Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 28. mars 2025 10:32 Nú hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birt aðgerðaráætlun til að styðja við aukna framleiðslu í stál og málmiðnaði innan bandalagsríkjanna[1]. Slíkt er mikilvægur þáttur í að efla sjálfstæði Evrópu gagnvart öðrum ríkjum, meðal annars til að Evrópa verði sjálfri sér nóg um framleiðslu lykilhráefna til iðnaðar. Álver í Evrópu hafa á síðustu misserum verið að loka eða dregið úr framleiðslu sinni vegna hás orkukostnaðar og óstöðugs rekstrarumhverfis. Þannig hefur Evrópa í vaxandi mæli orðið háð innflutningi á áli, en um 50% af því áli sem er notað til iðnaðar í Evrópu er innflutt. Á sama tíma vex eftirspurn eftir áli um heim allan enda lykil hráefni í flestum varningi sem stuðlar að léttari samgöngum annars vegar og tækni sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda hins vegar. Ál er þannig notað í öllum iðnaði sem tengist orkuskiptunum. Það er þess vegna sem ál er skilgreint sem lykilhráefni af Evrópusambandinu[2] og í nýrri aðgerðaáætlun um stál og málma er stuðningur við frekari framleiðslu áls í Evrópu settur í forgang. Nú er það svo að íslensku álverin selja allt ál sem þau framleiða til Evrópu og er hlutur þeirra í framleiðslu ESB/EFTA ríkjanna um fjórðungur. Álframleiðsla á Íslandi er þar með ekki bara mikilvæg fyrir Ísland, hún er einnig mikilvægur þáttur í að tryggja okkur sjálfstæða Evrópu. Þar með er Ísland orðið mikilvægur framleiðandi lykilhráefnis samkvæmt skilgreiningu ESB. Evrópusambandið mótar nú markmið sem miða að því að fá neytendur og fyrirtæki til að greiða hærra verð fyrir vistvænar vörur. Byggt á þeim markmiðum mun íslenska álið verða enn verðmætara en það er í dag, en ál framleitt á Íslandi er með lægst kolefnisspor í heimi. Álframleiðsla á Íslandi er mikilvægt framlag til loftslagsmála. Álframleiðsla ásamt raforkuframleiðslu á Íslandi er mikilvægur grunnatvinnuvegur þjóðarinnar. Álframleiðsla á Íslandi skilar gríðarlegum hagrænum og samfélagslegum ávinningi og með álframleiðslu á Íslandi leggjum við okkar af mörkum til að tryggja sjálfstæða Evrópu á víðsjárverðum tímum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. [1] Commission's Action Plan to secure a competitive and decarbonised steel and metals industry [2] Critical Raw Materials Act: https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=OJ:L_202401252 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birt aðgerðaráætlun til að styðja við aukna framleiðslu í stál og málmiðnaði innan bandalagsríkjanna[1]. Slíkt er mikilvægur þáttur í að efla sjálfstæði Evrópu gagnvart öðrum ríkjum, meðal annars til að Evrópa verði sjálfri sér nóg um framleiðslu lykilhráefna til iðnaðar. Álver í Evrópu hafa á síðustu misserum verið að loka eða dregið úr framleiðslu sinni vegna hás orkukostnaðar og óstöðugs rekstrarumhverfis. Þannig hefur Evrópa í vaxandi mæli orðið háð innflutningi á áli, en um 50% af því áli sem er notað til iðnaðar í Evrópu er innflutt. Á sama tíma vex eftirspurn eftir áli um heim allan enda lykil hráefni í flestum varningi sem stuðlar að léttari samgöngum annars vegar og tækni sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda hins vegar. Ál er þannig notað í öllum iðnaði sem tengist orkuskiptunum. Það er þess vegna sem ál er skilgreint sem lykilhráefni af Evrópusambandinu[2] og í nýrri aðgerðaáætlun um stál og málma er stuðningur við frekari framleiðslu áls í Evrópu settur í forgang. Nú er það svo að íslensku álverin selja allt ál sem þau framleiða til Evrópu og er hlutur þeirra í framleiðslu ESB/EFTA ríkjanna um fjórðungur. Álframleiðsla á Íslandi er þar með ekki bara mikilvæg fyrir Ísland, hún er einnig mikilvægur þáttur í að tryggja okkur sjálfstæða Evrópu. Þar með er Ísland orðið mikilvægur framleiðandi lykilhráefnis samkvæmt skilgreiningu ESB. Evrópusambandið mótar nú markmið sem miða að því að fá neytendur og fyrirtæki til að greiða hærra verð fyrir vistvænar vörur. Byggt á þeim markmiðum mun íslenska álið verða enn verðmætara en það er í dag, en ál framleitt á Íslandi er með lægst kolefnisspor í heimi. Álframleiðsla á Íslandi er mikilvægt framlag til loftslagsmála. Álframleiðsla ásamt raforkuframleiðslu á Íslandi er mikilvægur grunnatvinnuvegur þjóðarinnar. Álframleiðsla á Íslandi skilar gríðarlegum hagrænum og samfélagslegum ávinningi og með álframleiðslu á Íslandi leggjum við okkar af mörkum til að tryggja sjálfstæða Evrópu á víðsjárverðum tímum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. [1] Commission's Action Plan to secure a competitive and decarbonised steel and metals industry [2] Critical Raw Materials Act: https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=OJ:L_202401252
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun