Fótbolti

Stúkan: Sögu­línurnar úr leik KR og Víkings greindar

Siggeir Ævarsson skrifar
Guy Smith átti góðan leik á milli stanganna í gær
Guy Smith átti góðan leik á milli stanganna í gær Vísir/Anton Brink

KR-ingar sóttu stig í greipar Íslandsmeistara Víkings í gær í fyrsta leik sínum undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar. Víkingar byrjuðu leikinn betur en eftir að stöðva þurfti leikinn í drykklanga stund eftir hættuspark breyttist takturinn í leiknum.

Sérfræðingarnir Baldur Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson fóru yfir sögulínur leiksins í Stúkunni í gær.

„Þetta gerðist eiginlega þegar það kom leikhlé“ - sagði Sigubjörn og Baldur tók undir það. „Það er eiginlega bara sögulínan í leiknum, það er þetta stopp hérna. Leikurinn er stopp í sex og hálfa mínútu. Það svona dettur tempóið úr Víkingum og það sem gerist í kjölfarið er að það líður hálf mínúta og þá er KR búið að skora.“

Yfirferð þeirra félaga má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×