Fótbolti

Líkir Mbappé við Ninja-skjald­böku

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Thuram og Mbappé á góðri stundu.
Thuram og Mbappé á góðri stundu. Christian Liewig/Getty Images

Marcus Thuram, framherji Ítalíumeistara Inter og franska landsliðsins, sló á létta strengi þegar blaðamaður mismælti sig og kallaði hann óvart Kylian og átti þar við Mbappé, nýjasta leikmann Real Madríd.

Frakkland mætir til leiks á Evrópumóti karla í knattspyrnu á mánudagskvöld þegar Thuram og félagar taka á móti Austurríki. Hinn 26 ára gamli Thuram er greinilega í góðu skapi eftir að hafa orðið Ítalíumeistari fyrr á árinu en franskur blaðamaður mismælti sig þegar Thuram sat fyrir svörum á blaðamannafundi.

Thuram tók því ekki persónulega en benti blaðamanni sem og öðrum viðstöddum á að hann væri nú talsvert myndarlegri en Kylian. Þá tók hann jafnframt fram að hann liti nú ekki út eins og Ninja-skjaldbaka en Mbappé hefur lengi vel verið líkt við skjaldbökurnar frægu úr teiknimyndunum Teenage Mutant Ninja Turtles.

Frakkland er meðal þeirra þjóða sem eru taldar hvað líklegastar til að berjast um sigur á Evrópumótinu sem nú fer fram í Þýskalandi. Frakkar eru í D-riðli ásamt Hollendingum, Pólverjum og Austurríkismönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×