Fótbolti

Öryggis­vörður þekkti ekki Vincenzo Mon­tella

Siggeir Ævarsson skrifar
Vincenzo Montella var hleypt inn að lokum
Vincenzo Montella var hleypt inn að lokum EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL

Nokkuð spaugilegt atvik átti sér stað fyrir leik Tyrklands og Portúgal á EM á laugardaginn en þegar tyrkneska liðið mætti á leikvanginn meinaði öryggisvörður Vincenzo Montella, þjálfara Tyrklands, um aðgang að vellinum.

Öryggisvörðurinn var svo sem bara að vinna vinnuna sína, annað en gæslan á leiknum sjálfum þar sem hver áhorfandinn á fætur öðrum komst inn á völlinn meðan á leiknum stóð.

Hann krafði Montella um aðgangspassa líkt og leikmenn og aðrir í þjálfarateyminu voru með um hálsinn, sem Montella gróf upp og sýndi öryggisverðinum af innlifun.


Tengdar fréttir

Þægilegur portúgalskur sigur á Tyrkjum

Tyrkland og Portúgal unnu bæði fyrstu leiki sína á Evrópumótinu í Þýskalandi svo að sigur í dag myndi tryggja toppsætið í riðlinum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×