Lífið

Pirates of the Caribbean-leikari lést eftir hákarlaárás

Jón Þór Stefánsson skrifar
Tamayo Perry var mikill brimbrettakappi.
Tamayo Perry var mikill brimbrettakappi. Getty

Tamayo Perry, brimbrettakappi og leikari, lést eftir að hafa orðið fyrir árás hákarls við strendur Hawaii.

BBC greinir frá andlátinu, en viðbragðsaðilar fengu tilkynningu um árásina um hádegisleytið á sunnudag. Perry var úrskurðaður látinn eftir að honum var komið á land með sæþotu.

Perry lék sjóræningja í fjórðu kvikmynd framhaldsmyndabálknum vinsæla Pirates of the Caribbean. Þá hafði hann einnig leikið í sjónvarpsþáttunum Lost, Hawaii Five-0, og annari kvikmyndinni um engla Charlies, Full Throttle.

Hann var þó fyrst og fremst brimbrettakappi og hafði unnið sem slíkur í rúman áratug. Þá starfaði hann einnig sem gæsluvörður á strönd á Hawaii.

Kurt LagerYfirmaður sjóöryggisstofnunnar í Honolulu, höfuðborgar Hawaii-ríkis, sagði á blaðamannafundi að öllum í nærumhverfinu hefði þótt vænt um Perry.

Rick Blangiardi, borgarstjóri Honolulu tók í sama streng á blaðamannafundinum.„Tamayo var goðsagnakenndur á sínu sviði og mikils virtur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×