Fótbolti

Davíð Snorri í rigningunni á De Kuip: „Má segja að veðrið sé okkur í hag“

Runólfur Trausti Þórhallsson og Valur Páll Eiríksson skrifa
Davíð Snorri er aðstoðarþjálfari Íslands. Hann er spenntur fyrir leik kvöldsins.
Davíð Snorri er aðstoðarþjálfari Íslands. Hann er spenntur fyrir leik kvöldsins. vísir/Arnar

Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla í fótbolta, segir veðrið með liðinu í hag fyrir vináttuleikinn gegn Hollandi í Rotterdam í kvöld en mikil rigning var skömmu fyrir leik.

„Það má segja að veðrið sé okkur í hag, það er íslenskt og gott að spila á heimavelli í kvöld. Við erum í fínum búning, það er góður dagur til að gera hann drullugan,“ sagði Davíð Snorri en leikurinn fer fram á De Kuip-vellinum í Rotterdam, heimavelli hollenska stórveldisins Feyenoord.

Leikur Hollands og Íslands hefst klukkan 18.45 og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.

Uppselt er á leikinn en völlurinn tekur 47.500 manns. Það ætti ekki að hafa mikil áhrif á íslenska liðið sem lagði England 1-0 í síðasta leik sínum fyrir framan 90 þúsund manns á Wembley í Lundúnum.

Ein breyting er gerð á byrjunarliðinu frá því gegn Englandi en Daníel Leó Grétarsson er meiddur. Í hans stað kemur Valgeir Lunddal Friðriksson.

„Við tókum Valgeir Lunddal inn sem hafsent, vorum með Hlyn Frey fyrir en hann fór heim svo við tókum Valgeir Lunddal inn því við vildum sjá hann í miðverði. Erum með hann og Brynjar Inga en völdum Valgeir í dag,“ sagði Davíð Snorri um breytinguna.

Valur Páll Eiríksson ræddi við Davíð Snorra fyrir leik og sjá má spjall þeirra í heild sinni hér að neðan.

Klippa: Davíð Snorri í rigningunni á De Kuip: „Má segja að veðrið sé okkur í hag“

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×