Fótbolti

Ron­aldo fékk lánaða skó hjá Bruno í hálf­leik

Siggeir Ævarsson skrifar
Cristiano Ronaldo á fleygiferð í fyrri hálfleik í grænum Nike skóm.
Cristiano Ronaldo á fleygiferð í fyrri hálfleik í grænum Nike skóm. vísir/Getty

Svo virðist sem að Cristiano Ronaldo hafi skipt um skó í hálfleik þegar Portúgal mætti Tyrklandi á EM í gær. En hann virðist ekki aðeins hafa skipt um skó heldur fengið nýtt par lánað hjá Bruno Fernandes liðsfélaga sínum.

Haukfráir áhorfendur veittu þessari skóskiptingu athygli en það sem staðfesti endanlega að skórnir væru að öllum líkindum frá Bruno er merkingin á þeim, „Matilde“, sem er nafnið á dóttur Bruno Fernandes.

Þessi skór er augljóslega bleikur, ekki grænnSkjáskot Twitter

Netverjar hafa velt sér upp úr þessum skóskiptum enda spilar Ronaldo alla jafna í sérhönnuðum skóm frá Nike og vill hafa þá þrönga. Mögulega hafi hinn 39 ára Ronaldo einfaldlega viljað spila í þægilegri skóm í seinni hálfleik.

Þá hafa einhverjir bent á að vellirnir í Þýskalandi séu misjafnir að gæðum og sumir leikmenn hafi skipt yfir í öðruvísi takka í hálfleik til að bregðast við vallaraðstæðum. Hver sem ástæðan var fyrir skiptunum þá þakkaði Ronaldo í það minnsta fyrir sig með því að leggja upp mark á Bruno og jafnaði þar með met Karel Poborský yfir flestar stoðsendingar á EM.


Tengdar fréttir

Enn eitt EM-metið til Ronaldo

Hinn 39 ára Cristiano er að leika á lokakeppni Evrópumótsins í fimmta sinn á ferlinum en hann er eini leikmaðurinn sem hefur farið svo oft á EM. Hann fór á sitt fyrsta lokamót með portúgalska landsliðinu 2004 og hefur síðan þá sankað að sér ýmsum metum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×