Lífið

Lét papparassa heyra það

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mæðginin Emme Maribel Muñiz og Jennifer Lopez í toppmálum á rauða dreglinum.
Mæðginin Emme Maribel Muñiz og Jennifer Lopez í toppmálum á rauða dreglinum. Bruce Glikas/Getty

Bandaríska söng- og leikkonan Jennifer Lopez lét papparassa heyra það sem angraði hana og sautján ára gamlan son hennar Emme á rauða dreglinum þar sem þau mættu á frumsýningu söngleiksins Othello á Broadway.

Í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins Page Six segir að papparassinn hafi farið með myndavélina einum of nálægt syninum Lopez til ama. Hún mætti með son sinn á frumsýninguna en hún er nýskilinn við kollega sinn Ben Affleck svo athygli hefur vakið. Emme er sonur hennar og hennar fyrrverandi eiginmanns Marc Anthony. 

Söngleikurinn er stjörnum prýddur en meðal þeirra sem fara með hlutverk í Othello eru Denzel Washington og Jake Gyllenhaal. Frumsýningin var því vægast sagt stjörnum prýdd en meðal þeirra sem létu sjá sig á sýningunni eru Martha Stewart, Samuel L. Jackson, Tamron Hall, Jamie Lee Curtis auk fyrrverandi forsetahjónanna Jill og Joe Biden.

Lopez virðist hafa skemmt sér vel á frumsýningunni ef marka má samfélagsmiðla. Hún birti mynd af sér á Instagram og sagðist einfaldlega hafa mætt með besta deitið.


Tengdar fréttir

Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck

Bandaríska söngkonan Jennifer Lopez er æf yfir myndum sem birst hafa í bandarískum miðlum af fyrrverandi eiginmanni hennar Ben Affleck með fyrrverandi eiginkonu hans Jennifer Garner. Hún upplifir myndirnar sem salt í sárin eftir erfiðan skilnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.