Fótbolti

„Þreytu­merki eftir að þeir skoruðu þriðja markið“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hákon Arnar eltir Xavi Simons, einn af markaskorurum Hollands í kvöld.
Hákon Arnar eltir Xavi Simons, einn af markaskorurum Hollands í kvöld. Andre Weening//Getty Images

„Þetta var erfitt í kvöld, þeir eru drullu góðir. Fannst við inn í leiknum í langan tíma,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson eftir 4-0 tap Íslands í Rotterdam.

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti Hollandi í vináttulandsleik í Rotterdam í kvöld. Aðeins þrír dagar eru síðan Ísland lagði England að velli en Holland féll ekki í sömu gryfju. Staðan var 1-0 heimamönnum í vil í hálfleik en í þeim síðari gengu þeir frá íslenska liðinu.

„Það voru mörg þreytumerki eftir að þeir skoruðu þriðja markið,“ sagði Hákon Arnar áður en hann var spurður hvað það var sem Hollendingar gerðu betur en England.

„Erfitt að segja strax eftir leik, finnst Hollendingarnir betri í að nýta djúpa svæðið. Þeir eru góðir að finna blindu hliðinu á bakvörðunum, eins og í fyrsta markinu. Það er erfitt að verjast þannig sóknum þegar þær eru vel tímasettar. Svo var smá þreyta í okkur en það er engin afsökun.

Klippa: Hákon Arnar eftir leikinn gegn Hollandi.

„Fannst við flottir í fyrri hálfleik og erum enn inn í leiknum í hálfleik. Búum til góðar sóknir en það vantaði upp á síðustu sendinguna. Það er hægt að taka helling úr þessum leik.“

„Það er geggjað að fá tækifæri að spila á móti svona öflugum þjóðum rétt fyrir EM og gefa þeim alvöru leik. Við unnum á Wembley sem er risastórt svo við tökum helling út úr þessu,“ sagði Hákon Arnar að lokum.

Viðtalið við Hákon Arnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Hákon Arnar eltir Jerdy Schouten á meðan Arnór Ingvi Traustaon fylgist með.EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN



Fleiri fréttir

Sjá meira


×