Fótbolti

Fyrir­liðinn kveður Evrópu- og Spánar­meistara Real Madríd

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hefur lyft þessum bikar oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.
Hefur lyft þessum bikar oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Angel Martinez/Getty Images

José Ignacio Fernández Iglesias, betur þekktur sem Nacho, hefur ákveðið að yfirgefa Real Madríd eftir meira en tvo áratugi í herbúðum liðsins. Hann er talinn ætla að elta seðilinn til Sádi-Arabíu.

Þessi 34 ára gamli varnarmaður var fyrirliði Real á síðustu leiktíð þegar liðið fór alla leið í Meistaradeild Evrópu sem og heima fyrir. Hann kvaddi liðið formlega á samfélagsmiðlum í dag en hann er nú staddur í Þýskalandi þar sem EM fer fram.

Nacho hefur aldrei spilað fyrir annað félag á sínum atvinnumannaferli en Real Madríd. Hann hefur verið á mála hjá félaginu síðan 2001. Alls spilaði hann 475 leiki fyrir félagið og vann 25 titla, þar af Meistaradeild Evrópu sex sinnum. 

Ekki hefur verið opinberað hvert hann heldur nú en talið er næsta víst að hann sé á leið til Sádi-Arabíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×