Lífið

Hætt við brúð­kaupið og allt í bak­lás

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sydney Sweeney er ein heitasta leikkona heims um þessar mundir og það virðist hafa haft sín áhrif á sambandið.
Sydney Sweeney er ein heitasta leikkona heims um þessar mundir og það virðist hafa haft sín áhrif á sambandið. Neilson Barnard/Getty Images

Bandaríska leikkonan Sydney Sweeney og unnusti hennar framleiðandinn Jonathan Davino eru hætt við að gifta sig. Sambandið hangir á bláþræði og þau standa frammi fyrir miklum erfiðleikum. Þetta fullyrða nú bandarískir slúðurmiðlar.

Us Weekly hefur eftir ónefndum heimildarmanni að þau séu þó ekki alveg hætt saman. Þau ætli sér að vinna í sambandinu en málin líti ekki vel út. Parið byrjaði saman árið 2018 og trúlofaði sig svo árið 2021. Þau hafa ítrekað lýst því yfir að þeim liggi ekkert á að gifta sig.

Nú virðast þau einfaldlega hafa hætt við allt saman en samkvæmt Us Weekly tók leikkonan ákvörðunina þar sem henni hafi þótt of mikið álag á sér. „Sydney vildi hætta við allt saman, hún réði ekki við stressið.“

Þá segir miðillinn að Sweeney hafi einfaldlega of mikið að gera í vinnunni. Hún sé ein heitasta leikkona í heimi um þessar mundir, sé alltaf að leika í hinum ýmsu bíómyndum og þáttum og það hafi haft sín áhrif á sambandið. Davino er sagður hafa vilja eyða meiri tíma með leikkonunni, sem vilji þvert á móti einbeita sér að ferlinum.

Orðrómur fór á kreik um að þau væru hætt saman fyrr í þessum mánuði eftir að það fréttist af því að þau hefðu ekki hitt hvort annað í meira en mánuð. Þá ýtti það undir orðróminn að leikkonan eyddi mynd af parinu af Instagram þar sem þau nutu áramótanna saman. Síðasta mynd sem náðist af þeim saman var tekin 20. janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.