lið þetta er“, sagði Valdimar og hló við áður en hann hélt áfram. „Við fáum væntanlega góðar upplýsingar um liðið á fundi á morgun og förum vel yfir þetta þá.“ Aðspurður um standið á sjálfum sér og tilkall til byrjunarliðssætis í næsta leik sagði Valdimar að lokum: „Mér líður vel. Ég meiddist aðeins í byrjun tímabils en er búinn að haldast heill síðan. Já er það ekki, eigum við ekki að segja að ég geri tilkall til byrjunarliðssætis. Ég er búinn að byrja einhverja tvo leiki í röð þannig að ég vona að ég byrji allavega.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Leik lokið: FH - Víkingur 2-3 | Skiptingar sem skiptu sköpum Íslandsmeistarar Víkings gerðu góða ferð í Kaplakrikann í kvöld í 17. umferð Bestu deildar karla. Þeir báru sigurorð af FH sem var 2-1 yfir í hálfleik. Sveinn Gísli Þorkelsson og Valdimar Þór Ingimundarson komu inn á í upphafi seinni hálfleiks og bjuggu til tvö mörk til að vinna leikinn. Víkingur leiðir deildina með níu stigum eins og staðan er núna. 5. ágúst 2024 18:35