Fótbolti

Skrifar undir nýjan samning 57 ára gamall

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kazuyoshi Miura í leik fyrr á þessu ári.
Kazuyoshi Miura í leik fyrr á þessu ári. Pedro Loureiro/Getty Images

Kazuyoshi Miura, fyrrverandi landsliðsmaður Japans í knattspyrnu, hefur samið við lið í 4. deild heima fyrir. Það vekur ákveðna athygli þar sem Miura er orðinn 57 ára gamall. 

Miura - betur þekktur sem Kazu - lék á sínum tíma 84 leiki fyrir Japan og skoraði 53 mörk. Hann var á samning hjá Yokohama FC frá 2005 til 2023 en hefur undanfarin tvö ár verið á láni hjá Oliveirense í portúgölsku B-deildinni. Hann snýr nú aftur til heimalandsins og hefur samið við 4. deildarliðið Atletico Suzuka.

„Fyrir mér er ekki möguleiki að leggja skóna á hilluna. Ástríða mín fyrir leiknum er enn í hæstu hæðum og ekki að fara neitt,“ sagði Miura við undirskriftina. 

Þrátt fyrir að vera frá Japan hóf Kazu ferilinn með brasilíska liðinu Santos árið 1986. Hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik árið 1990 og lagði landsliðsskóna á hilluna áratug síðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×