Ekki frekari þjáningar takk! Ragnar Schram skrifar 2. ágúst 2024 14:00 Börn eru ekki ábyrg fyrir þeim átökum og ófriði sem nú skekja löndin fyrir botni Miðjarðarhafs. Samt þjást þau vegna ástandsins og djúp sár hafa myndast á sálir barnanna – sem dýpka enn. Ekki þarf að tíunda um öll þau ungu saklausu líf sem hafa týnst í þessu brjálæði öllu. SOS Barnaþorpin sjá fyrir fjölda munaðarlausra og yfirgefinna barna í þessum löndum og mörg þeirra eiga íslenska SOS foreldra sem greiða framfærslu barnanna og umönnun. Við höfum þegar þurft að flytja tugi þeirra barna sem við berum ábyrgð á frá Gaza á öruggari stað á Vesturbakkanum. Enn sjáum við þó fyrir börnum á Gaza og munum gera áfram. Vaxandi ólga á svæðinu síðustu daga hefur aukið líkurnar á því að börnin okkar í Líbanon þurfi líka að yfirgefa heimili sín til að fara á öruggari stað. Og börnin okkar í Ísrael búa sig undir lengri dvöl í neyðarskýlum en þau eru vön. SOS Barnaþorpin í Palestínu, Ísrael og Líbanon vinna saman að velferð barnanna og hafa aukið útgjöld til sálfræði- og áfallahjálpar fyrir börn undanfarnar vikur og mánuði. Mörgum börnunum líður mjög illa og þurfa mikla hjálp. Í ljósi þessa vilja SOS Barnaþorpin ítreka yfirlýsingu samtakanna frá því í október á síðasta ári og biðla m.a. til íslenskra stjórnvalda að beita þeim áhrifum sem þau geta: „Hækkandi tala látinna og yfirvofandi mannúðarkrísa krefjast þess af öllum hlutaðeigandi aðilum að taka tafarlaust, skref í átt að því að vernda almenna borgara og ljúka þessu stríði. Ekkert réttlætir dráp, árásir og ofbeldi gegn almennum borgurum. SOS Barnaþorpin kalla eftir vopnahléi tafarlaust." Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Börn eru ekki ábyrg fyrir þeim átökum og ófriði sem nú skekja löndin fyrir botni Miðjarðarhafs. Samt þjást þau vegna ástandsins og djúp sár hafa myndast á sálir barnanna – sem dýpka enn. Ekki þarf að tíunda um öll þau ungu saklausu líf sem hafa týnst í þessu brjálæði öllu. SOS Barnaþorpin sjá fyrir fjölda munaðarlausra og yfirgefinna barna í þessum löndum og mörg þeirra eiga íslenska SOS foreldra sem greiða framfærslu barnanna og umönnun. Við höfum þegar þurft að flytja tugi þeirra barna sem við berum ábyrgð á frá Gaza á öruggari stað á Vesturbakkanum. Enn sjáum við þó fyrir börnum á Gaza og munum gera áfram. Vaxandi ólga á svæðinu síðustu daga hefur aukið líkurnar á því að börnin okkar í Líbanon þurfi líka að yfirgefa heimili sín til að fara á öruggari stað. Og börnin okkar í Ísrael búa sig undir lengri dvöl í neyðarskýlum en þau eru vön. SOS Barnaþorpin í Palestínu, Ísrael og Líbanon vinna saman að velferð barnanna og hafa aukið útgjöld til sálfræði- og áfallahjálpar fyrir börn undanfarnar vikur og mánuði. Mörgum börnunum líður mjög illa og þurfa mikla hjálp. Í ljósi þessa vilja SOS Barnaþorpin ítreka yfirlýsingu samtakanna frá því í október á síðasta ári og biðla m.a. til íslenskra stjórnvalda að beita þeim áhrifum sem þau geta: „Hækkandi tala látinna og yfirvofandi mannúðarkrísa krefjast þess af öllum hlutaðeigandi aðilum að taka tafarlaust, skref í átt að því að vernda almenna borgara og ljúka þessu stríði. Ekkert réttlætir dráp, árásir og ofbeldi gegn almennum borgurum. SOS Barnaþorpin kalla eftir vopnahléi tafarlaust." Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar