Hafið

Fréttamynd

Konungs­skip Dana í Reykja­vík

Við Grandabryggju er heilmikið sjónarspil um þessar mundir þar sem danska konungsskipið liggur þar. Áhöfnin gerði sér glaðan dag í Reykjavík og hleður nú batteríin áður en haldið er til Grænlands. 

Innlent
Fréttamynd

Bjark­ey verði að sæta á­byrgð

Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir matvælaráðherra hafa viljandi gert Hval hf. ókleift að veiða langreyðar í sumar. Hún telur að fyrirtækið fari í mál við ríkið og að borgarar megi ekki sætta sig við það að ráðherrar brjóti lög. 

Innlent
Fréttamynd

Á­kvörðunin skref í rétta átt

Í dag var Hval hf. veit leyfi til að veiða 128 langreyðar við Íslandsstrendur í ár. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir innihald leyfisins skref í rétta átt þrátt fyrir að hann hafi viljað að veiðarnar yrðu bannaðar alfarið. 

Innlent
Fréttamynd

Verndun hvala á al­þjóð­legum degi hafsins

Á þessu ári hefur okkur miðað heilmikið áfram í skilningi og virðingu okkar á hvölum. Höfðingi Maóra lýsti því yfir að hvalir hafi sömu réttindi og mannfólk. Maórar vinna ásamt Sameinuðu þjóðunum við að reyna að veita hvölum mannréttindi alls staðar í heiminum.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­vissa um hval­veiðar í sumar en ráð­gjöf Haf­ró ó­breytt

Hafrannsóknarstofnun hyggst skila inn umsögn til matvælaráðuneytisins um hvalveiðar í dag. Gildandi ráðgjöf stofnunarinnar til ársins 2025 miðast við veiðar á um 160 langreyðum að hámarki á ári og helst sú ráðgjöf óbreytt. Vinna við nýja talningu dýra hefst eftir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Sára­lítið mælist af loðnu

Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er langt komin og segir í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunnar að „mjög lítið“ hafi mælst af loðnu. Eftir standi að fara yfir Vestfjarðamið og Suðausturmið.

Innlent
Fréttamynd

Fjölda­dauði sela rakinn til H5N1

Staðfest hefur verið að fjöldadauða sela og sæfíla í suður-Atlantshafi á eyjunni Suður-Gergíu má rekja til þess að þeir smituðust af H5N1.

Erlent
Fréttamynd

Bjóða al­­menningi á þver­n­or­rænt hakka­þon um fram­tíð haf­svæða

Ís­lenski sjávar­klasinn skipu­leggur „hakka­þon“ næstu daga þar sem ein­staklingar hvaða­næva af Norður­löndum koma saman til að þróa sjálf­bæra leið til að deila haf­svæðum. Að sögn fram­kvæmda­stjóra Sjávar­kla­sans kann að vera stutt í að stjórn­völd þurfi að meta hvernig svæðum á hafinu verði ráð­stafað. Almenningi er boðið á föstudag kl. 17:00 að berja afrakstur hakkaþonsins augum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn

Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna.

Erlent