Lífið

Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sasini er meðal keppenda í Ungfrú Ísland.
Sasini er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. Arnór Trausti

„Frá því ég var lítil hefur mig alltaf langað að hafa einhvers konar áhrif á mína kynslóð og þau sem eru jafnvel yngri en ég, en ég hreinlega vissi ekki hvernig mér gæti tekist að gera það,“ segir Sasini Hansika Inga Amarajeewa, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða kjörin næsta Ungfrú Ísland.

Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 37 ára.

Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi.


Fullt nafn? Sasini Hansika Inga Amarajeewa.

Aldur? 20 ára.

Starf? Ég er ekki í neinu starfi eins og er þar sem ég er í fullu námi og langaði að leggja meiri tíma í skólann og námið.

Menntun? Er að stunda lögfræði við Háskólann í Reykjavík.

Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? 

Hugrökk, fyndin og þrautseig.

Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Að ég fæddist á Íslandi, þegar fólk sér mig býst það strax við að ég fæddist erlendis, en ég er uppalin og fædd á Íslandi.

Arnór Trausti

Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Pabbi minn er mín helsta ef ekki eina fyrirmynd. Frá unga aldri hef ég verið undir miklu álagi bæði vegna skóla og annarra þátta, t.d. vegna þess að ég ólst upp með annar móðurmál, og því aðeins erfiðara fyrir mig að læra íslensku. Pabbi hefur alltaf verið mesti stuðningur í mínu lífi, og hefur hann stutt mig í gegnum flest alla erfiðleika sem ég hef glímt við.

Ég lít mikið upp til hans í erfiðleikum þar sem hann hefur kennt mér að vera þrautseig og þolinmóð þar sem hann bjó sjálfur við mjög erfiðar aðstæður þegar hann bjó erlendis og hefur það haft áhrif á mig.

Hvað hefur mótað þig mest? Að fæðast og alast upp á Íslandi með öðruvísi bakgrunn var erfitt. Báðir foreldrar mínir eru uppaldir og fæddir í Sri Lanka. Það er allt öðruvísi fyrir mig og mér fannst alltaf erfitt að halda uppi tveimur menningarheimum. Foreldrar mínir voru strangir og ég fékk oft ekki að upplifa sömu hlutina og jafnaldrar mínir í grunnskóla þar sem þau vildu ala mig upp á þann hátt sem þau voru alin upp á. Eftir því sem ég varð eldri þá breyttist það og foreldrar mínir urðu minna ströng. Þetta mótaði mig gríðarlega mikið og ég sé ekkert eftir því þar sem ég veit hvar ég stend í dag.

Hverju ertu stoltust af? Sjálfri mér, vegna þess að ég hef þraukað gegnum margt seinustu árin og hef alltaf náð að koma mér úr þeim aðstæðum sterkari.

Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskyldan, kærastinn og besta vinkona mín.

Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég reyni oft að taka „self care“ daga þar sem ég fer í góða „everything shower“, hreinsa líkamann og húðina, tek til í herberginu. Mér finnst það mjög mikilvægt að taka svoleiðis taka sérstaklega til að gefa mér pásu – því það er allt í lagi að taka einn og einn dag í slökun. Allir dagar þurfa ekki að vera á 100% því þá verða allir dagar konir niður í 40% ef ekki minna.

Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að hlusta ekki á fordóma annarra og gera það sem ég vil.

Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég var á öðru ári í FG datt ég niður stigann fyrir framan alla í skólanum, þetta var hræðilegt. 

Ég var að labba niður stigann með vinkonum mínum og misstíg mig eða eitthvað og dett niður nokkrar tröppur. Ég stóð upp, labbaði rösklega út, hringdi í pabba til þess að koma sækja mig og ég ákvað að hringja mig veika daginn eftir. Ég var alveg miður mín, allir sáu þetta og hlógu. Ég fékk marblett seinna yfir daginn.

Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Nei reyndar ekki.

Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Ég heillast mikið að fólki sem hefur áhuga á ólíkum menningarheimum og vill kynnast öðru umhverfi. 

Við á Íslandi búum við svo gríðarlega góðar aðstæður og stundum áttum ekki á því að það eru sum lönd sem hafa það ekki svona gott, þannig þegar ég kynnist fólki sem hefur svipaða sýn þá finnst mér það vera mjög skemmtilegt og heillandi.

En óheillandi? Fólk sem heldur að það sé betra á einhverja vegu, auðvitað er gott að hafa smá öryggi og egó en þegar það tekur yfir allan persónuleikann hjá fólki þá er það ekki alveg minn tebolli.

Hver er þinn helsti ótti? Að ná ekki að uppfylla mín helstu markmið og drauma í lífinu.

Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi útskrifuð úr lögfræði með mastersgráðu og komin með mína eigin íbúð.

Hvaða tungumál talarðu? Ég tala þrjú tungumál reiprennandi, en ég get bjargað mér á spænsku og dönsku.

Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Kjúklingapasta.

Hvaða lag tekur þú í karókí? Feel so Close með Calvin Harris.

Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Bubbi Morthens eins og er, en verður Kendrick Lamar í apríl þar sem ég er að fara á tónleika hjá honum.

Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Eiginlega bæði, en ef ég þyrfti að velja þá frekar eiga samskipti við fólk í eigin persónu.

Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi reyna að gefa helminginn af því til styrkja þróunarlönd og einnig reyna að ferðast á milli landa í Asíu og hjálpa þeim sem þurfa þess. 

Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef fylgst með Ungfrú Ísland keppninni frá unga aldri ásamt systur minni. Hvatning hennar vakti mikinn áhuga hjá mér, en einnig af því að það voru fáar litaðar stelpur sem taka þátt í keppninni. 

Það lét mig fá áhuga á því að sækja um og mig langaði að sjá hversu langt ég kæmist í ferlinu þar sem mér leið aldrei eins og ég ætti stað í fegurðarsamkeppnum.Mig langaði til þess að vera einhvers konar fyrirmynd fyrir yngri litaðar stúlkur á Íslandi. Mér leið eins og litaðar stelpur á Íslandi væru ekki týpíska ímyndin af Ungfrú Ísland. 

Síðan hefur áhuginn minn aukist gríðarlega mikið frá því ég keppti í fyrra sem er ástæðan fyrir því að mig langaði til þess að taka þátt aftur núna.

Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég hef lært margt um sjálfa mig, einnig hefur sjálfstraustið mitt aukist gríðarlega mikið. En svo hef ég tekið þátt áður í Ungfrú Ísland og var það gríðarlega lærdómsríkt og skemmtilegt ferli og þess vegna ákvað ég taka aftur þátt, og vonast ég til að læra enn meira um sjálfa mig og koma út úr því reynsluríkari.

Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Líkamsímynd og kynþáttafordómar – þetta er tvö mjög mikilvæg málefni sem standa mér mjög kært og hef ég reynt að vekja mikla athygli á.

Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Ungfrú Ísland þarf að vera örugg, umhyggjusöm og málefnaleg ímynd og tel ég mig búa yfir þessum eiginleikum.

Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Frá því ég var lítil hefur mig alltaf langað að hafa einhvers konar áhrif á mína kynslóð og þau sem eru jafnvel yngri en ég, en ég hreinlega vissi ekki hvernig mér gæti tekist að gera það. 

Eftir að ég tók þátt í Ungfrú Ísland 2024 áttaði ég mig betur á því hversu einfalt það í raun og veru, sérstaklega þar sem við höfum öll aðgang að alls konar samfélagsmiðlum. Ég byrjaði t.d. að nota Instagram miklu meira til þess að gera meiri heilsu content og er ég ennþá að reyna bæta mig að gera það. 

Ef ég verð kjörin Ungfrú Ísland 2025 þá langar mig að auka umræðuna um að minnka tækninotkun, kynþáttafordóma og líkamsheilsu. Þetta eru málefni sem eru mér mjög kær.

Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Ég kem frá öðruvísi bakrunn heldur aðrir keppendur, ég ólst upp í öðruvísi umhverfi og bjó undir annarri menningu þó að ég hafi fæðst á Íslandi þá var ég alin upp á öðruvísi vegu heldur en aðrar keppendur og hef ég mótast á öðruvísi hátt. Auðvitað erum við allar stelpurnar öðruvísi á okkar eigin hátt, það er það sem gerir hverja og eina okkar einstaka. Finnst mér þetta einnig vera ein af þeim ástæðum af hverju ég myndi passa vel í Ungfrú Ísland hlutverkið.

Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Mér finnst stærsta vandamálið sem kynslóðin mín stendur fyrir vera of mikil tækninotkun, þ.e.a.s að mér finnst flest börn og unglingar hafa einhvers konar aðgang að tækjum hvort sem það er sími, spjaldtölva, tölva eða sjónvarp meiri segja. Ég get nú ekki sagt mikið um að finna lausn nema kannski það þurfi að fræða börnin betur um skaðlegu áhrifin sem ofnotkun á tækni getur valdið.

Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Þar sem ég sjálf hafði frekar neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum áður en ég fræddi mig um slíkar keppnir þá myndi ég alltaf mæla með því að skoða betur hvað slíkar keppnir ganga út á, hver er tilgangur þeirra. T.d. finnst mér Ungfrú Ísland standa fyrir mjög góðum málefnum. Það er þjálfað okkur gríðarlega til að geta staðið uppi á sviði og svarað spurningum frá hjartanu.

Þetta eru hlutir sem maður lærir ekki í skóla eða á netinu.

Tengdar fréttir

„Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“

„Það sem ég stend mest fyrir er andlega heilsa og sjálfstraust. Hafandi glímt við mikinn kvíða skiptir svo ótrúlega miklu máli að það séu til sterk samtök sem bjóða upp á fræðslu og aðstoð fyrir þá sem þurfa á því að halda. Yngri kynslóðin er framtíðin okkar og það skiptir máli að við styrkjum og fræðum bæði okkur og þau,“ segir Helena Hafþórsdóttir O’Connor, spurð um hvaða samfélagslega málefni hún brennur fyrir.

Dreymir um að verða rithöfundur

„Ég sækist um að verða Ungfrú Ísland til að geta orðið góð fyrirmynd fyrir ungar stelpur og komið því vel á framfæri að fegurð er alls ekki bara útlit, heldur er hún blanda af ýmsum þáttum, svo sem sjálfstrausti, góðu hjarta, jákvæðni og andlegum styrk,“segir Ásta Rósey Hjálmarsdóttir, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland.

Lífsins gæfa að eignast litla systur með Downs

„Því að mér finnst allt svo ótrúlega skemmtilegt. Þetta er svo ótrúlega þroskandi og gefandi ferli að ég væri til í að halda endalaust áfram,“ segir Dagný Björt Axelsdóttir, aðspurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland.

Hefur mikinn áhuga á slökkviliðinu

„Við erum allar einstakar á okkar eigin hátt, en það sem mér finnst greina mig frá hinum keppendunum er að ég hef kannski smá reynslu í þessum bransa, ég er bæði fyrirsæta og leikari og hef verið það mjög lengi,“ segir Kamilla Guðrún Lowen, spurð hvað greini hana frá öðrum keppendum í Ungfrú Ísland. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.